Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 7
Svo vil ég nota tækifærið og þakka margt ágætt (það er svo- sem nóg af bölvuðu rusli innan- um) í blaðinu. Greinar G.S. eru yfirleitt góðar, hvort sem er. „í fullri alvöru", ferðafrásagnir eSa annað. Sérstaklega vil ég þakka G.S. fyrir grein í fyrrahaust um stríð- ið. Slíkar hugvekjur eru að mínu viti nauðsyn nú á tímum hraða og gleymsku. E.S. Gaman væri að fá að sjá hjá ykkur, hve skært logar á per- unni, eins og í fyrravetur. Með beztu óskum um bætta Viku. Norður-Þingeyingur. 1.—2. Ónei, ekkert til í því. 3. Já — þar sem vegalengdin er mest. 4. Það er nú undir því komið, hvort árin liggur í bátnum eða hvort verið er að róa með henni. 5. Hann er óbrotinn og nú er einn nýkominn. KUNNA EKKI AÐ TAKA BEYGJUR. Kæra Vika! Mér finnst ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri við öku- menn og þó einkum ökukennara hér í borg: Fólk virðist alls ekki kunna að taka beygjur. Þegar það beygir út af fjölförnum veg- um og götum, þar sem umferðin þarf að ganga greitt, þá slær það af niður í 10—20 km hraða, eða þá að það tekur þessar marg- frægu „heygrindabeygjur". Sann- leikurinn er sá, að allir nútíma bílar eru svo vel balanseraðir, ef mér leyfist að nota svo slæmt orð, að það er leikur einn að taka vinkilbeygju á 40 km hraða og það án þess að taka minnstu heygrindarbeygju. Þetta ættu ökumenn að sjálfsögðu að gera til þess að trufla ekki umferðina að óþörfu. Ökuþór. Mér er til efs, kæri Ökuþór, að ökumenn mundu nokkuð vilja á sig leggja til þess að beygja útaf án þess að valda óþægind- um. liins og þú munt hafa tekið eftir, hugsa menn yfirleitt um flest annað í umferðinni en að valda öðrum óþægindum. Það geta sjálfsagt allir beygt útaf — jafnvel vinkilbeygju — án þess að slá mikið af eðlilegum öku- hraða, (t.d. 40 km hraða) en þeir nenna bara ekki að hafa fyr- ir því. Annað atriði, sem ger- samlega ómögulegt virðist að kenna íslenzkum ökumönnum, er að nota akreinar, og það er enn hættulegra. Á hverjum degi sér maður ökumenn beygja útaf götu af skakkri akrein, þvert fyrir umferðina á hinni akrein- inni. Skífting dánarbúsins I 20. tbl. Vikunnar sýndum við mynd af skikanum sem bóndinn ánafnaði erfingjum sínum í tvennu lagi, þannig að hann skifti jörðinni í fjóra jafna parta með krossskurði, en hann var svo heppinn að landareignin var rétt- ur ferningur. Einn fjórðunginn fékk ekkjan hans óskiftan, en synir hans FJÓRIR áttu að fá það sem eftir var, ef þeir gætu skift því í fjóra jafnstóra hluta, sem allir væru nákvæmlega eins í laginu. Og við fólum lesendum Vikunnar að hjápa bræðrunum. Og þetlta var í rauninni ákaf- ega einfalt. Auðveldast er að halda strikunum, sem koma út úr skiftingu jarðarinnar allrar. Þá verða þrír fjórðungar eftir handa bræðrunum. Skiftið þeim fjórðungum niður sínum með hverjum krossskurðinum. Þá fá- ið þið út 12 litla ferninga. Fjórir ganga þrisvar sinnum upp í tólf og þá sjáum við, að hver bræðr- anna á að fá þrjá litla ferninga. Þar með er björninn unninn. Til þess að fá sömu lögun á jarðnæði allra bræðranna er ekki hægt að raða þremur ferningum saman f jórum sinnum nema á einn hátt — eins og þið hafið sjálfsagt þegar komizt að raun um. HAFNAR3TRÆTI 5. £!MAR: 2 17 20 OG 1 19 64. FerSaskrifstoi'a Zí-ega h.f. býður yður enn sem fyrr fullkomnustu ferða- þjónustu, sem völ er á. Á einum stað íá'.ð þér allt, sem þér þurf- ið til ánægjulegrar skemmtiferðar, sumarleyfisferðar, viðskipta- eða verzlunarferðar: FARSEÐLA með flugvélum, skipum, jórn- brautum, bílum, pantaða HÓTELGISTINGU, fullkomnar UPPLÝS- INGAR um lönd og Kði og KAUPÖTEFNUR víðsvegar um heim. Við sækium FERÐAGJALDEYRINN fyrir yður ef þér óskið, og SENDUAA yður ö!l ferðcgögn heim, ef það kemur sér betur fyrir yður. Alla þessa þiónustu og meira til fáið þér hjá ferðaskrif- stofu Zoéga ÁN NOKKURS AUKAGJALDS, og í kaupbæti áratuga starfsreynslu og þekkingu okkar og umboða okkur um allan heim. KJARAFERÐIR 1Q:1gA 19£5. rar bjóðum við yður úrval af einstaklings- ferðum, hinum svokölluðu IT ferðum. Sýnishorn úr þeim bæklingi birtist hér að neðan. Auk þess gefa meðlimir í Félagi íslenzkra ferðaskrifstofa út sameiginlegan bækling með IT ferðum. Þær ferðir bjóðum við yður einnig, og eru báðir þessir bæklingar fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. SYNISHORN AF HINUM FJOLBREYTTU UTANLANDSFERÐUM ZOÉGA. LONDON ...................... 8 SUÐURSTRÖND ENGLANDS ........ 12 KAUPMANNAHÖFN OG LONDON ..12 LODON OG ÍRLAND .............. 14 HÖFUÐBORGIR NORÐURLANDA .... 14 LONDON, BELGÍA, FRAKKLAND, SVISS, ÞÝZKALAND .............. 16 ÍTALSKA RÍVÍERAN .............. 17 ADRÍAHAFSRÍVÍERAN ............ 18 JÚGÓSLAVÍA .................. 18 SIGLING UM MIÐJARÐARHAF, DVÖL Á MALLORCA . . ¦............ 21 MADEIRA ................... 18 Auk þessara standa yður til boða tugir annarra ferða. Komið, skrifið, hringið, og við munum senda yður ferðaáætlanir okkar yfir sumarið. VIKAN 23. tbl. rj daga ferð kr. 8.220 daga ferð kr. 9.750 daga ferð kr. 11.030 daga ferð kr. 9.650 daga ferð kr. 13.930 daga ferð kr. 12.180 daga efrð kr. 12.290 daga ferð kr. 14.075 daga ferð kr. 17.950 dags ferð kr. 19.490 daga ferð kr. 19.925

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.