Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 8
STENTOFON INNANHÚSSKALLKERFI STENTOFON transistor innanhúskallkerfið auðveldar samstarf á vinnustöðum og skrifstofum, sparar tíma, peninga og fyrir- höfn, þar sem STENTOFON er tæki, þar sem einn getur talað við alla og allir við einn. STENTOFON-kalltœkiS er ódýrt. STENTOFON-kalltækið er fallegt. STENTOFON-kalltækið er endingargott. Allar nánari upplýsingar hjá umboðinu. GEORG ÁMUNDASON l CO. Frakkastíg 9. — Sími 15485. TRANSISTORIZED BlLATALSTÖÐVAR Getum útvegað hinar þekktu RCA bílatalstöðvar til notkunar fyrir leigubílastöðvar, vinnuvélaflokka, lögreglu- og slökkviliðs- bíla. Eru til afgreiðsu með 30, 60 og 100 Watta sendiorku, tíðni 148—174 m/c svið, fyrir 6 og 12 Volta straum. — Rafstraums- notkun mjög lág. — Stuttur afgreiðslutími. — Verð kr. 29 þús. Allar nánari upplýsingar hjá R.C.A.-umboðinu: GEORG ÁMUNDASON l C0. Frakkastíg 9. — Sími 15485. /ýj/z i/freAf/spauta i jonu / rr yzjAKt./c&yBrJ! BKA0Tf*:,œn hefja jAnr/n/s j=/,íí''^upphap FAusifj-,. 6000 nHJOH AKA ijas d’££ sr&PD nétk, x/ftÁiPAre/o,(j'syw/sr pspsa £//AU-A/z s£u í faO/V'/j/jr .JAFr-y f.A/J>rr- n■c/i/VA/s. Skýringar á myndinni að ofan: A, B, C, D, E, F og G eru vetrarbrautahnappar sem eru í mismunandi fjar- lægðum frá vetrarbrautahnappi þeim, sem vér erum staddir 1. En hann er þarna, þegar fallið hefst, fyrir u.þ.b. 6000 milljónum ára, nefndur G og G‘ þar sem nú er komið 1 fallinu og hraðinn orðinn gífurlegur. A er vetrar- brautarhnappur, svo langt í burtu, að ljós það sem skín frá honum er 6000 milljón ár að fara frá A til G‘. (Þar sem vér erum nú). Vér sjáum þvi A þar sem hann er kyrrstæður, gagnvart oss, fyrir 6000 milljón árum. En oss virðist hann fara aftur á bak með hraða, sem er hlutfallslegur við A‘-A, af því að oss finnst að vér séum kyrrstæðir. Þennan hraða má leysa upp 1 A‘-a og a-A. í ljóslínuna sjáum vér, þá í litrofinu lengingu ljósgeislanna og hraða, aðeins sem a-A. Þannig virðist A fjarlægjast oss með hraða, sem er hlutfallslegur við punktuðu lengdina a-A, C með hraðanum c-C“, E með hraðanum e-E“ o.s frv. Þarna virðist hraðinn vaxa í réttu hlutfalli við fjarlægð voru frá hinum ýmsu vetrarbrautahnöppum, enda þótt svo sé ekki í raun og veru. í vetrarbrautahnappi ,,vorum“ sézt enginn flótti út í buskann. Gísli Halldórsson marz, 1965 Meira um eðli alheimsins Svar Gísla Halldórssonar viö bréffi Ronalds ö. Símonarsonar Ronald nokkur 0. Símonarson hefur gert mér þann heiður að skrifa um grein mína í Vikunni 4. feb. 5 tbl. um eðli veraldar og sent mér heldur óskemmtilega kveðju í 12. tbl. Vikunnar. Þyk- ist hann þar margt þurfa að leið- rétta og sctur ofan í við mig fyrir ónákvæmni o.fl., en hendir gam- an að öðru. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að í allri hinni gorgeirslegu grein hans finnst tæpast ljós punktur, nema hvað hann leiðréttir eina prentvillu, sem fram hjá mér hef ur farið. En ég las ekki síðari próförk að grein minni. 1) Prentvillan er yzt í línu á 27. síðu. Sólkerfin í vetrarbraut vorri eru þar talin 10 þús- und milljón, í stað 100 þús. millj. Mun eitt núll hafa fallið niður. í bók minni ,,Til framandi hnatta" 1958, bls. 207, tel ég fjölda sól- kerfanna réttilega 100 þúsund milljón, eða þar um bil. Leið- rétting Ronalds er hinsvegar ekki réttari en svo, að hann tel- ur fjölda sólkerfanna vera 40 þusund milljón! Er hann um þetta atriði, eins og önnur, í andstöðu við þekkta stjörnufræðinga, en mun hafa tölu sína úr alþýðlegri bók eftir George Gamow, „Birth and Death of the Sun“, frá 1945, endurprent- aðri 1952, bls. 184. Bók þessi er, eins og fleiri eftir sama höfund, í eigu minni. Um töluna 100 þús. milljón sól- kerfi, vísa ég að öðru leyti til „Yearbook of Astronomy, 1962, bls. 115, LONDON, Eyre & Spott- ingwoode, 22 Henrietta Street WC 2. 2) Þá kemur að næstu „villu“: Ronald tclur þykkt vetrar- brautarinnar 1/10 til 1/20 af þvermáli, eða 5—10 þús. ljósár og „leiðréttir" mína tölu um þyktina, sem var 1/5 af þvermáli eða 20.000 Ijósár. Bæði „Year- book of Astronomy", sem áður er nefnd og Arthur C. Clarke, sem frægur er af bókum sínum (t.d. Exploration of Space, bls. 180) g VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.