Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 9
telja þykkt vetrarbrautarinnar sömu og ég gerði 1/5 effa 20.000 ljósár. í bók minni frá 1958, taldi ég einnig þykktina ca 1/5 og 20.000 ljósár. Hvaðan kemur nú Ronald heimild til þess að birta leiðrétt- ingu sína og halda fram allt að því fjórfalt lægri tölu en rétt er talin? 3) Þá vitnar Ronald í, að sér hafi þótt sárast „hve ónákvæm- ar þær tölur eru sem voru birt- ar þar" (í grein minni) og birtir í gæsalöppum, eins og það sé tekið orðrétt upp úr grein minni: „ „okkar eigin'' vetrarbraut". Mér vitanlega finnst þetta klaufa- lega orðalag hvergi í grein minni, og kalla ég það ritfals að gefa slíkt í skyn, nema höfundur geti bent mér á, hvar þessi orð er að finna. Þar sem ég minntist á þá vetr- arbraut, sem sólkerfi „vort" telst til, tala ég víða um „vetrarbraut vora" til skilgreiningar frá öðr- um vetrarbrautum. Hinsvegar virðist Ronald tilheyra einhverri annarri en „okkar eigin" vetrar- braut, sem ég kann ekki deili á, eftir tölum hans og „leiðrétting- um" að dæma. Vil ég jafnframt geta þess, að það tíðkast í erlendum greinum og bókum að tala um „our solar system", „our galaxy" og „our local group of galaxies" til að- greiningar frá öðrum sólkerfum, öðrum vetrarbrautum og öðrum vetrarbrautahnöppum. 4) Um ,rósamál" á grein minni, sem höfundur telur vera, nenni ég ekki neinu að svara, enda veit ég ekki við hvað hann á. 5) Loks kemur að sleðaförinni niður fallbrekkuna. Þar get ég vorkennt Ronald þó hann fylg- ist ekki með. Skal ég nú í fáum orðum reyna að lýsa því sem margbrotið er, svo að skiljast megi betur. Ronald telur, að ef bætt væri við sleða D og hann látinn fara af stað á sama tíma og B, þá myndi sleðamönnum á B og D virðast þeir fylgjast að í fallinu, og segr um leið: „fjarlægðin á milli þeirra skiptir hér auðvitað engu máli." Hér er enn einn misskilning- urinn á ferðinni. Fjarlægðin á milli þeirra skiptir sem sé öllu máli um það, hvort þeim VIRÐ- IST þeir fjarlægjast hvorn ann- an, eða ekki. Er hér rétt að benda á, að oss virðist yfirleitt vetrarbrautirnar vera að flýja hver aðra út í geim- inn, og að flestir hafa dregið þá ályktun, að þær séu að gera það. En viðleitni mín er falin í því, að reyna að sýna fram á, að veru- leikinn kunni að vera annar en sýnist: sem sé fall að einum punkti, í stað flótta — frá öllum punktum — út í buskann. Þess- vegna skil ég nú svara Ronald eins og hér segir: 6) Ef sleðarnir B og D eru mjög nálægt hvor öðrum, virð- ist sleðamönnum eftir kenningu minni, þeir fylgjast að — og það bæði gera þeir og virðast gera. í þeim vetrarbrautahnappi sem vetrarbraut vor telst til og næst er oss, eru 18 eða 19 vetrarbraut- ir. Nefnist hann á ensku venju- lega „our local group", og umlyk- ur bæði vetrarbraut vora og vetr- arbrautina „Andromeda". Báð- ar eru risastórar, og er t.d. talið að efnismagn aðeins þeirra tveggja sé 400.000 milljón sinn- um meira en Sólarinnar. Sjálf- sagt eru þarna á ferðinni 2—300 þúsund milljón sólkerfa, sem öll virðast falla samhliða oss á sama hraða og hvergi f jarlægjast oss. Jafnframt eru þetta þau sól- kerfi sem nálægust oss eru og um það bil hin einu, sem ekki virðast fjarlægjast. Eru þetta ekki nógu mörg sól- kerfi fyrir Ronald til að koma í stað sleðans D, sem hann tekur til dæmis um samhliða fall, án fjarlægingar og sem dæmi um skakka skoðun mína. Víðátta geimsins er svo gífurleg, að vetr- arbrautir og sólkerfi eru eins og smáfleytur á úthafi og engin sér- stök ástæða til þess að þær fylg- ist að fyrir vindum og straumi. En hér er þó þrátt fyrir það komið dæmi um samfall hundr- aða miljóna sólkerfa, sem styð- ur hugmynd mína um fall að sama punkti, en ekki öfugt. 7) Síðara atriðið um það, að fjarlægðin milli sleðanna skipti ekki máli, byggist á miklum mis- skilningi. Tökum til dæmis að fall þess vetrarbrautahnapps, sem vetrar- braut vor telst til, hafi hafizt fyr- ir 6000 milljón árum. Segjum að einhver annar vetrarbrauta- hnappur hafi tekið að falla um leið, og að hann hafi þá verið í 5—6000 milljón ljósára fjarlægð frá oss. Það ljós sem næði auga voru frá honum í dag væri þá u.þ.b. 6000 milljón ára gamalt og sýndi oss f jarlægar vetrarbrautir í upp- hafi fallsins, þar sem þær virtust kyrrstæðar miðað við hinn mikla fallhraða er vér hefðum náð á 6000 milljón ára falltíma. Þar sem oss er eðlilegt að miða afstæðan hraða frá oss, eins og vér værum kyrrstæðir, virð- ist oss því að hin 6000 milljón ljósára fjalæga vetrarbraut falli í öfuga átt og á brott frá oss, með hraða er svarar til fallhraða vors. Hina samhliða og andstæðu hreyfingu má sem sé leysa upp í tvær hreyfingar (hraðavektora) sem önnur liggur eftir sjónar- línunni og frá oss, en hin þvert á hana. Sú sem liggur eft- ir sjónarlínunni verður þeim mun stærri — og flóttahraðinn að því er virðist meiri — sem vetrarbrautin er fjarlægari — Fraxihald á bls. 48. w 'íffl , . m W§8wm Éf'- m i HÉnP Bi' Ws TB ¦BKaBMgBjBMBBHP » *•/• ¦'., * WHmlllmþ"'1 ™®^Hf|l 1 I ¦ Ijjj 1- 1 yS&tL'j t, EINKUNH ww$tt® '* . Jk jáfflfíi "7 /~\ \AJ fékk 1. einkunn þegar dönsku 4J V//V1 1 neytendasamtökin létu athuga hár- þurrkur sem þar eru til sölu, en eru einnig á boðstólum hér. Sendurn um land allt. BORGARFELL H.F. Laugavegi 18. - Sími 11372. Peugeot 404 Austur-Afríku kappaksturinn er talinn vera mestct þol- rciun sem liœgf er a'ö' leggja á bíl. — Síðasta keppnin fór fram dagana 15. til 19. apríl 1965. — 86 bílar aí ýms- um gerðum hófu keppnina, en a'ðeins 16 þeirra komust á leiðarenda og meocil þeirra voru 5 PEUGOT. — Þessi úrslit sýna betur en nokkuð annað hve Peugeot er traust- ur og hentar vel íslenzkum staðháttum. ':¦ V ..........:':',. :. \ . : ¦:::::¦: ... .. : :.. ' ¦ : :: : Meðalhraði var 70 km á klukkustund. Eigum á lager bíla af gerðinni 404. HAFRAFELL H.F. Brautarholti 22. - Símar 22255 og 34560. VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.