Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 10
Þau Serge og Anne Golon halda áfram aö skrifa um Angelique, sem sífellt lendir í nýjum ævintýr- um, eins og lesendur Vik- unnar munu bráSum sannreyna, þegar næsti hluti, Angelique og kóng- urinn, hefur göngu sína í Vikunni áður en langt um líður. Hér birtum við viðtal, sem brezkur blaðamaður átti viS höf- unda sögunnar, þar sem þau ræða um hina vin- sælu sögupersónu sína. Serge og Anne Golon ásamt börnum sínum. „Angelique er persónugervingur ástarinnar í öllum myndum.' tL. R ÖDD ÁSTARINNAR hljómar í einbýlis- húsi, sem stendur í svissneskri fjalls- hlíð. Þaðan sést i fjarska til Matter- horn og Jungfrau, sem tilsýndar eru líkust því að þau séu máluð óhóflegu litaskrúði. Fyrir utan gluggana leika sér svartir íkorn- ar í snjónum, sem hefir klætt furutrén vetrar- skrauti. Þarna búa Serge og Anne Goloubinoff, höf- undar Angelique, söguhetjunnar sem á sér 40 milljónir lesenda. Undir höfundanafninu Sergeanna Golon hafa þau helgað sex bækur, þessari sögulegu konu, sem að flögrar í ástarævintýrum gegn- um ríkisstjórnarár Loðviks fjórtánda, — Le Roi Soleil, — sólarkonungs frönsku þjóðar- innar. Hver á að tala um ást? — Prestur? — Kvik- myndastjarna? — Gimsteinasafnari.... ? Hver er færari til þess en þau, sem hafa skapað Angelique, því að ef nokkur er persónugerv- ingur ástarinnar, þá er það sannarlega þessi kona. Serge segir: —• Að öllu athuguðu er það fórnfýsin sem er mikilvægust ástinni. Ástin byrjar þegar að maðurinn hættir að elska sjálfan sig.... SPENNINGUR — Ef við tökum algengt dæmi, að maður segi við konu. — Ég er mikið fyrir góðan heimatilbúinn mat, en ef þér leiðist að elda, þá get ég hæglega verið án hans.... Þá er hann farinn að elska. Og þegar konan segir: — Ég hata eldamennsku, en ef þig langar til að ég eldi matinn, skal ég reyna hvað ég get .... þá er hún orðin ástfangin. Serge ,sem nú er sextíu og eins árs, hefir upplifað æsandi atvik í líkingu við söguhetj- ur sínar og ástin hefir tekið sér bólfestu hjá honum. Hann er fæddur Rússi. Faðir hans var 10 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.