Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 11
 Úr kvikmyndinni: Það er Michele Mercier sem leikur Angelique. einn af siðustu embættismönn- um við rússnesku keisarahirS- ina. En hinn einþykki Serge hafði tekið sér sem leynifélaga einn af alrœmdustu stigamönn- unum frá Turkestan. Dag nokk- urn þegar þeir voru saman, sagði þessi félagi við hann: — Lofaðu mér einu. Þú veizt að það er skylda föður þins að reyna að taka mig til fanga. Ef hann nær mér, verður mér misþyrmt hræðilega. Lofaðu mér þvi að ná til mín áður og skera mig á háls. Serge lofaði þessu. Þrem árum síðar tók faðir hans þenn- an mann til fanga. Trúr loforði sínu, komst hann úr húsi föður síns inn í fangelsið, en þá hafði einhver annar góður vinur veitt honum náðarhöggið. —- Já, þetta var ein tegund ást- ar. Það er alger afneitun.... Likast þvi að fara úr líkaman- um.... ÁSTRÍÐA Meðan hann talar, kinkar hann stöðugt kolli. Hann er bersköll- óttur og hefur griðarstór eyru. Minnir helzt á greindarlega leðurblöku. — Á sinn hátt er það sams- konar ást sem Angelique ber til hins týnda eiginmanns, sem hún leitar stöðugt að. Það er lika ástríðufull ást, þegar að hún, á fullkomlega kvenlegan hátt, gefur sig á vald ástmönn- um, sem hún hittir á leið sinni. Svo er það líka ást, sem her- maður ber til félaga sins, þegar að hann fórnar lífi sínu fyrir hann i styrjöld. Og það er það sama og kristileg fórn í ástinni á guð----- Ef til vill erum við hjónin svo hamingjusöm að hafa fundið hina miklu ást. ... En stundum var það á þeim árum sem ég var námaverkfræð- ingur i Afriku ,að námugröft- urinn varð svipuð ástríða. Þeg- ar ég var að leita gulls og gim- steina, var skófla eða sigti meira virði en ást konu.... Anna er lagleg, feitlagin og mjög frönsk, — 36 ára gömul. Eftir að hún hafði unnið bók- menntaverðlaun, fór hún i ferða- lag sem blaðakona. Þá hitti hún Serge. í afskekktu frumskóga- þorpi hitti hún þennan undar- lega sjálfstæða mann. Af tilvilj- un lágu leiðir þeirra þrisvar sinnum saman. Þá bauð Serge henni með sér til að skoða háa fossa i nágrenn- iriu. Þarna sagði hann henni að negrarnir köstuðu syndurum út í, til að reyna sakleysi þeirra. Ef þeir voru saklausir áttu þeir að fljóta. Enginn hafði nokkru sinni flotið. Hún sneri sér til þess að tala við negra sem með þeim var, og þegar hún leit við var Serge horfinn. Negrinn benti henni á ofsalegan vatnsflauminn. Hún varð frávita af hræðslu og heimt- aði að negrinn kallaði á hjálp. — Ef að hann hefir ákveðið eitthvað, er ekkert sem stöðvar hann, svaraði negrinn. Serge kom í ljós á hinum bakkanum og hvarf inn i frumskóginn, kom svo aftur til baka, undan æðislegu vatnsfallinu, með gjöf handa henni, fáséða orkideu sem óx aðeins á þessum eina stað. Hver gat staðizt slikan mann. Anna segir: — Tvær mann- verur eru hin eina sameind ástarinnar. Maður getur elskað án þess að fá ást sína endur- goldna, en til þess að ástin verði raunveruleg, verður hún að fá hljómgrunn. Það er min bjarg- föst trú, að sérhver maður sé skapaður fyrir ákveðna konu Já ég veit að það eru milljón undantekningar, en bágt á ég með að trúa því að ég hefði nokkurn tíma getað elskað ann- an mann á sama hátt og ég elska Serge.... Ég hugsa að fjölmargir hafi hæfileika til hinnar takmarka- lausu ástar, en það eru ekki margir sem ná því takmarki. Maður verður að vera hafinn yfir alla smámunasemi í því sambandi. Nú, þegar konur hafa fengið jafnrétti og keppa við karlmenn á mörgum sviðum, eru möguleik- ar hinna takmarkalausu ástar minnkandi. Nýtízku þjóðskipu- lag skapar fölsk verðmæti. Kona sem vill verða aðlaðandi verður að fylgja forskriftum tízkukóng- anna. Og þetta auglýsingaskrum skilgreinir ástina á verzlunar- grundvelli.... Serge, sem hefir meira en lítið af dulspeki í sínum vísinda- lega heila, talar um náttúruna: — Hún hefir sínar tilfinningar og sína ástarhneigð. Tökum til dæmis ástarfuglinn i Afriku. Ef makinn er drepinn, visnar fugl- inn upp og vill deyja. . . . NÆMI — Svo eru aðrir næmir hlut- ir, eins og jasminblómið í Chad- eyðimörkinni. Það hefir sinn eigin vatnsforða. Þegar það skynjar að regnið er væntan- legt, þótt enginn geti sagt það fyrir, notar það hvern einasta dropa af vatnsbirgðum sínum. Þá opnar það blómhnappa sina, í skrælþurri eyðimörkinni, eins og það sé að daðra við regnið og opni sig af ást. Stundum skjátlast því og þá deyr það. — Hvað er ást? Nýlega vorum við á ferð i Ameriku, að leita efnis í nýjustu Angelique bók okkar. Þá var okkur sögð sönn saga af Indiánakonu. Hún var deyjandi. Presturinn lagði að henni að taka kristna trú, — þá kæmist hún til himna i stað þess að fara til helvítis, þar sem allt er logandi eldur, djöflar og Framhald á bls. 33. VIKAN 23. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.