Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 14
 Datt I lukkupottinn Colin Sheriff er þrettán ára gamall skólastrákur í Skotlandi, og núna um daginn varð hann allt í einu 70 þúsund krónum ríkari fyrir hreina tilvilj- un. Það var opnuð ný brú ekki langt frá heimili hans, og í tilefni af því voru gefin út ný frímerki. Nú er Colin ekki með neina sérstaka frímerkjadellu, en hann hefur gaman af að dútla við frímerki, og af rælni keypti hann þrjú frímerki á 6 pence hvert, eða um það bil 3 krónur. Á heimleiðinni tók hann eftir því að eitt þeirra var aðeins öðruvísi á lit- inn en hin tvö, og minn karl lét hendur standa fram úr ermum, límdi merkið á umslag, skrifaði utan á það til sjálfs sín og Setti það í póst. Þar með var sigurinn unninn og hann var um 70 þús. krón- um ríkari. Colin tekur þessu rólega og það eina, sem hann ætlar að kaupa, eru nýjar golfkylfur. Hitt fer í bankabókina. Dýrkeypt kvikmynd Það geta víst flestir verið sammála um það, að kvikmyndastjórinn ítalski Gualtiero Jacopetti, hafi komizt manna lengst í því að kvikmynda ljótustu og hrottalegustu atriði mannlegs lífs, sem um getur — og gert sér úr því dálaglegan skilding. íslending- ar kannast margir við myndirnar „Mondo Cane", og „Mondo Nudo" o.fl., þar sem Jacopetti gerir sér mat úr því að sýna ótrúlega lágkúrulega þjóðfélagshætti og lágar hvatir, og leitast við að sýna fram á að eins dauði sé oftast annars hrauð. En nú eru allar horfur á þvi að hann hafi gengið einum of langt í myndinni „Africa Addio" (Bless Afrika), sem hann tók þar fyrir skemmstu, en hefur nú verið dreginn fyrir lög og dóm í Róm fyrir hragðið. Ástæðan er sú að grein birtist fyrir skömmu í ítölsku hlaði, sem sagt er að sé byggð á samtali við Javopetti. Þar segir hann m.a. frá því er hann og kvikmyndatökumenn hans voru ásamt málaliðum í Suður-Afríku á ferð nálægt borginni Boende. Skyndi- lega komu til þeirra þrír óvopnaðir litlir strákar, 10 — 12 ára, og söngluðu orðin „Maj mulele, maj mulele", en þessi töfraorð eiga að hreyta byssukúlum í vatn, að þeirra áliti. Málaliðarnir biðu á meðan kvikmyndatökumcnnirnir settu upp vélar sinar — segir Jacopi — og þegar hann gaf merki, þrýstu þeir á gikkinn á hríðskotabyss'u sinni og skutu niður drengina með köldu blóði. Á öðrum stað segir Jacopetti frá því að málaliðarnir hafi verið svo hugulsamir að færa til dauðadæmdan mann þar sem hann var bundinn við tré, og heldur skotið hann upp við vegg, vegna þess að Ijósið hafi verið betra þar til myndatökunnar. Jacopetti mótmælir því harðlega að hafa nokkurntíma sagt þetta við blaðamanninn, en svo viidi til aö annar blaðamaður var vitni að viðtalinu, og segir það vera f alla staði rétt frá skýrt. ítalir hafa sjaldgæfa lagasetningu sem leyfir að draga ítalska menn fyrir ítalskan rétt, jafnvel þótt afbrotið sé framið í öðru landi, og nú hefur dómari ver- ið skipaður í mállnu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jacopetti er dreginn fyrir dómstóla. Fyrir tíu árum síðan var hann ákærður fyrir nauðgun á 13 ára gamalll sígaunastúlku, og slapp að- eins nauðuglega við þungan dóm, — með því að giftast stúlkunni. Sáluhjálp f síma Sáluhjálp í síma hefur breiðzt út um alla Vesturevrópu síðustu tíu ár- in. Aðferðirnar eru margar, og það einasta sameiginlega er síminn. Þetta hófst allt í Englandi, þegar klerkur nokkur setti auglýsingu í dagblað: Hringið í síma xxxx áð- ur en þér fremjið sjálfsmorð! Hann fékk heilmikið af upphringingum frá lífsþreyttum bertum. England er ofarlega á siálfsmorðslínuritinu, því 5,500 manns leggjast þar með tærnar upp ó hverju ári, af eigin rammleik. 30 — 40 þúsund reynir það í framkvæmd og að minnsta kosti hálf milljón gengur með slík- ar grillur í kollinum. í dag hefur mikill félagsskapur — The Samaritans — komizt á fót til aðstoðar slíku fólki. Það hefur á sínum snærum þúsundir fólks, á yfir 50 stöðum í Englandi. Æðsti maður á hverjum stað er prestur, læknir eða geðlæknir, sem aftur hafa undir sér hóp fólks, sem er talið vel fært til slíkra starfa. Sá sem biðst aðstoðar, fær strax sam- band við mann eða konu, sem að- stoðar eftir getu og þörfum, og get- ur komið sjúklingum fyrir á geð- veikrahæli, ef þörf krefur. í Svíþjóð hófst sjólfsmorðshjálp fyrir 7 — 8 árum síðan, þegar síra Erik Bernspáng setti sína fyrstu sjálfsmorðsauglýsingu í Hölsing- borgtidning, en presturinn var um- ferðaprestur og lítið heima, svo það reyndist erfitt að ná í hann. Nú hefur stofnun, sem nefnist „Kristi- leg ráðgiöf" tekið þetta að sér, og hefur um 30 manns til starfans. Starfið er með svipuðum hætti og komið hefur verið á fót hér á landi. Það felst aðallega í því að lesin eru „biblíuorð dagsins" á seg- ulband, sem sett er í samband við siálfvirkan síma. Vonazt er til að slíkt hafi róandi áhrif á viðkom- andi og veiti honum andlegan styrk til að berjast við erfiðleikana. Hér er síminn 10000. 14 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.