Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.06.1965, Side 15

Vikan - 10.06.1965, Side 15
Málaði á sár magann Málarinn heitir Silvano Caselli, er ítalsk- ur og frægur mannamyndamálari. Einhverju sinni hafði Caselli klifrað upp í tré af óþekkt- um ástæðum, og fór síðan styztu leið og fljótustu til baka, með þeim árangri að hann braut í sér nokkur rifbein. Þetta skeði í Sviss, og dvölin hans þar varð þessvegna töluvert lengri en hann hafði gert ráð fyrir. En hann lét það ekkert á sig fá, heldur stytti sér stundir með að mála sitt uppáhaldsand- lit — fésið á sjálfum sér. Og til að gera þetta allt saman dálítið sérkennilegra, þá málaði hann það á gifsumbúðimar á maganum á sér og gaf síðan starfsfólkinu á spítalanum. Sagt er til sannindamerkis um frægð Cas- ellis, að hann hafi unnið sér það til ágætis að mála andlitsmynd af Jóhannesi 23. páfa, og Kennedy forseta. inn hennar hafði snúizt í heilhring á götunni og hún hafði meiðzt. í kær- unni segir að Corvair hafi hættulegan eiginleika til að beygja meira en efni standa til vegna þess að 60% þyngd- ar bílsins hvíli á afturhjólunum. Hún hélt því fram að bíllinn væri tækni- lega gallaður og krafðist skaðabóta. Hvað gerði framleiðandinn? Til að komast hjá málaferum, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í fram- tíðinni og kannske orðið fordæmi hundraða annarra, þá samdi hann við Nll er bdgt í bílabransanum Bílaframleiðendur í Detroit reikna með metsölu í ár. Þeir áætla að selja átta milljónir bíla á árinu 1965. Allt leikur í lyndi, línuritin stefna uppávið og verkföllin liðin. Það einasta, sem skyggir á birtuna hjá framleiðendum er langur listi af málaferlum, sem þeir eiga yfir sér frá bílaeigendum, sem hafa lent í bílslysum og kenna um göllum í bílnum. Það er nefnilega orðin einhverskon- ar fluga hjá bíleigendum, að jafnskjótt og eitthvað kemur fyrir þá í bílnum, þá reyna þeir að skella skuldinni á framleiðendurna. En Detroitbúar líta á þetta alvarlegum augum. í sjálfu sér er nóg að einhver dómari í litlu sveita- þorpi dæmir sökina, — þá fá þeir á sig heila skriðu af kærum. Búizt er við að hundruð eða jafnvel þúsundir slíkra mála séu í undirbúningi. Fyrir nokkru stefndi kona nokkur General Motors eftir að Corvair bíll- konuna. Gjörðu svo vel, sögðu þeir, hér eru þrjár og hálf milljón (ísl. kr.), ef þú lætur málið niður falla. Maður nokkur, sem átti Chevrolet kombi, 1962, lenti í bílslysi, stefndi GM og krafðist 15 millj. kr. í skaða- bætur. Hann heldur því fram að bygg- ing bílsins gefi ekki næga vörn gegn ákeyrslu á hliðar hans. Hann hefur síð- an fengið fleiri fylgjendur, sem krefj- ast skaðabóta fyrir hið sama. Bílaframleiðendur eru nú orðnir varir um sig í Detroit. Bandaríkin eru vissulega ævintýraland þeirra, sem krefjast skaðabóta fyrir alla hluti, og menn óttast að svo kunni að fara að slíkar kærur verði til þess að dómarar fari að dæma skaðabætur til hægri og vinstri fyrir framleiðslugalla á bílum, sem lenda í árekstrum. Jafnvel þótt marga gruni að oftast sé það afglöp- um bílstjórans einum um að kenna. Þá verður ekki alveg eins gaman að vera bílaframleiðandi. Frægt fjall r Svisslendingar ætla að draga til sín ferðamenn í ór með því að aug- lýsa „Alpaórið" í férðamannabækl- ingum. í júlí eru 100 ár liðin síðan fyrsti maðurinn komst upp á tind- inn á hinu 4505 m. háa Matter- horn. Aðal undirbúningurinn undir fiallgöngurnar nær hámarki sínu við rætur fjallsins dagana 13. — 17. júlí, en þá verður haldið upp á afmælið. Fjallstindurinn skagar upp í loftið eins og hvöss tönn. Fjallið hefur viðburðarríka sögu og þar hefur margt skeð. í dag er sagt að sé hægur vandi að komast þangað upp á tindinn. A leiðinni upp hefur verið komið fyrir allskonar hjálpartækjum, grindverki, stigum, hvíldarstöðum sem hafa verið sprengdir í f jallshiíð- ina o.fl. Upp á tindinn hafa nú margir farið, allt frá 12 ára til 70. Meðal leiðsögumannanna við ræt- ur fjallsins, er það almennt nefnt „Matkrókurinn". Allir íbúar bæjar- ins Zermatt lifa beinlínis eða óbein- línis af þessu tignarlega fjalli. Það var í fyrsta sinn 14. júlí 1865, að Englendingurinn Edward Whymper komst upp á tindinn ásamt þrem löndum sínum og þrem svissneskum leiðsögumönnum. En Whymper hafði undanfarin fimm ár gert árangurslausar tilraunir til að ná tindinum. Þegar þetta tókst loks, skeði það slys að fjórir mannanna hröpuðu til bana á leiðinni niður aftur. Einn Bretanna missti fótanna og dró með sér í fallið tvo landa sína og einn svissnesku leiðsögu- mannanna. Mennirnir fjórir hröp- uðu 1200 metra áður en þeir mörð- ust til dauða. Síðan hefur varla liðið svo ár og Matterhorn hafi ekki krafizt mannfórna — vanir fjallgöngu- menn, sem hafa reynt að fara aðr- ar og „ófærar" leiðir upp á tind- inn. Sæmilega þjálfaður ferðamað- ur getur í dag labbað [ rólegheit- um upp á tindinn, ásamt leiðsögu- mönnum. Fyrsta daginn er farið upp að Schwarzsee hotel, sem er 900 metrum ofar Zermatt. Annan daginn er farið til Belvederestof- unnar, 600 metrum ofar. Síðan er 4 — 6 klst. gangur upp á tindinn. ---------------r VIKAN 23. tbl. 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.