Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 17
Rycin. Fincham. Costanzo. Klement. Stein. IRADI RUININGAIEST DSSAGAN ESTERHEIMER-5. HLUTI an fram við eimreiðina. Ryan klöngraðist upp á næsta vagn og kallaði með lágri röddu inn til mannanna, . að þeir yrðu að láta sér lynda að vera innilok- aðir nokkrar klukkustundir í viðbót. Hann gekk frá vagni til vagns og flutti allsstaðar sama boðskap þangað til hann kom að fyrsta vagninum, sem ekki var undir eftir- liti bandamanna. — Hlustið, þarna inni, sagði hann. — Þetta er Ryan ofursti. — Heyrðuð þið þetta? von Ryan gengur laus! — Haldið þið kjöftum! hvæsti Ryan. — Ætlið þið að æpa þetta út yfir alla Flórens? Hlustið í stað- inn á mig. Ég hef ekki tíma til að svara spurningum. Fincham yfir- lautinant og ég erum að taka lest- ina í okkar hendur. Þegar við höf- um drepið alla Þjóðveriana förum við allir af stað undir eins. Fangarnir þvöðruðu ákafir hver upp í annan. — Ég sagði ykkur að halda k|öftum, hvíslaði Ryan hörkulega. — Þegar við leggjum að stað aft- ur, eigið þið að opna dyrnar um leið og þið heyrið barið. Ég skal sjá um, að læsingin hafi verið opn- uð. Dragið inn Þjóðverjann, sem við látum síga niður til ykkar og látið einhvern fara I fötin hans. Síðan drögum við nýia manninn upp á þakið og segjum honum, hvað hann á að gera. Þið eigið í vændum að vera þarna nokkra klukkutíma í viðbót, svo það er bezt að gera sér lífið eins auðvelt og hægt er. Þegar hann hafði heimsótt alla vagnana fór hann aftur til Klem- ents og Costanzo. Vaktmennirnir komu tveir og þrír saman til baka. Ryan reyndi að snúa sem mest und- an, þangað til hann var kominn framhjá þeim. Svo dró hann djúpt andann. — Jæja, faðir, sagði hann. — Við getum ekki dregið það lengur. Við verðum að fara til stöðvarstjórans og fó áætlunina. Costanzo gekk á undan Kle- ment og Ryan fast á hæla honum. Einkennisklæddir Þjóðveriar og ítalir og óeinkennisklætt fólk var í einum graut ó aðalpallinum. Eng- inn veitti maiórnum og fylgdarliði hans óveniulega athygli. Ryan vissi, að ef Klement tæki á öllu sínu hug- rekki og væri nógu kvikur í hreyf- ingum, myndi honum heppnast að komast undan í þrönginni. Ryan gaf skipun um að nema staðar. — Faðir, hvíslaði hann. — Segið Klement að ég sé óður. Segið hon- um, að ég skjóti fyrst og spyrji svo á eftir. Þegar Costanzo þýddi orð Ryans, leit Klement á hann með augna- ráði, sem endurspeglaði ótta og hatur. Framhald á bls. 33. VIKAN 23. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.