Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.06.1965, Qupperneq 20

Vikan - 10.06.1965, Qupperneq 20
1. Ormur '■* Áé Halldórsson Islenzk örlagasaga úr Móðuharðindunum Frásöguþáflur eftir Sígurfón fpá Þopgeipsstöðum Teikning Halldör Pétursson ; §§li || iil ■ . I <^H\< i el ■ a: ' 'V- v mMm m ife m : r ■ piil'iiii ÉM#^Í É iÉ1 ■ .......................•............................................. • v •••• Júlímánuður 1813. Austur Mýrdalssand rorra tv'éir ríðandi menn. Annar þeirra er aldinn að árum. í honum hafa verið töggur, sem seigluðust í verald- ar vosinu. Þó að hann sé sæmilega ern, ber hann djúpar ristur örlag- axma og í öllu fari hans er umkomuleysi og einmanaleiki. Sandurinn er þungbúinn og víðáttumikill. Það fer lítið fyrir tveim ferðalöngum í þeirri auðn. Þó er margt, sem gleður augu, sólbjart- an sumardag. Hvítan jökul ber við himin á aðra hönd, hafið blán- ar á hina. Fjöllin búa yfir torræðri dul, en úti við sjóinn eru hill- ingar, sem lyfta landinu. Grónar grundir langt í burtu fram við jaðra sandsins eru allt í einu komnar rétt að götunni og milli grænna bakka liðast tærar lind- ir á þurrum og svörtum sandflesjum. Vegfarinn veit, að þetta er tíbráin, sem iðar í loftinu. Hún er að vísu blekking, en hann finnur samt til öryggis við komu hennar, sannfærður um að lífið utan við auðnina fylgist með ferðum hans. Lindarlækurinn er eins og spurult auga — og hann spyr: Hvaðan kemurðu? Hvert ertu að fara? Gamli maðurinn fer ekki huldu höfði. í vasa fylgjarans er veg- seðill frá konunglegum embættismanni. Passanum verður hampað, hvar sem öldungurinn kemur. Þess verður líka vandlega gætt, að passinn gleymist ekki, þegar ferð er hafin í nýjan áfanga. Reisu- passi er eins og fyrirbæn. Fyrirbæn veraldlegs valdsmanns. Hún getur verið harðhnjóskuleg og sjaldan er náðargjöfum ausið þar á báða bóga. En það er oftast haldreipi í því, sem kóngsins menn fyrirskipa á hvern veg sem er. Það var traustvekjandi að vita af reisupassanum, þegar leið lá um eyðisanda, jökulvötn og brunahraun. Fylgjarinn var lífvörður. Hon- um hefur verið falið að vinna verk í þjónustu kóngsins. Hann legg- ur sig fram til að sýna, að hann verðskuldi trúnað valdslegra patr- óna, hefur auga á hverjum fingri. Gamall maður, sem valdi vöð á vötnum, velktist á sjó og treysti á sjálfan sig, meðan hann var og hét, lætur sér vel líka að hlíta annarra leiðsögn. Hann sígur niður í hlutlaust afskiptaleysi og dund- ar við spurn lækjarsitrunnar í tíbránni: Hvaðan kemurðu? Hvert ertu að fara? 2. Ormur Halldórsson var fæddur í Krossalandi í Lóni um Jónsmessu- leytið 1735, skírður þar 23. júní. Þá var „Jökulsá mjög so mikil“. Foreldrar hans höfðu gengið í hjónaband átta árum áður og hafið búskap á fyrrnefndri jörð. Ormur sjöunda barn þeirra. Halldór faðir hans var Pálsson. Það mun verið hafa sá Páll Jóns- son, sem býr á Bjarnaneshjáleigum manntalsárið 1703; Halldór í fóstri í Þórisdal í Lóni. Móðir Orms hét Halldóra Þorleifsdóttir. Faðir hennar sonur hjónanna Þórðar Snorrasonar og Halldóru Eiríks- dóttur prests á Hálsi í Hamarsfirði, Höskuldssonar. Það var víst vorið 1738, að þau Krossalandshjón fluttust burt úr Lóni, settust að í Ytri-Borgum í Hornafirði. Þau voru fátæk, og Hall- dórs hefur ekki notið lengi við eftir að kom í Nesin. Ormur „upp- ólst þar á sveitartíundum og matgjöfum í niðursetu hjá bændum“. Ormur leitaði úr heimabyggð sinni, er hann var 18 vetra, orðinn sæmilegur matvinningur. Leið hans liggur á Suðurnes. Hann dvald- ist í Hvalnessókn tvö ár, kynntist störfum til sjós og lands. Hverfur þaðan austur í Fljótshlíð vinnumaður til síra Högna prófasts á Breiða- bólstað Sigurðssonar — en það var einmitt síra Högni, sem svaml- aði um Jökulsá í Lóni til að skíra sveininn í Krossalandi tveim ára- tugum áður. Ormur var mörg ár vinnumaður í Fljótshlíðinni, lengst hjá pró- fastinum eða 11 ár. Hann er vistfastur á Vestri-Sámsstöðum árið 1762. Á öðru býli á sömu jörð er þá vinnukona, sem Þórdís hét og var Hafliðadóttir, uppalin í Hlíðinni og komin að þrítugu. Ormur Halldórsson og Þórdís gengu í hjónaband; hófu búskap inni í Eyvindarmúlasókn um 1770. Þeim hafði fæðzt sonur á úthall- andi sumri 1769, skírður 7. september í Breiðabólastaðarsókn og nefndur Ólafur. Vitað er um son þeirra ári yngri. Hann hét Páll. Þegar móðir hans dó, var hann í bernsku og fluttur í fóstur austur í Vestur-Skaftafellssýslu til föðursystur sinnar. Um búsetu Orms í Fljótshlíðarhreppi eru engar öruggar heimildir. Það munu þó hafa verið aðeins fá ár, sem Þórdís lifði hjá honum. Þegar hennar-nýtur ekki lengur við bregður hann búi og gengur í annarra þjónustu. Laust fyrir 1780 kvæntist hann í annað sinn og fær leigða jörð úti í Vestur-Landeyjum. Seinni kona hans hét Katrín og var Guðmunds- dóttir frá Hálskoti í Fljótshlíð. Þau Ormur og Katrín bjuggu í tví- býli á Eystra-Fíflholti. Son áttu þau, er Guðmundur hét.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.