Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.06.1965, Side 21

Vikan - 10.06.1965, Side 21
Um búskap þeirra í Eystra-Fíflhoti eru heimildir skornar við nögl. Ýmislegt bendir til þess, að þau hafi verið vel bjargálna, enda talið að á jörðinni mætti framfleyta góðum stofni. En allt er hverfileika háð. Móðan frá Skaftáreldum leggst yfir landið. Flóttafólk úr eldsveitun- um berst vestur á bóginn. Heimamönnum fjölgar í Eystra-Fíflholti. Hjón frá Ásgarði í Landbroti leita þar skjóls í húsmennsku — þeim fylgdu synir þeirra tveir og fósturpilturinn Páll Ormsson. 3. Móðuharðindin urðu mörgum þung í skauti. Bjargarþrota lendir fólk unnvörpum á vonarvöl og hnígur í val. Þannig saga gerðist í Eystra- FíflholtL Sumarið 1784 andaðist bóndinn, sem hrökk austan úr Landbroti und- an eldganginum. Um haustið deyr Páll Ormsson. í maímánuði 1785 sálaðist Katrín tengdamóðir húsbóndans. Hana dró til bana „hor“ — og dóu fleiri úr ófeiti á því vori í Voðmúlastaðasókn. Um haustið lézt Katrín húsfreyja, 43 ára að aldrL Ormur Halldórsson hélzt við kofana, og systir hans er þar til næsta vors. Bústofn hans var svo til kolfallinn, uppistendur aðeins kýr og hestur. Framámenn í sýslunni semja álitsgerð um hvað gera þurfi í við- reisnarmálum þeirra rangæsku bænda, sem misstu gripi sína að mestu eða ölu leyti. í skýrslunni segir, að Ormur Halldórsson hafi þörf fyrir aðstoð til að festa kaup á 1 hesti og 6 ám. Ormur hugsar til framhaldsbúsetu í Eystra-Fíflholti og er hreint ekki dauður úr öllum æðum: „Trúlofað með Ormi Halldórssyni í Eystra- Fíflholti og Þuríði Helgadóttur í Hallgeirsey, hans þriðja og ekkjumað- ur; hún ógift 33 ára, hann 52 ára“. Kálið eigi sopið, þótt í ausunni væri: „Ég Ormur Halldórsson og ég Þuríður Helgadóttir, sem að erum trú- lofaðar persónur til hjónabands, óskum og begærum að sú trúlofun, sem við opinberlega inngengum, d. fyrsta júlí næstl., sé aldeilis upphafin okkar á milli. Fíflholti eystra d. 14da augustí 1787. Ormur Halldórsson, Þuríður Helgadóttir“. „Eftir konunglegri allra náðugustu fororðning af 19da febr. 1783, henn- ar 3. articula, innfærast hérmeð í ministerial-bókina á Voðmúlastöðum, begæring þeirra Orms Halldórssonar og Þuríðar Helgadóttur á sama bæ, að sú trúlofun er framfór þeirra á millum þann næstl. lta júlí í 5 votta viðurvist eftir kirkjulögunum, sé og verði aldeilis upphafin dauð og magtarlaus, hvar til þau anfæra sem til knýjandi orsök staklegt ósamlyndi, hvað eð söfnuðinum á Voðmúlastöðum og Krossi skal af predikunarstólnum til kynna gefast. Fíflholti eystra d. 16da augustí 1787. Ögmundur Högnason, prestur til Kross og Voðamúlast. , Að þetta ofanskrifað hafi so framfarið vitnum við meðhjálparar í Voðamúlastaðasókn. Brynjólfur Guðmundsson. Ólafur Ólafsson. Svo fór um sjóferð þá. Heitkonan hypjaði sig í skyndi og fátt um kveðjur. Um haustið er Ormur enn búandi, tveir í heimili. Óneitanlega er bú hans í uppgangi. Hann tíundar: 1 kú, 1 kvíga, 3 ær, 3 hesta tamda, 1 ótaminn og 1 folald. Þegar hér var komið virðist hann gefast upp við að bolloka lengur og hverfur úr bændatali í Vestur-Landeyjahreppi á næsta ári. Önnur heimild segir þó, að hann hafi „hangið við búskap þangað tii hérumbi 1793“. En hvernig sem lokin bera að í bústanginu, lætur Orm- ur að hendi gripi og búsgögn. Eldri sonurinn, Ólafur, á sjálfsagt inni- standandi einhvern móðurarf. Yngri syninum, Guðmundi, sem var barn að aldri, leggst framfærslueyrir. Hafi skort á meðgjöf með drengnum, stendur faðirinn straum af því, sem krafizt var. Þessi uppgjafa bóndi var á faraldsfæti næstu tvo áratugi. Hann er „við sjóarútræði í vissum verplássum" á vetrum, en vinnur á sumrum hjá bændum í Rangárvallasýslu“ einkanlega og oftast í Holtasveit". Sýsumaður Rangæinga segir vinnufólkseklu þar á þessum árum og fjargviðrast yfir, hve kaupdýrt það sé orðið. Það mætti því ætla, að handtök Orms Halldórssonar hafi komið í góðar þarfir — og ekki tjóar að telja hann eigi þá reisn að bera úr býtum sannvirði vinnu sinnar. Þegar árum fjölgar verður honum erfiðar um vik, og þar kemur, að hann getur ekki lengur unnið sér brauð. En þá var hann líka kominn fast að áttræðu. Brauðlaus gamalmenni var vandamál. Hverju skiptir það, þótt unnið hafi verið „af dyggð og dugnaði"? Sveitastjórarnir og sýsluyfirvöld setjast á rökstóla, hanga í stafkrók- um framfærslulaga og raga allt lífsstarfið. 4. Sýslumaðurinn í Rangárvallarsýslu, Vigfús Þórarinsson að Hlíðar- enda, ritar kollega sínum í Skaftafellssýslu embættisbréf dagsett 18. desember 1812. Þess er óskað að hreppstjórunum í Hornafirði verði uppálagt að greiða flutning gamalmennisins Orms Halldórs- sonar austur þangað, hvar hann eigi fæðingarsveit. Ferill hans í Rangárþingi er rakinn, en losaralega og í hálfkveðnum vísum, sem þjónuðu tilganginum. Klykkir út í þessari klausu: „Sterkríkan bróðurson skal hann eiga, Halldór nokkurn Þorleifs- son á Dal í Lóni, og annan Hall Þorleifsson og so efnamann". Jón sýslumaður Guðmundsson í Vík tilkynnir hreppstjóranum í Holtahrepp í Austur-Skaftafellssýslu: „Blant þeirra ómaga, sem hreppstjórar í Rangárvallasýslu vilja ryðja af sér til næsta vors nefnist Ormur Halldórsson". Bréf hans dagsett á gamlársdag hefur þetta niðurlag: „Ég sé ekki þið geti mótmælt honum eður tregðast við að betala hans flutning eftir amtsins fyrirlagi, ef ekki tekst betur til, og haf- ið þið að búast við honum í vor kemur“. Það var engin furða, þó að hreppstjórarnir yrðu hissa, þegar þeim barst þetta bréf frá yfirvaldinu. Ormur Haldórsson hafði axlað skinn og horfið úr Hornafirði fyrir sextíu árum og ekki komið þangað síð- an. Það varð að teljast til tíðinda, þrátt fyrir lög í landi, að hlut- gengur verkamaður, sem þjónaði í vinnumennsku og lengi var við bú, skyldi ekki hafa uxmið sér sveitfesti, þar sem hann eyddi beztu árum ævinnar. Hreppstjórar Holtahrepps voru mágarnir Eiríkur Benediktsson í Hoffelli og Hallur Þorleifsson í Hólum. Þeir brjóta heilann um, hvernig megi spyrna við, svo að „óreglulegir ómagar ekki komi uppá þennan vesæla hrepp“. Þeir tylla sér við skriftir og semja „auðmjúk- ast Pro Memoria" til sýslumanns síns. Bréfið er dagsett í Hólum 17. febr. 1813. Þó að bréfið hefjist á „auðmjúkast" leyndi það á sér og var ekki auðmýktin eintóm. Draga bréfritarar í efa, að kanzellíráðið að Hlíð- arenda fari að lögum, telja jafnvel ýmislegt í málflutningnum geti ekki „haft stað“. Það liggur í augum uppi, hve lítil alúð er lögð í að gera grein fyrir þeim fjórum áratugum, sem Ormur hafði verið annarra hjú og búandi í Rangárvallasýslu. Engu líkara en valdsmaðurinn sé að þukla fyrir sér um það, hve langt megi komast á loðnum frásögnum, sem hvorki vseru sannar né lognar. Lopi teygður í bláþræði til að villa oS blekkja. Hreppstjórarnir í Holtahreppi, Eirikur og Hallur, grípa til hand- bókar um framfaerslu málefni, svo sem til ítrekunar á því, að mál Orms verði skoðað niður í kjöl. Þeir háu herrar, sýslumennirnir, minntir á það, að fæðingarhreppur var ekki undantekningarlaust sá staður, sem flytja skyldi tij, þegar fauk í skjój; „Verði einhvör bú- eða vistfastur í öðrum hreppi full 20 ár, þá hefðar hann sér þar sveitarfélag og framfaeri“. Hreppstjórarnir segja einnig að heyrzi hefði, að Ormur ætti upp- komin börn, næstu erfingjar skyldugir að framfæra hann, en þeirri skyldu verði ekki velt á fjarskyldan ómegðarmann. Rök fyrir því, að Ormur verið hefði dugandi vinnumaður, er tiltínt, hversu lengi hann var hjá síra Högna, sem sagður var harður húsbóndi. Svo benda þeir á formgalla málsins: „Etatsráðsins handbókar 96 blaðsíða segir amtmannsúrskurður um ómagaframfæri skuli gilda en enginn annar, þegar ómagi sé í ann- arri sýslu en fæðingarhreppurinn. En af téðu yðar bréfi sjáum við ekki, að amtmannsúrskurður um þetta efni, ennþá útkomið, sem þó er hæzt nauðsynlegur að sannferðuglega fyrirstilltum öllum kring- umstæðum". Auðmýkt hreppstjóranna er aðeins sú, að þeir treysta sýslumanni sínum til að standa í ístaðinu og taka upp varnir. Jón Guðmunds- son verður vel við hvatningunni. Hann ritar amtinu bréf 15. marz og skýrir eðli málsins. Bréf hans reyndar bergmál af skrifi mág- anna og þeirra rökum beitt í protest gegn því, að Hornfirðingum beri að taka móti Ormi Halldórssyni. Um efnahag bróðursona hans, sem áður eru nefndir, segir hann, að HaUur tíundi 17 hundruð lausa- fjár á síðasta hausti, en Halldór 18 hundruð. Einnig sendir Jón sýslumaður kollegum 1 Rangárvallasýslu fyrir- spurn um börn Orms og hvers vegna gamli maðurinn sé ekki á þeirra snærum. Barst fljótt svarbréf: Ólafur og Guðmundur Ormssynir eigi í þeirri formegun að sjá föður sínum farborða. Framhald á næstu síðu. VIKAK 83. tbL 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.