Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.06.1965, Side 23

Vikan - 10.06.1965, Side 23
aungvu réttvísu yfirvaldi finnast ég skyldur til að framfæra fjar- skyldan ómaga að lögum. í fylgi af öllu framanskrifuðu erum við undirgefnast og auð- mjúkast umbiðjandi hans hável- borinheitum þóknast vildi að resalvera hvar oftnefnt gamal- menni, Ormur Halldórsson, á nú réttugt framfæri í sínum upp- gjafa háa aldurdómi, okkur til behaganlegrar eftirettingar, ít- em: hvort þessi hreppur, hvar hann er fæddur, skal betala flutningskostnað til þess sama frá Rangárvallasýslu. Undirdanugast í djúpustu undir- gefni auðmjúkir þ(énarar). Þórisdal, þann 6ta októbr. 1813. Halldór Thorleifsson hreppstjóri í Bæjarhrepp. Hallur Thorleifsson hreppstjóri í Holtahrepp“. 7. Þegar stiftamtmaður fékk bréf bræðranna, dró hann af sér slen- ið og afgreiddi erindi þeirra sam- stundis. Hann tilkynnir 28. dag októbermánaðar, viðkomandi sýslumönnum til behaganlegrar eftirrettingar, þann embættisúr- skurð: Fátæklingurinn Ormur Hall- dórsson á að forsorgast í Austur- Skaftafellssýslu, hvar hann er fæddur. Vigfús sýslumaður Þórarins- son að Hlíðarenda hrósaði sigri. En voru það réttmæt málslok? Ef til vill sannast þarna, að þeim sem sýna hörku og ágengni verð- ur oft að vilja sínum. Embættis- feril hins danska stiftamtmanns réttlætir þá grunsemd, að í úr- skurði hans um framfærslu Orms Halldórssonar hafi fremur verið handahóf en hlutlaus rannsókn á „sannferðuglega fyrirstilltum öllum kringumstæðum". Þeir bræður, Halldór og Hall- ur una í ýmissu orðnum hlut, þrátt fyrir allt. Sýslumaður Rangæinga hafði klifað á því, að þeir hefðu nægilega sterk bein til að sjá fyrir föðurbróður. Þeir höfðu ekki fallizt á þá skyldu, og andófið bar þann árangur, að lögvitringurinn var gerður ó- merkur orða. Á fæðingarhrepp- inn var byrðin lögð. Ormur Halldórsson hafði fæðzt inn í hreppsfélag, sem kennt var við þingstaðinn Holt í Homafirði. Holtahreppur náði yfir land- svæði allt milli Heinabergsvatna og Lónsheiðar. Það eru þrjár sveitir: Mýrar, Nes og Lón. Hreppstjórar voru í hverri sveit, því að sinna varð sérmálum hvers byggðarparts. Árið 1772 rofnaði austasta sveitin, Lón, úr hreppasambandi við sveitirnar vestan Almanna- skarðs. Hinn nýi hreppur var kenndur við Bæ í Lóni, hafði frjálsar hendur í eigin fjárhags- og framfærslumálum, en átti um skeið þingstað sem áður í Holta- hreppi. Meðan þessar þrjár fyrrnefndu A tn lnnbyggSir ofnar me8 Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. rr jrh n Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða ón kiukku og hitahólfi. JFL n jj /í JX Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og ZR-cu&Jc. -O________ ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. sveitir mynduðu sama hreppsfél- ag, var ekki hangið í formsatrið- um um það, í hverri sveitinni þurfalingarnir voru fæddir. Eft- ir hreppaskiptinguna risu stund- um af því efni úfar og ágreining- ur milli byggðarlaganna. Mál Orms Halldórssonar ýfði þó ekki slíkan krit. Stiftamtmaður lét frá sér fara skýlausan úrskurð: gamli maðurinn átti að hverfa til fæðingarsveitar. Hann var fæddur í Krossalandi í Lóni, svo að Bæjarhreppur hlaut að sitja uppi með hann. Ormur Halldórsson var hjá bróðursyni sínum í Hólum til vors 1814. Þá var hann fluttur uppyfir Almannaskarð til sveit- ar sinnar, og eins og gefur að skilja fara litlar sögur af hon- um síðan. Hann er á ýmsum bæj- um í niðursetningunni, árið 1818 er hann t.d. í Byggðarholti, Bæ og á Hlíð. Ár og dagar líða. Sýslumaður Skaftfellinga, Jón Guðmundsson, og sýslumaður Rangæinga, Vigfús Þórarinsson, hverfa af þessum heimi og vænt- anlega ekki orðið skotaskuld úr að gera grein fyrir framfærslu- hreppi sínum við lykla-Pétur. En Ormur gamli Halldórsson þraukar. Stiftamtmaðurinn snýr heim til Danmerkur „leiður á öllu ís- lenzku og allt íslenzkt leitt á honum“. En Ormur gamli Halldórsson þraukar. Hreppstjórarnir, Halldór í Þór- isdal og Hallur í Hólum, fara til feðra sinna. En Ormur föðurbróðir þeirra þraukar. Síðustu árin var hann liggjandi í kör. Á öndverðu ári 1821 er hann á Firði, húsfreyjan þar frændkona hans, ein af dætrum Halldórs Þorleifssonar. Hann fyllir níunda áratuginn um Jóns- messuleytið og er á lífi í október- mánuði. En hefur víst gengið til moldar í skammdeginu, því að hans er ekki getið í tölu lifenda við áramótin. Honum bregður fyrir í sóknar- manntali seinasta árið, sem hann lifði. Sálusorgarinn segir hann ó- læsan og einfaldlegan. Það gat varla talizt frásgnarvert að svo sé komið örvasa gamalmenni. Ef til vill er þetta þó brot úr mann- lýsingu, sem sótt var í liðinn tíma. Væri raðað saman sindrinu, sem varðveitzt hefur frá lífsferli Orms Halldórssonar, verður manninum sennilegast svo lýst: Vinnusamur og trúr í störfum, en einfaldur að upplagi og skap- gerð, og því auðveldara en ella að hrekja hann úr götu. Heimildir: Prestverkabók síra Högna Sig- urðssonar. Ministerialbók Kross og Voð- múlastaðasókna í Landeyjum. Bréf og skýrslur í Þjóðskjala- safni. VIKAN 23. tbl. 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.