Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 25
Eins og sönnum Fransmönnum sæmir, þá komust þeir í geðshræringar við að rifja atburðinn upp. Á veggnum á bak við þá: Mynd af framparti vélar- innar í falli til jarðar. Frá vinstri: Faudry, sem nú er eftirlitsmaður á búgarði, Champromis, sem er á eftirlaunum, Beaulieu, sem hélt áfram í flughernum og er nú kominn á eftirlaun og lengst til hægri er Mercier, sá eini, sem bjargaðist úr afturhlutanum. Hann rekur hænsnabú í Marocco. Einstæður atburður úr strfðinu Þeir liffiu af pað ótrúlega EFTIR 20 AR HITTUST FJÖRIR FLUGMANN ANNATIL AÐ RIFJA UPP ATBURÐINN - SUM- IR HÖFÐU ALDREI SAGT KONU OG BÖRNUM FRA ÞESSUM MANNRAUNUM. í 500 metra hæð flýgur B-26 Vosne Romanée yfir Saðne og vin- viðarklæddum hlíðum hennar. Himinninn er tær og skyggnið gott. Klukkan er 13.30, 14. febrúar árið 1945. Einn af sjö manna áhöfn vélarinnar litur út og hrópar hlæjandi: — Nei, sjáið þið vínakrana okkarl Vosne-Romanée er ein af þrettán flugvélum sprengjuvéladeildar- innar Bourgogne, sem allar bera nafn af einhverju þekktu vin- merki frá Bourgogne. Átta mánuðum eftir innrásina er lífið í Frakklandi farið að ganga sinn vana gang. — Hjá megninu af þjóðinni er striðinu lokið. En við Rín berst lítill franskur lier ennþá hetjulega. Þessar fáu sprengjuflugvélar, sem fljúga undir merki þrílita fánans eru næstum stöðugt í loftinu til þess að aðstoða fótgöngu- liðið. Deildin Bourgogne, sem hefir það hlutverk að kasta sprengj- um á síöustu bækistöðvar óvinanna er þrautpínd. Úr fjórum sið- ustu árásarferðunum hefir Vosne-Romanée komið jafnoft skemmd til baka, eftir árásir frá þýzkum loftvarnabyssum, — ekki svo mjög alvarlega skemmd, en fjórum sinnum síðustu fjögur skiptin, það er nokkuð mikið. Var það kannske hugboð um það að lánið gæti orðið fallvalt sem kom þeim til að láta taka af sér liópmynd, kvöldið áður en þeir lögðu af stað i þessa ferð? Loftskeytamaðurinn, Robert Beaulieu kom beint frá skyndi- heimsókn til unnustunnar Marie Louise í Nantes. — Bara nokkrar ferðir ennþá, svo kem ég heim fyrir fullt og allt, og þá i flugvél frá Air France, sagði liann glaðklakkalega við hana, þegar þau skildu. Nú var hann ekki svo viss lengur, þessi taugasterki og lífsglaði ungi maður. Flugstjórinn, major Pierre Rolland-Fauxonnet hafði líka ein- hver óþægindi á tilfinningunni. Við liðskönnun, fyrir fáum stund- um síðan, heyrði hann að hann væri sá eini sem ennþá væri í lifenda tölu, af sinum árgangi frá flugskóla hersins. Allir hinir höfðu farizt í loftorrustum. Og fánaberinn Faudry, afturskytta og grínistinn í hópnum, lét nú félagana heyra til sin í heyrnartækjunum: VIKAN 23. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.