Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 27
Þeir hittust aftur að tuttugu árum liðnum, nú orðnir mið- aldra menn. Það urðu miklir fagnaðarfundir með þeim fé- lögum. Þeir voru lengi vel all- ir taldir dauðir. Roliand flugstjóri við styrið. Honum tókst ekki að komast úr hrapandi vélinni og heið bana. Roger Val, sprengjukastari, var sá eini, sem ekki hafði fall- hlíf, því hann þurfti að vera við þröngar aðstæður frammi f nefi flugvélarinnar. Hann fórst. drekarnir renna áfram og vélbyssurnar granda fótgönguliðinu. En nú, — þarna til hægri, langt, hlykkjótt, grátt strik: Rin.... Rödd Rollands majórs heyrist í hátalaranum: — Viðbúnir, allt klárt! Beaulieu og Champromis yfirgefa stóla sina, því að nú er bæði siglingafræði og loftskeyti óþörf, og þeir eiga að hafa vélbyssurnar til taks, ef ráðizt er á þá úr lofti. ^ — Champromis, — sólhlifinal — Já, herra.... Champromis liðþjálfi hatar fallhlífina sina, kallar hana spenni- jtreyju. Orð Beaulieu eru skipun frá þeim, sem hefir verið heldur lengur i herþjónustunni. Þeir troða sér i gegnum mjóan ganginn og sprengjuklefann, ein- ustu leiðina milli flugstjórnarklefans og stélsins. Þeir verða að beygja sig undir fæturna á Bertrand liðþjálfa, sem dingla niður um lúguna sem liggur upp í turninn á baki vélarinnar. Bertrand er vélamaður og skytta. Félagi hans, Faudry liðþjálfi er búinn að koma sér fyrir við tvíhleyptu vélbyssuna aftur í. Beaulieu og Champromis opna lestarlokurnar, — og á augnabliki ískólnar i vélinni, svo að áhöfnin verður að einbeita sér við að vera ekki skjálfhent við stjórn vélarinnar og vélbyssnanna. Aftur heyrist rödd Rollands majórs: — Viðbúnir! — Aðflug! Fyrir framan hann hefir forustuvélin fellt niður lestarlokurnar, — þúð er merki um að síðasta atriði árásarinnar er hafið. — Aðeins til vinstri. — Fint. — Skjóttu svoí Nú er það sprengjukastarinn Val sem stjórnar, með augun á rafmagnsmiðinu. Hann grípur um handfangið sem leysir sprengj- urnar, þumalfingurinn hvílir á hvítum hnappnum. Sprengjurn- ar, fjórar „pillur“, sem hver um sig vegur 500 kíló eru reiðubúnar. Nokkrar sekúndur ennþá og svo er allt búið. Svo hækkar Vosne-Romanée flugið, 2000 kilóum léttari, tekur 180 gráðu beygju og snýr heim til bækistöðvanna i Lyon. Þá verð- ur hægt að fara í hreina skyrtu, fá sér góða máltíð og jafnvel hitta einhverja laglega stúlku á eftir. Svart reykský, — skot. Fyrsta loftvarnarsprengjan springur hægra megin við þá, i tæplega tuttugu metra fjarlægð. Stýrið snýzt í höndunum á Rolland majór. Hann snýr þvi fljótt aftur. Þrjár sprengjur í viðbót springa rétt hjá þeim. Aftur á, við lestarlokurnar, sjá Beaulieu og Champromis hvern- ig loftið fyllist af svörtum reykskýjum. — Ruddalegar sprengjur, — hugsar Beaulieu, — minnst 105 Loftvarnareldurinn er djöfullegur. Beaulieu og Champromis eiga fullt i fangi með að halda jafnvæginu, verða að halda sér dauða- haldi í vélbyssugripin. Hægra megin við þá hittir sprengja eina af flugvélum þeirra og Beaulieu sér málmstykkin þeytast úr vélinni. í stjórnklefanum heldur Rolland majór dauðahaldi um stýrið og hefur ekki augun af forustuvélinni. Sprengjurnar frá loft- varnarbyssunum eru svo þéttar, Framhald á bls. 48. VIKAN 23. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.