Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 29
Ástarprófið Framhald af bls. 12. get ég sagt yður að ég hefi hugs- að mér að giftast í vetur. —- Öðr- um sálfræðingi .... — Hefir hann beðið yðar. . . . ? —■ Já. — Og við höfum ákveð- ið að opinbera trúlofun okkar á laugardaginn kemur. Hann hallaði sér aftur á bak og brosti, horfði upp í loftið. -Ég sé þetta allt í huga mér. Hann leggur fyrir yður heimilis- reksturs-próf, húsmóður-próf og prófraun til að finna út hvað þér getið verið fljót að skipta um föt.......... — Já, er það ekki ágætt. Getið þér bent á eitthvað betra? — En hvernig er það með ást- ina......? Meðan hann horfði á hana og beið eftir svari, fannst henni allt Sérstaklega góð hárúðun. — Heldur hárinu mjúku og snyrtilegu allan daginn. — Má nota eftir vild, án þess að hárið verði stíft eða glans- laust. — Takið eftir hinu sérstaka verði. EINKA UMBOÐ: J. P. GUÐJONSSON Slcúlagötu 26 — Sími ÍÍVtO í einu að hana langaði mest til að gráta. Hérna í litlu hvítu skrif- stofunni hennar, sem var full af bókum, prófunum, línuritum og skýrslum, var hennar heimur og hér átti hún að finna öryggi. — Ég held við ættum að snúa okkur að vinnunni, sagði hún kuldalega. Hún stillti klukkuna á fimm mínútur fyrir prófun til af- greiðslu hæfileika, og í staðinn fyrir að dunda við skriftir, eins og hún átti að gera á meðan að hann vann að því, horfði hún á hann. — Ef þú ert óróleg, sagði hún við sjálfa sig, — áttu að sál- greina það. Það er vegna þess að þú beiðst lægri hlut í sam- ræðum. Finndu úrlausnina. Hún er greinileg. Stattu þig betur í samræðunum............ — Hvernig er viðskiptavinur þinn? spurði Ralph þegar þau voru að borða hádegisverðinn. — Skrítinn, sagði hún, — hann trúir ekki á sálfræðilegar próf- anir. Hann lyfti brúnum. — Hvað trúir hann þá á? — Eðlishvötina........ — Hamingjan góða, sagði hann. — Sá krankleiki pláeaði mig líka einu sinni. Þú verður að sannfæra hann. Það væri hræðileea leiðinlegt að þurfa að kvarta yfir honum við húsbónda hans. En það verðurðu að gera, — þú veizt það? -— Auðvitað, sagði hún. Henni fannst hún hálfeinmana, þrátt fyrir fóksfjöldann. — Ralph, þarftu að fara aftur til Oxford þessa viku? -— Auðvitað, sagði hann. — Ég verð að prófa nýju stigatöluað- ferðina við sjónminni. Hún er ákaflega athyglisverð. . . . Hann klappaði á hönd hennar. — En hafðu engar áhyggjur, ég kem aftur á föstudaginn og þá opinberum við trúlofun okk- ar...... — Það er indælt, sagði hún og fann að þegar hún var með honum var hún aftur orðin ákveðin, alvarleg og róleg. Þegar hún kom á skrifstofuna aftur sat Michael Jameson og beið eftir henni. Hann var önnum kaf- inn við að skrifa eitthvað á blað. — Ég er feginn að þér komið, sagði hann og veifaði blaðinu. — Ég hefi verið að hugsa um það sem þér sögðuð og nú er ég bú- inn að búa til prófraun. — Til að nota við stúlkurnar heima.... — Hún gat ekki annað en hlegið. — Hvað kallið þér hana? — Óbrigðula eiginkonuprófun, eftir Michael Jameson....... — Lofið mér að sjá hana, sagði hún og rétti út hendina. — Ne-ei, sagði hann og stakk samanbrotinni örkinni í vasa sinn. — Þetta sýni ég bara stúlk- um sem vilja koma út að borða með mér. Viljið þér borða með mér miðdegisverð.... ? Hún hristi höfuðið kurteislega. — Það væri gaman en því mið- ur............. Hann horfði á hana. — Hafið þér engan áhuga á framgangi sáfræðilegra rannsókna. Viljið þér ekki fylgjast með nýjustu til- raunum við eiginkonu-prófanir? —t— Þetta er hrein leti. Hún sagði með hógværð: — Ég ætla að opinbera á laugar- daginn. — Já, en í dag er miðvikudag- ur. Þessutan gætuð þér prófað hvort þér eruð í raun og veru efni í eiginkonu. Hann hallaði sér áfram. — Ef til vill ættuð þér heldur að verða trúboði.... — Auðvitað get ég farið út með honum, hugsaði hún. —- Eða get ég það ekki? — Eftir á að hyggja eru þetta viðskipti. Ég er viss um að Ralph hefir ekkert á móti því. f raun og veru er það á einn hátt rannsóknarstarf og Ralph þætti það örugglega ágætt. — Jæja, sagði hún hugsandi, — ég býst við að það sé í lagi. En ég verð að fara snemma heim. Þau borðuðu á Plaza, Þau urðu að bíða eftir borði, vegna þess að hann hafði ekki pantað það. I huga sér gaf hún honum lága einkunn í skipulagningu. Hún fann að hann var hvorki ráðsett- ur eða alvarlega hugsandi, en það var ómögulegt að neita því að hann hafði sérstaklega skemmtilega samtalshæfileika. —i Hvar er nú skýrslan? sagði hún í skipunarróm, þegar að þau voru að drekka kaffið. — Eruð þér vissar um að þér séuð tilbúin? Hún tók tvo vel ydda blýanta upp úr tösku sinni og sagði: — Tilbúin .... — Þér þurfið ekkert á þessum blýöntum að halda, sagði hann. Svo teygði hann sig eftir skjala- töskunni og tók upp úr henni krumpaða hvíta skyrtu, tölu, nál og tvinnakefli. — Fyrsta vísinda- lega eiginkonuprófið, — sagði hann. — Ó drottinn minn dýri. Hún greip töskuna sína. — Þetta er það hlægilegasta, bjánalegasta . . — Þér meinið að þér kunnið ekki að meta þessa sálfræðilegu prófun? sagði hann ólundarlega. — Sjáið þér nú til, sagði hún. — Ég hef enga löneun til að borða með yður oe ég kom að- eins vegna þess að mig langaði til að sjá þessi próf yðar . . . . Þetta eru andstyggileg svik. — Auðvitað, sagði hann og ljómaði af ánægju. — Ég hefði svo sem mátt vita þetta. — Kald- lynd kona. — Og þér kunnið ekki einu sinni að festa tölu .... — Ó, sagði hún óskureið. — Fáið mér hana! Hún þræddi nálina, hátíðleg á svipinn, eins og hertogafrú við skrautsaum, og þóttist ekki taka eftir því hvernig fólkið við næztu borð horfði á hana. Svo stakk hún nálinni reiðilega upp og niður, og vafði tvinnann undir töluna, VlR-TWILL. Sinekkleg vinnuföt i hreiiv lega viimu. þægileg 'sport- og feiöaföt. Fást i fjoruin litum. nákvæmlega tíu sinnum og beit frá. — Þarna! sagði hún svo. — Sjáum til, -— hann andvarp- aði þegar hann skoðaði töluna. — Greinilega framkvæmt af fag- manni. Ég skal segja yður, sagði hann í sorgartón, — að þegar ég festi tölu, dettur hún strax af, en þessi tollir til eilífðar. Hvern- ig stendur á þessu? — Það er af því að þér eruð karlmaður. — Hvaða einkunn fæ ég? — Fallin, sagði hann. — Sjáið nú vesaings töluna. Rígfest af kaldlyndri konu. Fyrst stungin og síðan hengd. Hann athugaði töluna nákvæmlega. — Ég held hún sé dáin...... — Tilvonandi eiginmaður minn, sagði hún, — kærir sig ekkert um að tölurnar hans séu festar með viðkvæmni. Hann vill bara fá þær festar á flíkina. —■ Hann hýtur að vera leiðin- legur...... — Hann er skynsamur og hag- sýnn maður, en þér herra Jame- son, eruð asni.... — En ég er ósköp viðfelldinn, sagði hann, — og mér þykir leið- inlegt að þér stóðuzt ekki prófið, vegna þess að þér eruð indæl. Þér gætuð reynt við eldunar- prófið, en það þýðir líklega ekki, þér munduð ekki standast það. VIKAN 23. tM. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.