Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.06.1965, Qupperneq 30

Vikan - 10.06.1965, Qupperneq 30
— Það geri ég örugglega, ég er ágætis kokkur. — Sannið það þá. Það skiptir ekki máli þótt ég geri það, hugsaði hún, þegar hún hreiðraði um sig í rúminu um kvöldið. Ég er búin að sanna svo- lítið fyrir sjálfri mér í kvöld, hugsaði hún. Ég hefi þroskazt. Ég get alveg ráðið við tilfirm- ingarnar. Ég ætla að bjóða honum að borða annað kvöd, vegna þess að hann er einmana, — og skemmtilegur, og svo skiptir það engu máli....... Fyrsta verkefni hans næzta morgun voru teiknaðar skýring- ar, — karl og kona að störfum. .Hann hafði teiknað skakkt strik, sem hallaðist upp að dós. „Þessi stúlka er að elda mat“, stóð á eyðublaðinu. — Hún heggur höf- uð af og sýður þau svo í olíu. Hún hefir enga meðaumkvun með rófum, skrifaði hann fyrir neðan myndina. Og undir strika- myndina sem hann teiknaði af manni, skrifaði hann: -— Þessi maður er svangur. — Þér takið þetta ekki alvar- lega, sagði hún í ströngum tón. — Þér sögðuð mér að skrifa það sem mér dytti í hug, og þetta kom út úr því, sagði hann sak- leysislega. — Ég er að deyja úr hungri. — Ég skal sýna honum, hugs- aði hún. Hún bauð honum sæti við kniplingsdúkað borð, skreytt rós- um, kertaljósi og krystal. Hún brosti elskulega við kálfakjötinu, klappaði salatblöðunum léttilega og sendi brauðsnúðunum fingur- koss um leið og hún rétti hon- um það. Síðan settist hún niður og horfði á hann borða. 2Q VIKAN 23. tbl. — Þetta er sú dásamlegasta máltíð sem ég hef fengið á ævi minni, hann hallaði sér aftur á bak, alsæll á svipinn. — Þessi pæ var létt eins og englavæng- ir. Og kaffið er stórkostlegt. Ja, — þvílík máltíð . .. — Stóðst ég prófið? — Mér þykir það leiðinlegt, sagði hann, — en þú ert fallin af tur ... — Nei, veiztu nú hvað, hróp- aði hún, stóð upp og henti í hann munnþurkunni. — Það er slæmt, sagði hann og greip þurrkuna. — Plokkfisk- ur með skemmtilegum samræð- um hefði gefið þér A, en fínn humar með þögn. Mjög dauflegt. Ég held að þú ættir að gifta þig ... — Maðurinn minn tilvonandi, sagði hún, — borðar aldrei plokk- fisk. — Ef svo er, sagði hann, ætti hvorugt ykkar að giftast. Við skulum njóta frelsisins og taka strætisvagn niður í Chelsea, og reyna að finna einhvern skemmtiegan stað til að dansa í... — Þú gleymir því að ég ætla að opinbera á laugardaginn. — Nei, ég gleymi því ekki, sagði hann alvarlegur í bragði. -— Það er einmitt þess vegna sem ég vill eyða hverri einustu mín- útu með þér. Mig langar til þess að heyra þig hlæja. — Ég vill sjá hvernig þú ferð í hanzkana þína. Mig langar til að finna ilm- inn úr hári þínu. Mig langar til sagði hann og tók í handlegginn á henni, — til að vita hvernig þú bregzt við ýmsum hlutum ... — Þau sátu í framsætinu á þaki straetisvagnsins og horfðu á upplýsta búðargugga og fólkið á götunni. — Þetta er í fyrsta sinn sem ég slappa reglulega af í þessari voðalegu borg, sagði hann. — Þegar þú giftir þig ætla ég að gefa þér þennan strætisvagn i brúðargjöf... — Kærastinn minn vill held- ur bíl... Hann gretti sig framan í hana. — Ertu viss um að þig langi til að giftast honum? — Hárviss, sagði hún. — Ég hefi staðfest öll prófin. Þau mösuðu saman alla leið- ina. Hann hafði verið hjá sama fyrirtækinu í tíu ár og var ánægður með starf sitt. Hann átti eina eldrisystur (gifta) ogbjó í stóru gamaldags húsi með yngri systur (ógiftri), foreldrum, afa, þrem hundum, tveim köttum, og svo var lækur í einu gorðshorn- inu. -— Og eplatré, sagði hann. — Ef þú kemur að heimsækja okkur geturðu fegið að klifra í trénu. Þau dönsuðu og hún var mjög ánægð með sjálfa sig. ■—■ Ég ætti að vera þér þakk- látur, sagði hann. — Fyrir hvað? — Fyrir að hafa gert þessa ferð mína skemmtilega. Ég hefði verið ósköp einmana án þín. Þetta segja þeir allir, hugsaði hún. — Takk fyrir samveruna. — Takk fyrir ánægjuna. — Þetta hefir verið ákaflega skemmtilegt. En í þetta skipti get ég sagt það sama ... — Ég þakka þér, sagði hún. — Fyrir hvað? — Fyrir það að hlusta á skoð- anir mínar. Þau stönzuðu við dyrnar hjá henni. — Það er víst bezt að ég komi ekki inn með þér. Það gæti farið svo að ég yrði ekki alveg hlutlaus. -— Þú hefir verið dásamlegur, sagði hún. —■ Ég hefi skemmt mér afskaplega vel. Góða nótt... Hún sneri sér við til að opna hurðina. — Hæ, bíddu andartak, sagði hann. — Þú hefir ekki tekið þriðja prófið ennþá. — Ekki meira af svo góðu, sagði hún hlæjandi. — Þessi próf þín eru svo heimskuleg. — Ekki þetta, sagði hann og greip hana í faðm sér og þrýsti henni að sér. Hún ætlaði að slíta sig lausa, en fékk þá ákafan hjartslátt, svo fann hún heitar varir hans, og allt í einu langaaði hana ekkert til að sleppa. Hún tók um háls hans og strauk um kinn hans með skjálfandi höndum, meðan hann þrýsti henni fastar að sér. Það var eilífð eða andartak, hún vissi ekki hvort heldur, áð ur en hann sleppti henni. — Þarna sérðu, sagði hann og röddin skalf svolítið. —- Þarna stóðstu prófið . .. Titrandi starði hún á hann og gekk svo aftur á bak að dyrun- um. — Þú ert mjög laglegur. —■ Er ég það’ sagði hann undr- andi. — Þú ert líka stundum fynd- inn sagði hún ásakandi. —- Er ég það? Systur minni finnst ég ekkert fyndinn. Tárin glitruðu í augum henn- ar. — Þú ert fljóthuga, óhófsam- ur og tilfinninganæmur, og næst heyri ég líklega að þú sért far- inn tii Timbuktu. Hann hleypti brúnum, hálf ruglaður á svipinn. — Nei, ég kem á skrifstofuna til þín í fyrra- máið. — Ég veit það, sagði hún og var nú farin að gráta. — Ég vildi óska að þú gerðir það ekki. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að sjá þig aftur! Hún grét ennþá þegar hún var háttuð og allar afturgöngurnar settust að henni í myrkrinu. — Já, það er rétt. — Ég er ástfang- in einu sinni ennþá, og það í manni sem ég þekki hreint ekki neitt. Og í ofanálag er hann al- veg kol... Hún settist upp í rúminu. — En í þetta skipti veit ég hvernig ég á að snúa mér í þessu ... Hún þurfti að vanda sig vel við snyrtinguna næsta morgun til að dylja svefnleysið og rauð augun. Hún sat við skrifborðið sitt, mjög hátíðleg á svip, þegar að hann kom. — Góðan daginn herra Jameson eruð þér tilbúinn að snúa yður að vinnunni? — Nei, ekki fyrr en ég hef beðið afsökunar sagði hann hljóðlátlega. — Ég er leiður yfir þessu öllu. Ég hefði ekki átt að haga mér svona ... — Þetta er allt í lagi. Við skul- um bara gleyma því... — Ég get ekki lofað að gleyma því, en ég skal ekki tala um það. Hann brosti og augu hans voru hlý og mild. Hann tók síðustu prófin til meðferðar og þar á meðal persónulega endurskoðun. Hún var ekkert hissa á útkom- unni. Hann fékk háa stigatölu í fljótfærni og tilfinningasemi og svo tók hann síðasta blaðið og rétti henni. Þar stóð: — 3. Ég elska: Þig. Ég verð bara að bíða þangað til klukkan sjö, þá kemur Ralph og allt verður í lagi aftur. Klukkan fimm rétti hún Mich- ael höndina og sagði: — Vertu sæll, ég vona að þessar skýrslur geti orðið þér til gagns. — Ég ætla að reyna þær, en aðeins vegna þín. — Hann horfði á hana, sorgmæddur á svip. — Ég vildi óska ... — Hvers? spurði hún hlýlega. — Lestin fer klúkkan níu. Ég vildi óska að við gætum vreið saman þangað til. —- Ralph verður kominn og ég verð að skipta um föt. — Ég véit það. Mér bara datt UNtiFRÚ YNDISFRÍÐ býöur yður hið iandcþekkta konfekt frá N ÓA. HVAH >a«r u alltaf aqal leHraxIui 1 Itjaat Yná- tofrtS ekmr. Hfia hefur fxH» Irktaa haas Kéx elabven rtntue i fcla«I»u oe heltlr (Maa verttauaum bamla þelrn, sem eetur fnðN Irtriae. TerSUuatn era etár kon- tektkuri, tniiur at hecta keatekO, «g freMleltMaálaa er anjfrtta# tttÍgiettMtett- la SM. Óskírffur Ketilsson, Kópavogsbraut 97, Kópavogi. Vinninganna má vitja í Vikunnar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.