Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 36
% ;p>í^;.../^^" 3ftu SCflNIA-VABIS Hálf fram- byggður NYJUNG Miniii SCANWVABIS Scania-Vabis 36 er nýjung meða! dijsel vörubifreiða í 5 — 7 tonna stærðarfiokki. Scania-Vabis 36 er vörubifreið, sem hentar fyrir vörubifreiSast'ára, iðnfyrirtæki, verktaka og bæjarfé'.ög. Scania-Vabis 36 hefur fu!!kominn útbúnað: Tvöfaldar þrýstilofts- bremsur, tvöfa't drif, vökvastýri, þrýstiiofts stýrðan mismunadrifslás, smuro!íuski!vindu á vél og 24 volta rafkerfi. Hafið samband við okkur og við veitum yður allar upplýsingar um hinar mismunandi gerðir af Scania-Vabis vörubifreiðum: L 36, L 56, L 66, L 76, LB 76. SCANIA SPARAR ALLT NEMA AFLIÐ. ISARN H.F. Klapparstíg 27. — Sími 20720. HARTOPPAR EINN .¦¦: ¦¦¦"; ¦ ¦:"» ÚTVEGVM HÁRKOLLUR EFTIR MÁLI í ÖLLUM LITUM. STAKAR FLÉTTUR PEYSUFATAFLÉTTUR NYLONFLÉTTUR. TVEIR ÞRÍR - 0G HÁRGREIÐSLAN ER FULLKOMIN G. M. búðín ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 24626 þér góður félagi. Þeir héldu áfram starfi sínu með óhugnanlegri nákvæmni án þess að talast nokkuð við fram yfir það nauðsynlegasta, meðan þeir renndu sér frá einum vagninum til annars, drápu Þjóðverja og skildu eftir einn af sínum eigin mönnum í staðinn. Þetta gekk hraðar nú, þegar fang- arnir í vögnunum vissu. til hvers var ætlazt af þeim. Klukkan var hálf tvö og lestin var hátt uppi í Appenninafiöllum, klöngraðist ut- an í snarbröttum hlíðum í ísköldu myrkrinu. Varðmennirnir, sem reyndu að fela sig í stórum og þykk- um frökkunum, voru auðveld her- föng. Þeir óttu átta eftir og enn voru fimm stundarfjórðungar þar til lestin átti að koma til Bologne og Ryan vonaðist til að verða búinn fyrir þann tíma. Hann var dauðþreyttur. Þessi þreyta stafaði ekki eingöngu af svenfleysi og erfiði. Það var eitt- hvað skelfilegt í sambandi við þessa tilbreytingarlausu ið[u, að deyða menn að óvörum, einn eftir annan, lóta líkin síga niður í vagn- ana, afklæða þau, færa annan mann í einkennisbúninginn og setja hann þar sem stuttri stundu áður hafði annar maður setið, lif- andi og grandalaus. Þetta virtist ekki hafa nein óhrif á Fincham. Eft)r því sem þeir drópu fleiri, varð hann frískari og ákafari. Klkkuna vanaði kortér í tvö og sex Þjóðverjar voru eftir. Ryan fikraði sig varlega aftur eftir þak- inu, á siötta vagni aftan fró og sór- verkjaði í olnboga, hné og úln- liði. Hnappur í einkennisbúningi hans straukst við þakið. Sjö til átta metrum lengra kipptist varðmaður- inn, sem hafði legið afturábak og dormað, upp og leit um öxl. Ryan þrýsti sér niður á þakið, hreyfði hvorki legg né lið, þorði ekki einu sinni að anda. Varðmaðurinn stóð upp, ólútur með brugðna byssu og vaggaði eftir slingri vagnsins. — Wer ist da? spurði hann, taugaóstyrkur. Ryan hreyfði sig ekki. Hann sá varðmanninn eins og óljósan skugga móti næturhimninum. Myndi varðmaðurinn sjá hann? — Wer ist da? spurði varðmað- urinn aftur og kom nær Ryan. Ryan skildi nú, að varðmaður- inn sá hann. Einhversstaðar hið innra með honum skaut nafn upp kollinum — Heinz — hann vissi ekki hvaðan hann hafði fengið það, að- eins að hann hafði heyrt það. — Heinz, sagði hann og reis hægt upp. — Heinz? sagði Þióðveriinn með undrun og tortryggni. Hann lét byssuna ekki síga. — Kom her, sagði hann og hall- aði sér áfram til að reyna að sjá andlit Ryans. Ryan gekk hægt að Þióðverian- um, niðurlútur og tilbúinn að róð- ast á hann um leið og hann væri kominn nægilega nærri. — Halt! hrópaði varðmaðurinn allt í einu. Ryan nam staðar. Þjóðverjinn kom varlega nær. Ryan kastaði sér áfram, sló byssuna til hliðar með framhandleggnum og keyrði höf- uðið undir höku Þjóðverians. Byss- an féll með skell niður á þakið og Ryan greip í frakka varðmannsins til að koma í veg fyrir að hann dytti aftur á bak. Svo barði hann Þjóðverjann niður í þakið og greip fyrir kverkar honum. — Wast ist los? hrópaði varð- maðurinn á næsta vagni. — Was ist los? spurði varðmað- urinn aftur með hræðslu í rödd- inni. . Ryan svaraði ekki. Hann tók að fikra sig frameftir vagninum í óttina þar sem Ryan og andstæðingur hans lágu. Þegar Ryan var viss um að Þjóðveriinn væri dauður, tók hann upp byss- una og beið eftir Þióðverianum, sem var að koma, með höfuðið að mestu falið í hóum kraga frakk- ans. Þegar varðmaðurinn á hinum vagninum kom að endanum á sín- um vagni, benti Ryan þegjandi á hinn fallna við fætur sínar og gaf hinum merki um að koma yfir. Sá þýzki stökki milli vagnanna og beygði sig yfir hinn dána. Ryan molaði höfuð hans með byssuskeft- inu. Varðmennirnir á öftustu vögnun- um hrópuðust þegar taugaóstyrkir á. Þeir höfðu greinilega heyrt eitt- hvað. Fincham kom aftureftir á höndum og hnjám. — Gengur eitthvað illa, félagi? spurði hann. — Nei, bara tveir and- skotar í einu. Vel gert! — Varðmennirnir eru orðnir eitt- hvað óstyrkir þarna aftur fró, sagði Ryan. — Það er bezt ég fari þang- að, áður en þeir 'verða einhvers vísari. Hann stökk yfir á næsta vagn og settist ó aftari enda hans með fæturnar dinglandi aftur af. Varð- maðurinn fyrir aftan hafði n'sið ó fætur og kom til að gá hvað um væri að vera. Þegar hann só, að sæti varðmannsins var skipað nam hann staðar og hrópaði eitthvað. Ryan bandaði með hendinni til að sýna honum að allt væri í lagi og só þýzki sneri aftur á sinn stað. Eftir nokkrar mínútur kom Finch- am til Ryans. — Fjórir eftir, sagði hann. — Hvað höfum við langan tíma? — Um það bil þrjá stundarfjórð- unga, sagði Ryan. — Þó er bezt pð halda áfram. Ryan hristi höfuðið. — Þeir eru of varir um sig núna, sagði hann. — Við verðum að róa þá lítið eitt. Og það tekur okkur tíu til fimmtán mínútur oð koma þessum niður í vagnana. Við get- um ekki lokið við þá sem eftir eru áður en við komum til Bologna. — Við getum kastað þeim útaf, í staðinn fyrir að geyma þó í vögn- unum. — Það væri að gefa Þjóðverjun- um vísbendingu um, hvað væri að gerast í þessarri lest. Nei, við verð- um að bíða. 36 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.