Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 37
Um leið og þeir renndu fyrri Þjóðverjanum niður í vagninn, fór lestin inn í göng. Reykurinn var kæfandi og þeir urðu að bíða í nokkrar mínútur til að viðra lung- un og þurrka sér um augun, áður ei þeir gátu hafizt handa með hinn síðari. Þegar þeir höfðu komið sín- um eigin mönnum upp á þökin ó þessum tveimur vögnum, tóku þeir sér stöðu á tengslunum á milli vagns Klements og þess næsta á eftir og biðu komunnar til Bologna. Þrettán mínútum fyrir þrjú runnu þeir inn á stöðina með þýzka varð- menn á fjórum síðustu vögnunum. Ryan var kominn upp á pallinn, áður en lestin hafði numið staðar. Hann rak Klement undir eins aftur að f|órum síðustu vögnunum til að gefa fyrirmæli. Stein fylgdi þeim eftir til að ganga úr skugga um, að Klement segði ekkert sem ekki maetti. Þýzku varðmennimir fengu fyrirmæli um að bíða hver við sinn vagn, þeim megin við lestina, sem fiær var brautarstöðinni. Fangarnir í þýzku einkennisbúninunum voru að klöngrast niður á pallinn. Klem- ent var því niðurdregnari sem hann heyrði fleiri enskar raddir bak við þýzka frakkakraga. Þegar honum varð Ijóst að aðeins fjórir af tutt- ugu og níu hermönnum hans voru ennþá á lífi, vætti hann tauga- óstyrkur ó sér varirnar og leit með , aðdáun á Ryan. Þegar þessu var lokið, sneru þeir aftur til vagns Klements og Ryan sendi Stein eftir Costanzo. Hann virti Klement vandlega fyrir sér. Það var líklegra, að Klement kæmi upp um þá með því að falla saman, heldur en að hann gæfi Þjóðverjun- um vísbendingu af ráðnum hug. Majórinn var nóhvítur í andliti og augnaráðið óstöðugt. — Svona nú, majór, sagði Ryan róandi. — Yður gengur Ijómandi vel. Hann hellti víni í glas og Klem- ent tæmdi það þakklátur. Augna- róðið varð örlítið stöðugra. — Þetta verður í síðasta skipti, sem ég þarf á hjálp yðar að halda, majór, sagði Ryan og reyndi að vera eins vingjarnlegur og hægt var. — Ef þér aðeins hjálpið okk- ur út úr Bologna, þó þurfið þér ekki að hafa neinar áhyggjur fram- ar. Lestarstjórinn var þegar kominn til stöðvarst|órans, þegar þeir komu til Uffocio Movimento. Þeir stóðu þarna báðir tveir og hnakkrifust. Þegar Klement og Costanzo komu til þeirra, sagði stöðvarstjórinn eitt- hvað við Klement og rissaði eitt- hvað í fússi á pappirsblokk, sem lá á borðinu. Lestarstjórinn varð æfareiður. Hann skellti húfunni á borðið og reifst. Svo sneri hann sér að Costanzo eins og til að leita liðsinnis. Svipur léttis og sigurs rann yfir andlit Klements en hvarf um leið. Costanzo sneri sér að Ryan og yppti öxlum. Hann gat ekki skýrt mólið í viðurvist þessarra manna. Þegar hann kom út, sagði hann: — Við eigum að vera hér þang- að til á morgun. Teinarnir hafa verið skemmdir hérna fyrir norðan og öll umferð er í molum. — Við getum ekki verið hér til morguns, sagði Ryan . — Það þýð- ir, að við verðum að fara í dags- birtu alla leiðina til Brenner. Er eng- in önnur leið? — Það var það sem lestarstjór- inn var svo illur yfir. Það átti að leysa hann af í Verona. Þar á hann heimili og fjölskyldu. En stöðvar- stjórinn sagði, að allar brautir þang- að væru lokaðar. — Við verðum að komast hérðan, sagði Ryan. I vagni útskýrði hann óstandið fyrir Fincham. — Eg skil ekki, af hverju þið eruð órólegir yfir því, sagði Finch- am. — Við látum von Ignatz senda þessa fjórmenninga sína niður i borgina. Síðan opnum við bara dyrnar og rennum út í nóttina, tveir eða þrír í einu. Það er mjög auðvelt. — Þúsund manns? A stöð, þar sem allt úir og grúir af fólki? — Hafið þér nokkra betri tillögu, ofursti? — Við skulum líta á kortið, sagði Ryan. Hann rannsakaði það eitt andar- tak. — Við getum ekki farið norður- eftir, en kannske austureftir eða vestureftir, sagði hann. — Við verð- um að komast út úr borginni svo við getum losað okkur við varð- mennina og stungið af. Hann benti á járnbrautarteinana, sem lágu í norðvestur í gegnum Modena og Parma. — Hversvegna spyrjum við þá ekki hvort við getum farið þessa leið? Þeir geta sett okkur inn á spor, sem liggur norðureftir, þegar umferðin minnkar. Ryan neri á sér hökuna og horfði vandlega ó kortið. — Hversvegna ekki? sagði hann eins og við siálfan sig. Svo hækk- aði hann röddina. — Við verðum að fá hann til að senda okkur til Milano, sagði hann. — Milano? spurði Fincham. — Eruð þér stiörnuvitlaus? — Einhvern veginn verðum við að komast út úr þéttbýlinu. Það skiptir ekki svo miklu máli, hvort það verður í áttina til Verona eða Milano. — Þeir leyfa aldrei lest sem á að fara til Verona að fara til Mil- ano, sagði Fincham. — Það er í andskotans Tiafni þveröfug stefna. Þeir eru ekki svo heimzkir að minnsta kosti. — Kannske, ef við höfum réttar sögur handa þeim, sagði Ryan. — Eftir að þeir gófust upp og Þjóð- verjar tóku við öllu járnbrautar- kerfinu, vita starfsmennirnir ekki lengur hvað kemur og hvað fer. Faðir, getið þér skrifað þýzku? — Jó, það gengur ágætlega ef ég mó nota prentstafi. — Þér eigið að fylla eitt af eyðu- Fyrir sumarið bjóðum við yður eftirtaldar vörur: Sumarkápur, svamp- kápur og ullartweed. Sumarkjóla heila og tvískipta úr terrylene popplin, ull ullarjersey, og hinum nýju undraefnum CrimpleneogSpinlone, sem þvo má í þvottavél og þarf aldrei að strauja. Apaskinnsjakkar í mörgum fallegum litum. Síðbuxur úr Helanca teygju, sérlega fallegar í sniðinu. A Popplinblússur með síðum og stuttum ermum. Pils m. a. hin viðurkenndu Slimma pils. Dragtir einlitar og köflóttar. Vörurnar eru frá þekktustu Tízkuhúsum Danmörku, og einstaklega vandaðar. Ttekuverlzunin Guörún Rauðarárstíg 1. — Sími 15077. VIKAN 23. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.