Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 39
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Er longt síðan þér hafii tkii Mswaien! tio - Ökuð þér í gær? ... fyrir tíu vikum síðan? ... fyrir fimm árum? hafið þér kannske aldrei ekið Volkswagen? Ef það eru meira en tvö ár síðan, þá ættuð þér að skoða Volkswagen vandlega. Sá Volks- wagen sem við bjóðum nú er fullkomnari að öllum búnaði en sá sem við seldum fyrir nokkrum árum (þótt útlitið sé alltaf eins). Við höfum nú sýningarbíl á staðnum Ef þér viljið reyna Volkswagen þá er nú tæki- færið, - auðvitað yður algjörlega að kostn- aðarlausu, nema þér verðið að hafa samband við okkur og panta tíma. Þegar eftir reynslu- ferðina hafið þér sjálfur kynnst V. W. og þess- vegna verður valið auðveldara en áður og svo er varahlutaþjónusta Volkswagen þegar lands- kunn. VOLKSWAGEN E R FYRIRLIGGJANDI Tökum á móti pöntunum. VerS krónur 147.000.00 Simi 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-17 2 blöðunum þarna eftir mínum fyrir- lestri en það ó að vera góð her- þýzka. Costanzo settist við borðið en Ryan gekk um gólf með hendur á baki. — Þér fáið hér með fyirmæli um að halda áfram til Milano án tafar, sagði hann. Hann beið meðan Costanzo sneri orðum hans á þýzku og tók að fylla út eyðublaðið. — I Milano eigið þér að taka tólf háttsetta fanga úr her banda- manna og varðmenn yðar verða leystir af, hélt hann áfram. — Þér munið einnig fá sérstök fyrirmæli varðandi sendingu frá Gruppenfuhr- er . . . finnið eitthvert gott þýzkt nafn, eitthvað ekki óalgengt, en ekki heldur of vanalegt. — Dietrich? — Það er ágætt. . . varðandi sendingu frá Gruppenfuhrer Dietr- ich, sem verður afhent yður per- sónulega strax þegar þér komið til Innsbruck, en þaðan eigið þér svo að halda áfram til hins uppruna- lega ákvörðunarstaðar. Og skrifið svo undir þetta alltsaman með Obergruppenfuhrer eitthvað SS Róm. Hafið nafnið bara ekki allt of greinilegt ef einhver skyldi fara að rannsaka það. Costanzo lauk við skriftirnar og rétti Ryan blaðið. Með aðstoð Costanzos tók Ryan að setja Klement inn í málið. Til að byrja með hristi-hann þrjózkur höfuðið. — Hann segir að þetta sé ómögu- legt, þýddi Costanzo. — Hann seg- ir, að þér munið kenna honum um, ef það misheppnast. — Allt mun fara vel, bara ef þér gerið eins og ég segi, sagði Ryan. Rödd hans varð vitundarögn hörkulegri. — Þér þurfið ekki ann- að en að halda áfram á sama hátt og hingað til og trúa á sjálfan yður. Munið þér eftir því, hvernig þér sperrtuð yður þegar við kom- um um borð í þessa lest? Ein- mitt á þann hátt eigið þér að með- höndla þennan stöðvarstjóra. Skilj- ið þér það? Klement kinkaði kolli dapur í bragði, allt annað en viss um hvern- ig þetta myndi fara. Ryan kinkaði kolli í áttina að vínflöskunni og Fincham hellti í glas. Klement tæmdi það. — Jæja, sagði hann. — Látum nú sem svo að ég sé stöðv- arstjórinn, sagði hann. Klement starði skiIningssljór þeg- ar Costanzo þýddi. — Látum sem svo, að ég sé mað- urinn, sem sér um lestaráætlunina, sagði Ryan aftur. — Og þér eruð yfirforingi á þessarri lest. Þér fá- ið fyrirmæli frá hæstu stöðum. Þér þurfið ekki að standa neinum reikn- ingsskap gerða yðar nema der Fuhrer. Munið þér það ekki? — Eé er hæstráðandi í þessarri lest, sagði Klement án sannfæring- ar. — Eg ræð yfir yður. — Þetta verður að vera betra, sagði Ryan. Klement horfði löngunaraugum á flöskuna. — Hann ætlar að drekka sig blindfullan, sagði Fincham. Ryan æfði Klement í því, hvað hann ætti að gera og segja þangað til majórinn varð lítið eitt örugg- ari með sig. Klement átti að til- kynna afgreiðslumanninum, að hann hefði haft radiósamband beint við yfirmann sinn í Róm til að til- kynna töfina hér, og yfirmenn SS hefðu tekið málið í sínar hendur. Fyrir fáeinum mínútum hafði hann svo í framhaldi af þessu fengið fyirmæli frá der Obergruppenfuhr- er. — Og minnizt þess, sagði Ryan, — að ef stöðvarstjórinn fer eitthvað að rífa sig skulið þér gefa honum ærlega á baukinn. Hann er ítalsk- VIKAN 23. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.