Vikan

Útgáva

Vikan - 10.06.1965, Síða 43

Vikan - 10.06.1965, Síða 43
* ins. Hamingjusamir menn fá ekki æðiskast. Ánægðir menn fá ekki æðiskast. En ef menn hafa á- hyggjur, eru skefldir, ef þeim hefur verið rykkt upp með rót- um, ef þeir þjást og eru of frum- stæðir til að tjá eða jafnvel að skilja þjáningu sína, ef þeir verða að þola pyndingar og fá enga útrás fyrir óttann, hatrið, reiðina og undrunina, sem þjapp- ast saman í frumstæðri sálinni, ef einhver ósýnileg stífla hið innra með þeim lætur undan, og arfurinnn frá hinum herskáu og grimmu forfeðrum yfirbugar huga þeirra og ber klæði á með- vitundina — þá dregur hann hnífinn upp úr beltinu, þýtur í æði áfram og grefur blaðið í fyrsta hlutnum, sem verður á leið hans. Kúlíinn Ahmet var einmitt slíkur maður. Frá því að hann steig fæti á strönd Sebang, nei, alla tíð síð- an hann yfirgaf dessa — hafði hann lifað í þokukenndri og þjáningarfullri móðu skilnings- leysis og óvissu. Honum hafði verið ýtt úr einum stað í annan og sagt hvað hann ætti að gera, og hvað hann ætti ekki að gera. Hann hafði fengið skipun um að gera þetta og gera hitt, verið sparkað í þessa áttina og í hina, það hafði verið hrópað á hann á framandi mállýzku og hann hafði verið rekinn um framandi land til ákvörðunarstaðar, sem virtist þvi hræðilegri eftir því, sem hann nálgaðist meir. Þegar hann var settur upp á vörubíl- inn, hafði honum tekizt að halda föður sínum, syni sínum Wajang, konu númer tvö og litlu dóttur sinni hjá sér. En fyrsta kona hans, móðir sonar hans, hafði horfið frá hlið hans, ásamt búr- inu með öndunum. Hann vonað- ist til að finna hana og endurn- ar aftur, en hann var ekki viss um það. Spurningum hans var ekki svarað og hann varð inn- hverfur og þögull eins og hinir kúlíarnir. Minni hans var ekki skarpt, en þegar þeir voru rekn- ir í átt til plantekrunnar, minnt- ist hann þess, sem hann hafði séð fyrir mörgum monsúnum, þegar hann var ennþá lítill drengur. Faðir hans hafði farið með hann til dessa á strönd Jahva og þar hafði hann orðið vitni að því, þegar vísundarnir voru reknir út í sjó, neyddir til að fljóta og synda, þengað til peir voru dregnir um borð í stórt skip, sem flutti þá burt til að selja þá. Hann sá ekki mikinn mun á þessum vísundum og sjálf- um sér, og þessi beiski saman- burður fyllti hann hjálparvana reiði. Honum hafði verið sagt að taka föggur sínar og fjölskyldu niður af vörubílnum, fara með hvorttveggja yfir þrönga brú, klöngrast þar aftur upp á vöru- bílinn og aka áfram endalaust, undir himni, sem var fullur af válegum fyrirboðum. Hann hafði komið á stað, sem þefjaði af eldi og brenndum skógi, og þar var tekið á móti honum með rudda- legum orðum og ókurteisum hrópum. Hann hafði verið rek- inn inn í hóp annarra án þess að hafa tíma til að finna konu sína og endurnar, hann hafði ver- ið rekinn fótgangandi í óttina að búðum með útliti og lykt, sem hann hataði og fyrirleit. Jafnvel í myrkri næturinnar leit þetta ekki út eins og dessa, eins og hreinlegt og vinsamlegt þorps- samfélag, eins og hann var vanur á sinni eigin heimaeyju, þetta var miklu líkara lokuðu svæð- unum, þar sem stjórnin geymdi hina holdsveiku úr héraðinu. Það fór hrollur um hans litlu múhameðsku sál, þegar hann fann lyktina og sá grísina, sem voru að róta í leðjunni undir húsunum, sem stóðu á staurum. Hann greip það varla, að eitt þessarra húsa ætti að verða heimili hans næstu sex mánuð- ina. Einhver ýtti honum, einhver spiirkaði í hann, þangað til hann lagði af stað upp stiga, sem lá að holu, sem átti víst að vera dyr. Þegar Ahmet lét fallast í gegn- um þessar dyr, inn í húsið, sá hann sjón, sem hann vonaðist til að sjá aldrei framar. Kona sat á gólfinu, iðandi af fæðingarkvöl- um, í höndum tveggja eldri kvenna, sem voru að hjálpa henni. Hún hélt í einn stöpulinn á klunnalegu rúmi og beit í hand- legginn á sjálfri sér til að kæfa ópin. Blóðið streymdi úr henni og um allt herbergið var blóð- þefur. Það eitt, að sjá konu fæða barn, hefði ekki skeflt Ahmet, því hann hafði hjálpað báðum konum sínum, þegar þær þurftu á hjálp að halda. En hann fann, að hann var framandi í þessu húsi, innrásarmaður, sem brauzt inn á viðkvæmasta og mikilvæg- asta atviki í lífi hverrar fjöl- skyldu. Hann ætlaði að hörfa aft- ur á bak niður stigann en stór Kínverji, sem stóð við stigaupp- ganginn rak hann upp aftur með formælingum og sparkaði í hann. — Þetta er þitt hús og þú verð- ur að reka út úr því það sem ekki á að vera þar, var honum sagt. Bljúgur klöngraðist hann upp aftur, meðan faðir hans þrýsti Wajang litla upp að visn- uðum líkama sínum, og beið ásamt seinni konu Ahmets og stúlkunni fyrir neðan stigann. Að þessu sinni litaðist Ahmet um allt herbergið, sem lá fyrir fram- an hann í daufri skímu af lampa, sem hékk niður úr þakröftun- um. í rúminu, sem konan hélt sér í var gamall maður á borð við hans eigin föður. Hann var hreinlega og næstum glæsilega klæddur. Hann var í jakka og nýjum sarong, hann hafði hníf í beltinu og höfuðbúnaður hans var gerður af mikilli nákvæmni og fór vel; og hann var dáinn. Það var þetta, sem kom Ahmet til að nema staðar, öðru sinni, þar sem hann var komin að dyr- unum, áður en hann ávarpaði gömlu konunarnar tvær: — Friður sé með yður, þér gömlu konur. Friður sé með fæð- ingu yðar, þér unga kona, og megi Allah gefa yður marga VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.