Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 44
Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum viS yður. Upplýsingar á- samt 500 myndum verða send til yðar án endurgjalds. CORRESPONDENCE CLUB HERMES Berlin 11, Box 17, Germany EinkaumboS ó Islandi fyrir Simms Motor Units (Inrernational) Lfd., London Önnumst ollar viðgerðir og stillingar á SIMMS oliuverkum og eldsneytislokum fyrir dieselvélar. NÖRN&HAILDÓR HF. fe^tfÍSttS^' SIÐUMÚLA » Leggjum óherzlu á að veita eigendum SÍMAR 36030 . 36930 SIMMS olíuverka fljéta og góða þjónustu. fallega, dökka syni. Fyrirgefið mér, að ég ryðst með sauruga tilveru mína inn í þetta herbergi, en slíkar eru skipanir mínar. Má ég tala við húsbónda þessarrar fjölskyldu? Kurteisi hans var svarað með ragni af vörum gömlu kvennanna og jafnvel unga konan hætti að æpa til að snúa þjáðu andliti sínu í áttina að honum og kalla hann afkvæmi flækingshunds og segja honum, að eiginmaður hennar væri veikur, að iður hans hefðu orðið að vatni, og hann hefði farið burt til að saurga ekki herbergið með sjúkdómi sínum. Hræddur og skömmustu- legur hörfaði Ahmet og renndi sér öðru sinni niður stigann, þótt hann rifi bæði saronginn sinn og meiddi sig á fótunum. — Hvað er að, sonur? spurði faðir hans um leið og hann klöngraðist i fætur. — Húsið er fullt af illum önd- um, sagði hann móður og más- andi. Það er dauður maður þar, og það þarf að hreinsa það með prestum og fórnum, áður en það verður hættulaust að búa í því. Ég heði skammast mín fyrir að bjóða vísundunum mínum heim- ili eins og þetta, bætti hann við í lágum hljóðum, þegar hann sá hvítan tuan nálgast. Það var allt' á öðrum endan- um í búðunum, þegar hinir kúlí- arnir, sem hann hafði verið með á skipinu, söfnuðust saman. Hver og einn hafði sömu sögu að segja. íbúar húsanna voru mót- fallnir því að hleypa þeim inn. Sumir höfðu óhreinkað húsin svo mjög, að ekki var nokkrum manni ætlandi að setjast þar að. Sumir kúlíanna höfðu verið hræddir burtu af bölvandi kon- um, eins og Ahmet sjálfur; sum- ir höfðu verið barðir eða grýttir af mönnum, sem voru að verja heimili sín gegn innrásum. — Þið verðið að sofa undir berum himni í nótt, hrópaði tuan til þeirra. — Setjið frá ykkur föggur ykkar og farið að sofa. Þeir litu upp í himininn og sumir hinna eldri, reyndari kúlía svöruðu í kór: — Það verður rigning og þrumuveður. Við get- um ekki skilið börnin okkar eft- ir án skjóls. Lengra aftur í hópnum þyrpt- ust konurnar saman, muldruðu um djöfulinn og illa anda, sem þær sáu bíða í hverjum skugga. Þær breiddu rýjur yfir andlit barnanna til að verja þau, en það var ófullnægjandi og vara- söm vörn gegn hinu illa í kring- um þau og þær vissu það. Aldrei á ævi sinni hafði Ahmet verið eins hjálparvana og núna. Jafn- vel faðir hans hafði tapað hinu rólega og virðulega brosi sínu, og var alvarlegur og hugsi á svipinn. Og þarna var enginn prestur til að gefa góð ráð og biðja bænir, sem ekki hefði veitt af undir þessum óvenjulegu kringumstæðum. Þeir muldruðu og tuldruðu, færðust fram og til baka og sumir kúlíarnir grátbáðu tuan, meðan aðrir hvöttu til upp- reisnar. Allt í einu kom hávaxinn vera í ljós, yzt í hópnum og allir sneru sér að henni. Það var Kínverj- inn Fong. — Vinir, sagði hann. — Bræð- ur mínir, verið þolinmóðir og gerið það, sem ég ráðlegg ykkur. Fylgið mér og bíðið fyrir fram- an húsið, þar sem ég mun halda ráðstefnu með tuan besar og mönnum hans. Ég skal segja ykkur hvað gerðist: Fyrir tveim- ur mánuðum voru þrjúhundruð kúlíar fluttir hingað frá Sumatra, eins og þið voruð fluttir hingað í% jfti Tl HI HI - MIG KITL- Afí SVO VOÐALSGA..... í kvöld. Þeir höfðu samning upp á sex mánaða vinnu á plantekr- unni í Lombok. Það virðist sem mikil veiki hafi brotizt út á með- al þessarra manna og fjölskyldna þeirra. Margir dóu og aðrir urðu svo veikir, að þeir gátu ekki unn- ið eins mikið og heilbrigðir menn. Þá ákvað tuan besar að flytja þá heim og fá nýja kúlía hingað í staðinn: Ykkur, bræður mínir. Kúlíarnir, sem hafa verið hérna á undan ykkur, neita að láta senda sig burt nú, þegar þeir eru í mikilli sorg og þeir hafa ekki unnið sér inn nokkra peninga og samningur þeirra er ekki útrunn- inn. Þeir eru kúlíar eins og þið, þeir eru menn eins og þið. Ef þið hjálpið til að reka þá út í kvöld, mun sá dagur koma, að þið verðið á sama hátt reknir út. Ef þið takið saman höndum við þá og hjálpið þeim að ná rétti sínum, mun enginn þora að gera ykkur það, sem þeim hefur ver- ið gert. Þetta eru fyrirskipanir: Þið neitið að fara inn í . hús þeirra, þið neitið að byrja að vinna, fyrr en þessir kúlíar eru ánægðir. Þeir hafa kjörið mig, ásamt hópi af hraustum og heið- aregum mönnum, til að bera fram kröfur sínar og skilmála. Um leið skal ég láta endursemja samninga ykkar, svo þið fáið fulla vissu fyrir því, að fá að vera hér í sex mánuði. Munið hvað ég sagði ykkur áður. Að- eins, ef við stöndum fullkomlega saman, erum við sterkir. Þeir sem eru mér sammála, rétti upp hönd sína. Hér og þar um hópinn heyrð- ist „verði það þannig", þegar fingralangar og beinaberar kúlía- hendur beindust til himins. Ah- met leit á föður sinn. — Verði "> Ef þér eigið Ijósmynd, stækkum við hana og litum. 18x24 kosta 90 kr. ísl. Stækkun án lit- unar kostar 45 kr. Vinsamlegast sendið mynd cða filmu og gefið upp liti. Skrifið hclzt á dönsku. FOTO-KOLORERING. Dantes Plads 4, Kbbenhavn V. 44 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.