Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.06.1965, Side 45

Vikan - 10.06.1965, Side 45
það þannig, át Ahmet eftir hon- um. Þeir voru allir vanir því að halda ráðstefnur og kosningar í þorpssamfélögunum sínum, en aldrei hafði Ahmet liðið eins og honum leið nú: Hann var ekki hann sjálfur, hann var ekki mað- ur, frjáls að því ac ákvarða, ekki mannleg vera, ábyrg eigin gerða, heldur örsmár hluti fjöldans; sem rann þangað sem fjöldinn streymdi, gerði það sem fjöld- inn gerði. Þegar hann barst á- fram með fjöldanum í áttina að óþekktu takmarki, fannst honum hann vera einn fóturinn á þús- undfætlu. Hann sagði föður sín- um þetta og faðir hans hló stutt og þurrlega í stað þess að svara. Tuan besar og menn hans, nokkrir hinna kínversku mand- oers, fáeinir eldri kúlíar og Fong, hurfu inn í húsið við enda torgs- ins og Ahmet settist á hækjur sínar til að bíða með fjöldanum. Honum fannst nóttin köld, því óttinn þynnir blóðið í æðum manns og kemur manni til að skjálfa. Hann hafði enn ekki fundið fyrstu konuna sína, sem honum þótti mjög vænt um, né heldur búrið með öndunum, sem voru meira en heillrar rúpíu virði. Kúlíarnir biðu. Tíminn silaði áfram, nóttin leið. Ennþá biðu þeir. Ahmet beið með þeim — hvað annað gat hann gert? Gat hann risið einn á fætur, gengið inn í þetta hús og talað, við tuan besar? Gat hann sagt við hann; — Leyfið mér að fara heim til Java og þorpsins míns.tuan. Ég hata þennan stað. Ég get ekki orðið samningskúlíi. Ég vil ekki vera hér í sex mánuði. Ég vil fara til baka, strax í nótt. Gat hann gert þetta? Nei. Gat hann tekið son sinn, föður sinn, seinni konu sína og farangurinn og laumazt burt, reynt að komast til strandarinnar, grátbeðið hvítu mennina á bátunum að fara með hann aftur, þangað sem hann hafði komið frá? Ómögulegt. Hann hafði undirskrifað með stimpilfari þumalfingurs síns. Hafði þegið fé og teppi út í hönd og selt sjálfan sig inn í þetta hræðilega líf. Þegar Ahmet mundi eftir tepp- inu, litaðist hann um, fann það og vafði utan um Wajang litla. Hann leit yfir lágan og smávax- inn líkama seinni konu sinnar og fann til einhverskonar vork- unnar í garð hennar. Hún var mjög ung og mjög lítil og það var mjög gott að gæla við hana. Hún hafði tekið þyngstu byrð- ina af farangri þeirra á bak sér eins og góðri konu bar og þarna sat hún og bak hennar kiknaði undan byrðinni. Hann ætlaði að taka hana af herðum hennar og láta klyfina við hlið hennar, en hún leit á hann og hristi höfuð- ið. Kannske var hún hrædd um, að þá yrði því stolið frá þeim, og líklega hafði hún rétt fyrir Innritum allt árið SIGLINGAFRÆÐI er ein hinna fjölmörgu kennslugreina BRÉFASKÖLA SÍS. NámsefniÖ er miöað viö kröfur til 30 tonna prófs. 3 bréf — kennari: Jónas Sigurösson, námsgjald kr. 350.00. Sjómenn — læríð hjá okkur. Fylliö út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFASKÖLA SfS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: Siglingafræði □ Vinsamlegasf sendið gegn pósfkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.___________ Heimilisfang sér. Óttabylgja kom utan úr myrkrinu aftur og Ahmet hugs- aði: Þetta er vondur staður, þar sem menn verða veikir og deyja. Framhald í næsta blaði. Snið af bls. 47 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.