Vikan

Útgáva

Vikan - 10.06.1965, Síða 47

Vikan - 10.06.1965, Síða 47
Það er hægt að geyma kökurnar fullbakaðar f frysti Þannig er búið um skreytta tertu, áð- ur en hún er fryst: 1. Klæðið hæfilega stóran pappa- kassa með málmpappír. 2. Látið tertuna fyrst án umbúða í frystinn, svo að hún harðni dálítið, en setjið hana svo í kassann. Setjið málmpappír yfir kökuna og lokið kassanum vel með glæru límbandi. Setjið síðan plastpoka utan um kass- ann og lokið honum vel. í matarþættinum aftar í blaðinu verða gefnar nokkrar uppskriftir að brauði og kökum, sem heppilegt er að frysta. Mjúkar kökur er ágætt að frysta fullbakaðar, og tertur er hægt að frysta skreyttar, t.d. með smjörkremi eða möndlumassa, en eigi að vera rjómaskreyting á þeim, er betra að setja hana á, eftir að kökumar hafa þiðnað. Smákökur má geyma í frysti hvort sem er fullbakaðar eða, sér- staklega ef þær eru hnoðaðar, óbakaðar í rúllum, sem svo er skorið af, þegar á að baka þær. Wienarbrauð má geyma bökuð eða óbökuð, sömu- leiðis smjördeig. Brauð, mjúkar kökur og Wienarbrauð má geyma í plastpokum, smá- kökurnar í plastdósum, svo að þær molni ekki, en tertur þurfa að vera í pappakössum, sem þaktir eru að innan með málmpappír. Bezt er að þíða brauð við herbergishita 1 þeim umbúðum, sem það var fryst í, þannig verður það mýkst. Bollur og Wienarbrauð má snöggþíða inn í ofni, en betra er að þekja það með málmpappír fyrst. Óbakað smákökudeig er hægt að skera frosið og baka strax. Bakaðar smákökur eru þíddar í herbergishita í 1 — 2 klukkutíma eða í 10 mín, 1 heitum ofni. Venjulega er óhætt að geyma þetta í 1 — 6 mánuði og jafnvel lengur. Buxur- treyja og koddaver SnlOfn eru á bl. 45 Búið til sniðin eftir skýr- ingarmyndinni með því að strika ferninga á pappír, 2X2 sm. hvern. Teiknið stðan útlínur sniðanna og klippið út. Sniðin eru saumfarslaus, leggið því til saumför um leið og sniðið er. Efni: Blá- og ihvítköflótt og einlitt hvítt poplinefni. Buxur: XJm 75x50 sm. af blá- og hvítköflóttu efni. Leggið sniðin á tvöfalt efnið og ath, að örvarmerki liggi þráðrétt. Hafið 1 sm. í saumfar í skrefi, að aftan og framan, en 3 sm. saum- far að ofan og á skálmun- um. Saumið fyrst saman skref- saumana með skyrtusaumi, þá í einu lagi fram- og aftursaum með tvöföldum saumi, og ath., að skref- saumarnir mœtist og ójöfn- ur verði ekki að ofan. Brjót- ið þá falda inn á röngu að ofan og á skálmar. Brjótið fyrst % sm., síðan 2% sm., þrœðið og saumiö tæpt í brún. Saumið aftur rúml. 1 sm. frá fyrvi stungu fyrir teygju. Festið i litlar tölur inn á framstykkið, sem smekkn- um er síðan fest við. Laus smekkur og axlábönd. Smekkurinn mœlir um 15 X15 sm. og axlaböndin um 36x3 sm. og bœði saumast tvöföld. Litla kanínumunstr- ið er saumað með víxlsaumi (zig-zag) við efra borð smekksins og tvö lmappagöt í gegn um hann tvöfaldan. Saumið 4 litlar hneppslur eða hnappagöt neðst á smekkinn, gagnstætt tölun- um á buxunum. Axlaböndin eru saumuð tvöföld, látin enda með odda að framan og tveimur tölum. Þeim er fest á sama hátt og smekk- urinn er festur við buxurnar. Framhald á næstu síðu. VXKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.