Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 48
ENSKIR OG HOLLENZKIR SUMARKJÓLAR, KVÖLDKJÓLAR OG SAMKVÆMIS- KJÓLAR Laugavegi 59. — Sími 18646. ilÓNSSON H. F. heildverzlun. Hafnarstræfi Simar 23995 og 12586 Meira um eðli alheims- ins Framhald aí bls. 8. og hana getum vér séð í litróf- inu sem „flóttahraða“, þótt vetr- arbrautin sé í rauninni samferða oss. Kemur þetta því heim við það sem ég hefi haldið fram, að vetrarbrautirnar virðast flýja oss og hver aðra með þeim mun meiri hraða sem þær eru fjar- lægari oss og hvér annarri. Ronald hefur hér gleymt að taka til greina hinn langa tíma sem það tekur ljósið að fara hin- ar ofurmiklu fjarlægðir. Það má, sem sé, sýna fram á að vetraubrautirnar allar, sem fjarlægar eru í stjörnufræðilegri merkingu, virðast fjarlægjast því örar sem þær eru fjarlægari — og í allar áttir — enda þótt þær í raun og veru séu allar að falla að sama punkti. Ég hefði fremur kosið að rita um þetta mál á annan hátt og ítarlegar, en mun láta þetta nægja að sinni, sem svar við áminningu. Gísli Halldórsson. P.s. Gott væri að mega leiðrétta það hér, að á bls. 207 í bók minni ,,Til framandi hnatta“ er prent- villa. Einn Parsec er 2,36 X 1013 km eða ca. 30 milljón milljón km eða 3,26 ljósár. Buxur, treyja og koddaver Framhald af bls. 47. TREYJA Efni: Um 75 X 80 sm. af hvítu poplinefni. Leggiö sniðin á efnið, þann'ig að það nýtist sem bezt og örvar- merki liggi eftir þræði. Ath. að framstk. er heilt að framan. Sníð- ið 1 sm. saumför á alla sauma, nema 3 sm. framan á ermar. Saumið fyrst sneiðinguna á erm- ina og gangið frá saumnum með fínlegu varpspori í höndum. Saum- ið þá ermarnar í handvegi fram- og afturstykkja með slcyrtu- eða tvöföldum saumi og síðan hliðar saumana með tvöföldum saumi, og atih. þá, að liandvegssaumar mætist. Brjótið faldana inn í erm- arnar og gangið frá á sama hátt og ofan á buxunum. Gangið frá treyjunni að neðan með 1 sm. breiðum faldi og blúndu. Þræðið n'iður um leið bakfóðrin, sem fest- ast síðan niður með hnappagöt- um og tölum. Rylckið framstk. í hálsinn örlítið og gangið frá háls- málinu með skábandi. Saumið kanínumunstrið á framstykkið og nokkur litil grasstrá með grænu garni. KODDAVER Efni: Um 50x70 sm. af blá- og hvítköflóttu efni. Kanínumunstrið er lclippt út úr hvítu „popfini“ og saumað á sama hátt og á buxurn- ar. Saumið fyrst 2ja sm. breiða falda neðan á koddaverið, saumið það síöan saman og liafið blúndu á milli (helzt af sömu gerð og er neðan á treyjunni). Ath. að fella blúnduna á hornunum. Snúið koddaverinu við, þræðið og saumið um 2 sm. frá brúnum þriggja hliða (sjá mynd). Saumið 2 hnappagöt á faldinn að framan, og festið 2 tölur gegnt þeim á faldinn að aftan. Þeir lifSu af þaS ótrú- lega Framhald af bls. 27. að við liggur að vélarnar rekist hver á aðra. Yfir skotmarkinu og rétt áður en því er náð, fljúga vélarnar þétt saman, nef við stél. Takmarkið er að láta bækistöðvar Þjóðverjanna fá „nóg“. Vandræðin eru bara að oddadeildin er svo gott skot- mark fyrir þýzku loftvarnar- byssurnar. — En, liugsar Beaulieu, — þá senda Þjóðverjarnir ekki orr- ustuvélarnar á móti okkur. Hann og Chompromis draga inn vélbyssurnar, þá er engin hindr- un ef þeir þurfa að stökkva í flýti. Nú fljúga þeir í gegnum sprengjuregn. í plexi-glernefi vélarinnar heldur Val liðþjálfi áfram að gefa skipanir um smá stefnubreytingar. Oft verður hann að halda handleggjunum yfir augunum, til að skýla þeim gegn glæringunum frá sprengj- unum. Sprengja springur undir vinstri væng og sprengjubrotin gegnum- bora hlífina undir mótornum. Allt er í lagi, engin vélbilun. Allt í einu slitnar stýrið úr höndum Rollands og rekst svo hart í mælaborðið að glerhlíf- arnar brotna i mola. Flugvélin hristist ofsalega. Ennþá hafa Rolland og Mercier ekki heyrt neitt. Rolland reynir að kalla til AUÐVITAÐ ER PETTA KAÐURINN MINN. DATT PÉR I HUG AÐ PETTA GÆTI VERIÐ ELSKHUGI MINN? VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.