Vikan

Issue

Vikan - 10.06.1965, Page 50

Vikan - 10.06.1965, Page 50
-------------------- KökurI frystinn RÚLLUTERTA MEÐ SULTU. 4 egg, 8 matsk. sykur, 4 matsk. sjóðandi vatn, 5 matsk. hveiti, 1 tesk. lyfti- duft. Þeytið saman egg og sykur þar til það er létt. Hellið sjóðandi vatninu út í ásamt hveitinu, sem lyftiduftinu hefur verið blandað í- Smyrjið deigið á smjörpappír, sem hefur verið penslaður með smjöri og setjið í ílangt, lágt form. Kakan bökuð í fremur heitum ofni, 250 — 275 gr. í ca. 4 — 5 mín. Kakan svo látin renna á pappír, sem sykri hefur verið stráð á. Sultan sett á og kökunni rúllað saman. Þetta œttu að verða 20 sneiðar. SÚKKULAÐI-RÚLLUTERTA. 3 egg, 2 dl. sykur, Vz dl. kartöflumjöl, 1 matsk. hveiti, 2 matsk. kakó, 1 tesk. lyftiduft. Smjörkrem: 50 gr. smjör, 2 matsk. flórsykur, 1 eggjarauða, 2 tesk. vanillusykur. Þeytið saman egg og sykur, bætið hveiti, kakó og lyftidufti í með því að strá því yfir eggjablönduna. Smjörpappír lagður í botninn á lágu formi og deigið sett á hann 1 jafnþykkt lag. Bakað í 250 gr. heitum ofni í u.þ.b. 5 mín. Rennt yfir á sykraðan pappír, sem bleyttur hefur verið í köldu vatni, svo að kakan losni vel af, en hún er látin kólna á pappírnum. Smjörkremið er gert þannig: Smjörið hrært vel með sykrinum, en síðan er eggjarauðunni og vanillusykrinum bætt í og kreminu smurt á kökuna, sem síðan er rúllað saman. GRÆNAR HNETUKÖKUR. 200 gr. smjör eða smjörlíki, 1C0 gr. flórsykur, grænn karmellulitur, 300 gr. hveiti, 50 gr. hakkaðar möndlur. Súkkulaðiblanda: IV2 matsk. kakó, V2 matsk. duftkaffi, 1 matsk. sykur. Hrærið saman smjör og sykur, þar til það er hvítt og létt. Bætið nokkrum dropum af grænum lit í, síðan hveitinu og hnetukjörnunum og hnoðið deig- ið vel. Rúllið því upp í ca. 6 cm. þykkar lengjur. Búið til súkkulaðiblönduna og veltið lengjunum upp úr henni. Látið standa um stund í köldum stað, svo að lengjurnar harðni. Skerið síðan u.þ.b. V2 cm. þykkar sneiðar og bakið í meðalheitum ofni, 200 gr., í 8 — 10 mín. Þetta verða um 75 stk. APPELSÍNUSNITTUR. Deigið: 150 gr. smjör eða smjörlíki, % dl. sykur, 1 egg, 3% dl. hveiti. Fyll- ing: 200 gr. marzipanmassi, V2 eggjahvíta, nokkrir dropar rauður og gulur karmellu eða ávaxtalitur. Skreyting: 2 dl. flórsykur, IV2 matsk. vatn eða appelsínusaft, nokkrir dropar rauður ávaxtalitur, þunnar möndlusneiðar. Deigið: Blandið saman hveiti og sykri, smjörið mulið saman við og eggið sett í. Hnoðað og látið standa í 20 mín., áður en bakað er úr því. Fyllingin er gerð þannig, að litnum er blandað í möndlumassann um leið og eggja- hvítunni, síðan er það hnoðað í lengjur. Deigið er svo flatt út jafn langt og lengjurnar eru og því vafið um lengjurnar. Lagt á smurða plötu með samskeytin niður. Bakað í u.þ.b. 10 mín. við lítinn hita (175 gr.). Látið kólna, en þá er sykurglassúrinn smurður á og möndlunum stráð yfir. ÞRJAR GERÐIR AF SMAKÖKUM ÚR EINU DEIGI. 400 gr. smjör eða smjörlíki, 200 gr. sykur, 600 gr. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 1 egg. Vanilla, sítróna og beiskar möndlur. Skiptið deiginu í 3 hluta. Fyrsti hlutinn er flattur út, ekki of þunnt. Sker- ið kökurnar út með fallegu móti, helzt í laginu eins og laufblað. Penslið með eggjahvítu og stráið blöndu af perlusykri og söxuðum möndlum yfir. Bakað í meðalheitum ofni. Annar hlutinn er gerður að fingurþykkum lengj- um, sem eggjahvíta er borin á og síðan skorin í 5 cm. löng stykki. Perlu- sykri og söxuðum möndlum stráð yfir. Þriðja hlutanum er svo sprautað í kransa á plötuna. óletruninni „Salvo“, sem gerði hvorttveggja að fella sprengjurn- ar og opna lokurnar sem hægt er að stökkva út um. Lokan opnaðist en sprengjurnar féllu ekki, þessvegna hröpuðu þeir með þessum ofsa hraða. Flakið snýst alltaf hraðar. Mercier á að stökkva fyrstur. Aftur og aft- ur reynir hann að komast að lokunni, en hrapar til baka og lendir í klefaþakinu. En allt í einu, án þess að vita livernig það skeði er liann í.lausu lofti. Him- inn og jörð, — himinn og jörð, allt snýst þetta með ofsaliraða. og hann finnur einkennilega sælukennd. Hann er svo ham- igjusamur yfir þvi að losna, að hann gleymir algerlega fallhlif- inni. Snöggur sársauki fær liann til að ranka við sér aftur. Hand- fangið sem opnar fallhlifina hafði losnað úr sliðrinu, þegar að hann tróð sér i gegnum lok- una, nú dinglaði það í loftinu og sló hann í andlitið. Hann kippti i handfangið og fann til ógurlegs sársauka. Fall- hlífin var ekki rétt fest á hann. Það braut á honum handlegginn. Um leið finnur hann sárs- auka, eins og hnífsstungu i maganum. Hann skilur ekki af hverju það stafar, liann vissi ekki að hann hafði fengið sprengjuflisar i magann, níu talsins. Hann hrapar yfir víðáttumikl- um skógi, svo hann hefur ekki neitt tækifæri til að stýra sér með ólunum, sérstaklega ekki þar sem hann gat ekki notað nema annan liandlegginn. Fyrir neðan hann skutu loftvararbyss- urnar í sífellu og kúlurnar hvinu allt í kringum hann. Hann reynir af alefli að lialda jafnvæginu og við hverja hreyf- ingu öskrar hann af sársauka. Hann finnur hvernig heitt blóð- ið rennur niður lærin á honum. Honum sortnar fyrir augum. Hann fellur niður á milli trjánna, greinarnar slást i and- litið á honum. Hann beygir linén til að koma mýkra til jarðar, en hann nær aldrei jörðinni. Fallhlífin festist í trjágreinun- um og þar hangir hann, langt frá jörðu. Alla nóttina hékk hann þarna hjálparlaus. í birtingu byrja loftvarnabyssurnar að skjóta á franskar sprengjuflugvélar, sem hafa snúið aftur, og sprengju- brotum rignir niður yfir hann. Það var langt liðið á daginn þegar þýskir hermenn komu og skáru hann niður úr trjánum. Þeir gáfu líka skýringu á því hversvegna þeir hefðu ekki kom- ið fyrr, skógurinn var fullur af jarðsprengjum. ■— Þetta var min lengst flug- ferð, sagði Mercier seinna, — tuttugu og einn tími i loftinu. En þjáningar hans eru ekki búnar. Hann var færður til yfir- béyrslu í bækistöðvum loftvarn- aíina og þýzkur liðsforingi yfir- heyrði hann. —• Á morgun, sagði Þjóðverj- inn, — ertu dauður! — Það verður ekki erfitt fyr- ir ykkur að drepa mig, sagði Mercier þrjózkulega, — ég er hálfdauður.... Svo leið yfir hann. Hann fékk skýringu á illsku Þjóðverjanna seinna. Stjórnklefaliluti vélarinnar hrapaði niður á þýzka Rínar- bakkann, og Val liðþjálfi, sem aldrei náði þvi að stökkva og sömuleiðis Rolland majór, sem ekki yfirgaf vélina, tættust í sundur um leið og sprengjurnar sprungu. En stélið hrapaði Frakklands megin, i Lauter- bourg, sem þá var ennþá herset- in af Þjóðverjum. Bertrand lið- þjálfi sat ennþá kyrr i turnin- um. í dauðanum hafði hann haldið sér fast í vélbyssur\a, með fingurinn á gikknum. Þeg- ar þýzku hermennirnir ætluðu að draga hann út úr flakinu, þrýstist fingurinn að, skotið hljóp úr byssunni og hitti þýzk- an hermann i magann. Dauður Frakki drap Þjóð- verja. Þeir fjórir sem björguðust úr flugvélinni sem sprakk í tvennt voru í þýzkum fangabúðum þangað til 29. apríl 1945. Þá höfðu þeir verið skráðir látnir heima og búið að sæma þó látna orðu Heiðursfylkingarinnar. í stríðsdagbók flughersins stóð: Flugvélin skotin niður af loft- varnarbyssum. Enginn bjargað- ist. Það tók þá fleiri mánuði að sannfæra yfirvöldin heima Iijá sér um það að þeir væru ennþá á lífi. Síðan skildu leiðir þeirra. Beaulieu var kyrr i flughernum og náði yfirliðsforingjagráðu. Hann er nú kominn á eftirlaun. Mercier setti upp hænsnabú í Agadir í Marokkó. Faudry er eft- irlitsmaður á búgarði i Rouill- ac, en Champoris er á eftir- launum í Entrages. Allan þennan tima hafa þeir lítið talað um þetta ævintýri sitt. Beaulieu sagði ekki einu sinni konu sinni og tveim son- uin frá því. Myndin af sundurskotinni flugvélinni hefir við og við ver- ið í blöðunum, og alltaf hefir textinn verið: Enginn af áhöfn- inni bjargaðist.... Það var fyrst tuttugu árum seinna, að myndablaðið Paris Matc fór að rannsaka þetta mál. Sigri lirósandi gat blaðið náð til allra mannanna og fengið þá til að hittast í París. Á frásögn þeirra byggist þessi grein. Þeir féllust i faðma við end- urfundinn. Svo fóru þeir og fengu sér góðan hádegisverð, að frönskum sið. * gQ VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.