Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 5
aftast, skammt frá konunum og börnunum, en barst nú fram á við með hinum. Þrýstingurinn varð meiri, honum fannst hann vera að kafna. Honum fannst eins og rifin væru að brotna og lungun myndu springa. Hann opnaði munninn og gaf frá sér gól, en samt var honum þrýst inn í þennan stappandi og tramp- andi fjölda. Hann missti sjónar á föður sínum, konunni og litla stúlkubarninu, en hann hélt dauðahaldi um Wajang litla þrýsti honum í fangi sér, reyndi að verja hann og Wajang grét hátt og með ekka. Ahmet sá ekki hvað var að gerast á þrepunum fyrir framan þvöguna, vegna þess að hann var í klemmu milli stærri manna, og andlit hans þrýstist upp að svitastorknu baki eins þeirra. Hann var ekki leng- ur einstaklingur, ekki lengur lif- andi vera, heldur hluti af ótta og reiði þrjú hundruð kúlía, sem höfðu orðið fyrir vonbrigðum. Þá heyrði hann hina bölvuðu rödd tuan besar hrópa eitthvað, og þótt röddin væri svo hávær að hún heyrðist allsstaðar, skildi hann hana ekki; þetta var hol- lenzka. Mennirnir höfðu um- kringt tuan besar, þeir bentu, pötuðu og toguðu í yfirhöfnina hans og hrópuðu. Allt í einu hafði tuan besar byssu í hend- inni. Konurnar aftast í hópnum æptu, nokkrir mannanna snerust á hæl og reyndu að forða sér og tróðu á hinum, sem enn þrýstu sér áfram. Ahmet hafði séð riffil áður, en hafði aldrei á ævi sinni heyrt skot ríða af. Þegar tígrísdýr hafði einu sinni herjað á dessa hafði hann farið ásamt öðrum mönnum þorpsins, vopnaður með spjóti og ydduðum bambusstöngum og hjálpað til að umkringja villidýr- ið og bezti veiðimaður þorpsins hafði drepið það án þess að skjóta. Nn heyrði hann þrjú skot og þótt Jan Foster skyti út í loftið til þess að hræða kúlíana, eða til að kalla á hjálp — sprengdu þessi þrjú skot hug og sál Ahmets og hleyptu honum af eins og mannlegri byssukúlu. Þegar fyrsta skotið kvað við fann hann Wajang litla slappa af og þagna í fangi sínu og það var eins og hnífur hefði skipt honum í tvennt frá hvirfli til ilja, um leið og hann hugsaði: Sonur minn hefur verið drepinn. Handleggir hans lömuðust allt 5 einu hann fann litla líkamann renna úr höndum sér, hann gat ekki haldið honum lengur. Hann vissi ekki hvort Wajang litli tróðst undir eða hvort einhver lyfti honum upp. Hann vissi ekk- ert framar. Vöðvar hans voru stífir, munnurinn fyltist af heitri, ólgandi froðu. Eftir þriðja hvell- inn heyrði hann ekkert, sá ekk- ert, fann ekkert. Hann þeyttist áfram og hópurinn, sem vissi hvað þetta þýddi, rýmdi til fyrir honum með lotningu og ótta. IV — Æðiskast! sagði Anders Anderson milli tannanna, þegar kúlíinn þeyttist áfram gegnum göngin, sem mannfjöldinn mynd- aði. Hann fann Jeff stirðna upp við hlið sér. Pat stóð fyrir aft- an hann og stakk hendinni upp i sig. Þetta var martröð og hún óskaði, að hún hefði ekki drukk- ið þessa tvo síðustu viskísjússa og gæti skilið hvað allt þetta þýddi, og hvort þetta væri í raun- inni að gerast, eða hvort þetta væri aðeins hugbóla í þokuvöfð- um heila hennar. Maðurinn, sem þeyttist áfram með hnífinn stand- andi fram úr greipinni var næst- um hlægilegur með þessar rykkj- óttu, brúðulegu hreyfingar, og Pat flissaði taugaóstyrk. Jan Foster miðaði og skaut en mað- urinn þeyttist áfram. Allt í einu stóð Jan Foster aleinn í þrep- unum en mennirnir umhverfis hann flýttu sér í skjól. Anders ýtti stúlkunum frá sér og reyndi enn einu sinni að ryðjast í gegn- um mannfjöldann, en það var ómögulegt. Kúlíinn var kominn að Jan Foster; kengboginn, næst- um því tvöfaldur, reisti hann stjarfan handlegg og gróf hníf- inn í líkama tuan besar. Svo hentist hann aftur á bak, vafð- ist saman og féll til jarðar; hann valt niður þrepin og lá kyrr eins og tötrahrúga. Jan Foster stakk byssunni sinni aftur í vasann, glotti og sneri sér við til að ganga aftur inn í skrifstofuna. Þegar hann kom að dyrunum kiknaði hann, hnén létu undan, hann datt áfram í fangið á einum aðstoðar- manni sínum. Blóð vall yfir hvít- an jakka hans og yfir ermar að- stoðarmannsins. Þetta allt tók aðeins fáeinar sekúndur, en mannfjöldinn horfði á í lamandi þögn. Þegar Pat sá blóðið og varð ljóst hvað hafði gerzt, rak hún upp hátt, skerandi óp. Anders snarsneri á hæl og hristi hana: — Þegiðu, þegiðu! f guðs bæn- um reyndu að halda þér saman, hvæsti hann að henni. En Pat hélt áfram að æpa, móðursýkis- lega og ófær um að hætta. — í guðs nafni haltu kjafti! hvísl- aði Anders. — Eða viltu láta drepa okkur öll? Pat æpti og hló og æpti. And- ers horfði á hana eitt andartak. — Fyrirgefðu, sagði hann svo við Jeff, sveiflaði hendinni og sló Pat utanundir. Hún lyppaðist niður á svalagólfið án þess að gefa frá sér fleiri hljóð. En það var of seint. Óp Pat höfðu kveikt neistann, og dreifðu móðursýki endanna milli á torginu. Kúlíarnir komu þrammandi í áttina til Anders, þar sem hann stóð með pípuna sína í munninum, vel vitandi um þá hættu, sem yfir vofði. Hann lyfti handleggnum, þegar fyrstu mennirnir komu til hans: — Sjá- ið þið bara, bjánarnir ykkar, hrópaði hann. — Ég er vinur ykkar. Ég hef enga byssu. Ég hef ekki einu sinni hníf. Hvað viljið þið? Þetta stöðvaði blinda, skiln- ingslausa framgöngu þeirra rétt nógu lengi til þess, að hann gæti lyft Pat upp, hlaupið með hana inn í húsið með Jeff á hælunum, skellt dyrunum og snúið lyklin- um. Hann stóð másandi í myrkr- inu og reyndi að ná valdi yfir andardrættinum. — Jeff? kallaði hann lágt. Hún sá glóðina í pípu hans og fann lyktina; það var henni nóg. —Allt í lagi, Anders, ég er ekki hrædd. Hafðu ekki áhyggjur af mér. Grjótið dundi á hurðinni; And- ers setti tréhlerana fyrir glugg- ana. Jeff dró borð og stól upp að dyrunum til að treysta þær. Pat var enn meðvitundarlaus. Hópurinn úti fyrir öskraði og æpti. — Nú er ekki fyrir nokk- urn mann að ráða við þá, sagði Anders. — Þú verður að fara, sagði Jeff og snerti handlegg hans í myrkrinu. -— Ekki sóa tímanum hér. Starf þitt er úti, en ekki héma inni. Hann hikaði, en vissi að hún hafði rétt fyrir sér, og hann elsk- aði hana fyrir það. Hann elskaði hana fyrir fórnfýsi hennar og ró- lyndi, þegar hún stóð andspænis þessari hættulegu uppreisn. Ó, hve mjög hann elskaði hana! Hann leitaði að hönd hennar og þrýsti hana. Eitthvað hreyfðist og svo kom andvarp og stuna, þegar Pat kom til sjálfrar sín og settist upp. — Anderson? Hvar ertu, And- ersson? kjökraði hún. — Þegiðu, Pat, sagði hann. — Ungfrú Halden verður hérna hjá þér. Það kemur ekkert fyrir Þig- — Hvert ertu að fara? vældi Pat, þegar hann fór fram hjá henni á leið til bakdyranna. Hún greip um fætur hans og hélt sér dauðahaldi. — Farðu ekki burt, þeir munu drepa þig! Drottinn minn, farðu ekki, farðu ekki og skildu okkur ekki hérna eftir. Þeir munu drepa okkur öll, hróp- aði hún. Anders beygði sig niður og losaði hendur hennar af fæti sínum. Jeff stóð yfir henni með litla vasaklútinn, sem hún hafði að lokum fundið. — Hættið þessum vaðli, sagði hún kuldalega. — Farið Anders. Fljótur, áður en eitthvað verra gerist. — Þakka þér fyrir — ástin mín, hvíslaði hann og seildist í dyrnar. — Eruð þér að senda hann út? Þér? Þér, sem segist elska hann? urraði Pat um leið og hann fór í gegnum svefnherbergið. Svo heyrði hann svar Jeff, kalt og rólegt: — Ég elska hann á minn hátt, ekki yðar, Pat. Hann fór út um bakdyrnar og sá með samblandi af ánægju og ennþá meiri áhyggjum, að kúlí- arnir höfðu snúið sér frá húsi hans og þutu nú í áttina að birgðaskemmunni, þar sem mat- vælin voru geymd. Það var mannlaust og þögult bak við íbúðarhúsin. í nokkrum stökk- um var hann kominn að skrif- stofubyggingunni og gekk inn í skrifstofu Jan Fosters. Tuan besar húkti í djúpum stól og hélt handklæði að kviði sér, meðan yngsti aðstoðarmðaruinn, fölur og veiklulegur, reyndi að vera honum til aðstoðar. Hinir tveir eldri aðstoðarmenn voru önnum kafnir að rétta hinum kínversku mandoers byssur og skotfæri. — Hvernig líður yður, Batara Guru? spurði Anders um leið og hann hallaði sér yfir særða manninn. Foster kreisti fram bros. — Þetta er aðeins skráma. — En Godverdomme, hefði ég ekki skotið þennan djöful, hefði hann getað orðið hættulegur. Ungi aðstoðarmaðurinn kom inn með vatnsglas í annarri hend- inni og flösku af hollenzku gini í hinni. Anders ýtti honum til hliðar. — Gefðu honum ekkert að drekka, sagði hann. Hnífurinn hafði verið dreginn úr sárinu og lá á borðinu; blóðið á honum var byrjað að storkna. — Hreyfið yð- ur ekki, tuan besar, sagði Anders -—- Reynið að halda það út svo- litla stund enn meðan ég fer með Framhald á bls. 34. VIKAN 24. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.