Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 7
út og er búin að banna mér að vera með honum. Hann er oft búinn að hringja síðan en mamrna skellir bara á. Hvað á ég að gera? Ég er ennþá svaka- lega hrifin af honum. P.s. Af hverju birtir Vikan aldrei myndir af Rolling Stones? Þeir eru vinsælasta hljómsveitin núna. Rúna. Hvað kom til að þú fékkst að fara inn á Borgina 14 ára gömul? Og hver heldur þú að geti orðið skotin í því líku barni, sem þú ert. Auðvitað á mamma þín að reka hann út. Það væri ekki úr vegi, að hún héldi þér frá skemmtistöðum svona þar til þú ert orðin 15 ára. Við birtum ekki myndir af Rolling Stones af því að okkur finnst þeir miður geðs- legir. ÓSKAÐ EFTIR LITMYNDUM. Kæra Vika! Litmyndirnar úr söngleiknum Járnhausinn voru afbragð og ein- hverjar skemmtilegustu sviðs- myndir, sem ég hef séð í nokkru íslenzku blaði. Er ekki hægt að hafa svona litmyndaopnu í hverju blaði og birta þá til dæm- is myndir úr samkvæmislífinu, frá skemmtistöðunum, frá í- þróttakeppni og svo framveg- is- Margir lesendur Vikunnar mundu fagna því. Með beztu kveðju. Ólína J. Það er enginn vafi, Ólína, að margir mundu fagna því, en mál- ið er ekki svo einfalt. Það kost- ar stórfé að koma með litmynda- opnu á borð við þessa og að gera það að staðaldri útheimtir stærri kaupendafjölda en jafnvel Vik- an hefur. SVAR TIL RAKELAR. Þama lágu Danir heldur illa í því. Fyrst neitarðu stráknum um að labba heim með þér af ballinu og svo geturðu ekki á heilli þér tekið. Það hefði nú lík- lega verið áhættulitið að lofa honum að halda undir handlegg- inn á þér á heimteiðinni. Þú manst það næst. Nú, en úr því sem komið er, verður þú að reyna að gera gott úr þessu og ef vilji er fyrir hendi, þá hlýtur hið gullna tækifæri að berast uppí hendurnar á þér á. silfurbakka einn góðan veðurdag. Fyrst þú mætir honum öðru hvoru á götu, þá gætirðu reynt að grípa til þeirrar gamalkunnu aðferðar að missa eitthvað — «g sjá hvað gerist. GÖMUL TÍZKA ÞEGAR BETUR ER AÐ GÁÐ. Kæra Vika. Hvað eruð þið altaf að skamm- ast og skíta okkur út, sem erum með mikið hár. Ég sá það í Vik- unni, að þið voruð að tala um álkulega tízku. Þetta er alls ekki álkulegt, því svona voru menn fyrir þúsund árum og þótti eng- um athugavert. Ekki er betra að vera krúnurakaður. Bítill. Fyrst að þú teluir það sanna mál þitt, að menn voru svona fyrir þúsund árum Jþái hlýtur það að vera enn betri sönnun, að menn voru líka svona fyrir 600 þúsund árum eftir því sem bezt er vitað. Og sennile ja hefur eng- um þótt það athugavert þá. Spurningin er einungis, hvort við eigum að stefna áfiram eða aft- urábak. Hitt er svo annað mál, að krúnurakstur er ekki endi- lega það æskilegasta. Það er líka til eitthvað sem heitfcr meðalveg- ur. HVENÆR KEMUR ANGELIQUE? Kæra Vika. Ég er búin að vera kaupandi að blaðinu í 2 eða 3 ár og finnst það alveg ómissandi. Mér finnst yfirleitt allt efnið g'ott en sér- staklega þó framhaldssögurnar. Hversvegna eruð þið hættir með Angelique? Mér skilst að sagan sé ekki búin. Ég var orðin svo óskaplega spennt. Með beztu kveðjum, Húsmóðir á Húsavík. Við vissum, að Angelique var mjög vinsæl, en okkur grunaði ekki að það yrði hringt til blaðs- ins fyrir hönd kvenfélaga úti á landi, sem skoruðu á það að láta nú ekki dragast lengi að birta næstu bók um Angelique. Við ætluðum rétt að gera hlé á sög- unni með einni meðallangri fram- haldssögu í milli, en við getum lofað því að Angelique kemur aftur í sumar. Sú saga heitir Angelique og kóngurinn. Sólgleraugu tízkan 1965 ECHTENIA sólgleraugu vöktu geysilega athygli á vörusýningum. ECHTENIA sólgleraugu eru komin FALLEG - VÖNDUÐ - FARA VEL Þér getið valið þá gerð af ECHTENIA sólgleraugum sem yður klæðir. Aðeins þekkt vörumerki og því ávallt beztu fáanlegu vörur hverju sinni. HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. A. TULINIUS - heilcflverzlun VIKAN 24. tbl. >J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.