Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 12
Við vorum að borða hindberia- núdlur daginn sem við ákváðum að mamma ætti að giftast aftur. Dee lá á eldhúsborðinu og ég sat með krosslagða fætur fyrir fram- an eldavélina. Við höfðum nota- legt eldhús, bleikar geraniur í pott- um og svarthvítt tíglótt gólf. Dee vökvar geraniurnar með köldu tei og ég bóna gólfið, með því að binda tuskur um fæturna og æfa mig undir ballettímana. Eldhúsið er venjulega ósköp ósnyrti- legt, en hvað gerir það til? Mamma okkar segir að ef mað- ur sé í verulegum vandræðum, eigi maður að horfast í augu við þau, ekki aðeins hetjulega, heldur líka glaðlega. Við höfum tvennskonar — Ég verð að grenna mig, sagði ég. — Hvernig ætlarðu að fara að því? — Hætta að borða steikt brauð á morgnana, býst ég við. — Það skiptir ná ekki svo miklu máli. — Það eru þrjú hundruð sextíu og fimm sneiðar á ári. — Sjö hundruð og þrjátíu, ef þú ætlar að vera nákvæm, sagði Dee. Hún sveiflaði grönnum leggjunum fram af borðinu og settist upp. — Jess, ég er með áhyggjur af mömmu, hún er byrjuð að ganga í svefni aftur . . . — O, nei! sagði ég undrandi. — Ég hélt einmitt að hún væri orðin OKKUR VANTAÐI STJÚPFÖÐUR, EN ÞAÐ VAR HÆGAR SAGT EN GERT AÐ NÁ í HANN elskum við pabba okkar, og mun- um alltaf gera, en maður verður að vera hagsýnn. Pabbi lét eftir sig nóga peninga fyrir okkur til að lifa af, svo að það er ekki þess vegna að mamma er alltaf að skipta um vinnu. En okkur finnst það ekki spá góðu. — Hverju stingur þú upp á? spurði ég. Ég vissi að Dee hefði ekki farið að tala um þetta, nema af því að hún hafði eitthvað ákveð- ið í huga. — Hefurðu séð manninn sem er búinn að kaupa forngripa og list- munabúðina? sagði Dee. — Jæja, hvað finnst. . . Mamma kom heim í þessu, svo að það varð ekki meira úr sam- erfiðleika að berjast við, og okk- ur finnst skapið vera betra, ef ekki er alltof snyrtilegt í kringum okk. ur. En þetta er það sem okkur finnst, það er ekki víst að það eigi við aðra. Þetta var rigningardagur og fyrsti dagurinn í skólaleyfinu. Dee var i svörtum þröngum síðbuxum og listamannaslopp af mömmu. (Leif- ar frá því mamma vann á lista- safninu.) Ég var í silfurofnum kjól, sem mamma notaði þegar hún var sjónvarpsþulur. En nú er ég kom- in burt frá efninu. Hindberja-núdlur býr maður til á þann hátt, að maður hellir hind- berjasósu yfir heitar núdlur. Við gerum þetta venjulega sjálfar, þvi að Dee er reglulega dugleg að elda. Það er ekki hægt að borða meira en pund eða svo, af þess um rétti, þá verður maður eins og útblásin kyrkislanga, og við vor- um einmitt komnar á það stig. svo ánægð og ákveðin að halda áfram við að búa til leirkerin. Ertu alveg viss? — Hárviss. Ég kom að henni í nótt, þar sem hún var að leika hlut- verkið sitt úr Macbeth, uppi á háa- lofti. Og svo var hún að leita að fötum í gamalli kistu. Ég leiddi hana að rúminu sínu. En þetta bend- ir til þess að hún er að hugsa um að skipta um starf, einu sinni enn. — Og við förum í lokaprófið í barnaskólanum næsta ár. Allar þessar breytingar verða truflandi fyrir okkur þá. — Það sem okkur vantar, sagði Dee, er stjúpfaðir. Til að fá eitt- hvað jafnvægi. Það er ekki gott að þrjár konur búi saman . . . Ég skildi sjónarmið hennar. Hún hafði verið að lesa bók um rök- fræði og hafði tamið sér að hugsa skírt. Faðir okkar dó fyrir tveim árum í flugslysi. Mamma var með hon- um og slapp, lítið meidd. Auðvitað talinu. Hún klæddi sig alltaf í stíl við vinnuna. Pabbi var vanur að segja: — Það er alltaf einhver regla við þessa vitleysu hennar. . . Henni fannst leirkerasmíðin út- heimta kjóla með pífum og smokk- saumi, en það klæddi nú ekki mömmu, sem var kolsvarthærð og bláeygð, eins og írar eru yfirleitt. Svo hafði hún líka langa og granna handleggi og fótleggi. — Púh-ú, sagði hún. — Bíðið þið meðan ég fer úr þessu pífudrasli. Ég fór með henni upp til að hjálpa henni að skipta um föt og fara i síðbuxur, en Dee setti ketilinn á. — Ég ætla ekki að vinna hjá þessum manni lengur, sagði mamma, meðan hún var að tína af sér spjarirnar. — A hverjum degi þarf hann endilega að ráða kross- gátuna í Times upphátt í matar- tímanum. Hvernig eigum við þá að hafa ánægju af henni á kvöldin? — Við gætum keypt annað dag- blað, stakk ég upp á. — Nei, ég er farin að lita í kring- um mig eftir annarri vinnu . . . Eftir kvöldverðinn, bað mamma Dee um að lesa upphátt dálkana um lausar stöður. — Vantar duglegt fólk til að tína ávexti". — Það væri sniðugt fyrii mig, ég gæti verið fljót að tína ávexti... Það er lóðið. Mamma getur svo margt, allt frá því að móta í leit og að ala upp lögregluhunda. Hún getur allt sem þarf natni við. Ég reyndi að leysa krossgátu- þrautirnar, en það þýddi ekki neitt. Mamma var komin með þetta fjar- ræna augnaráð, sem boðaði það að enginn mannlegur máttur fékk hana ofan af því að skipta um vinnu. — Við verðum að snúa okkur að þessu ( hvelli, sagði Dee, þeg- ar við vorum að viðra Boris God- unov um kvöldið. Boris er gríðar- stór hundur, og þótt við reyndum að leiða hann á hjóli, ætlaði hann VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.