Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 17
eitthvað af fólkinu og var kynntur fyrir hinum. Blautar og brúnar hendur komu upp úr vatninu og tóku í hóndina á mér. Allir voru vingjarnlegir og fóru strax að kalla mig Dick. Eg bað um að ég væri heldur kallaður Richard. Ég sagði að mér fyndist Dick vera heiti á einhverju vörumerki. Sumir hlógu. Þetta var semsagt sunnudagsmorgunn og ég var ekki vel hress á taugum. Ég naut þess að ég gerði töluverða lukku, en þó kom ég auga á stúlku sem sat hinum megin við sundlaugina. Hún lagði frá sér bókina sem hún var að lesa, tók af sér sólgleraugun og horfði á mig. Hún var svo töfr- andi fögur að ég var að því kominn að skellihlæja. En ég gerði það nú ekki, og það var víst eins gott. Það kom nefnilega í Ijós að hún hafði alls ekki hugsað sér að hlæja, ekki einu sinni að brosa til mín. Ég hafði það á tilfinningunni að hún horfði beint í gegn um mig, á múrhúðina á veggn^m bak við mig, og ef það hefir verið sprunga í veggnum, hefir hún eflaust séð hana og verið hneyksluð yfir. Mér fannst sem húsið myndi hrynja í rúst, ef hún horfði nægilega lengi á það. Ég brogti til hennar, og um þqð bil sem brosið var að stirðna á vörum mér, brosti hún á móti, en það var engin hlýja í því brosi. Nýr ísmoli var kominn i glasið mitt. Ég var að drekka „Schotch on-the Rock". Hún sötraði ölið í sig og fór svo að lesa aftur. Ég fór að blanda geði við hina gestina, og lék hlutverk fátæka námaverkamannssonarins, svolítið feiminn en upp með mér, vegna þess að allt þetta skemmtilega fólk veitti mér svo mikla athygli. En ég hafði alltaf auga með henni. Ég sagði við sjálfan mig að ég hefði aldrei fyrirhitt nokkra veru sem væri svo furðulega ómannblendin, innhverf og dularfull, eins og þessi kona. Hún talaði ekki við neinn, hún vrtist ekki einu sinni taka eftir nein- um. Var hún bara í vondu skapi? — Ég hélt það, en það var engin óánægja sjáanleg á guðdómlegu andlitinu. Hún var auðvitað einhvers konar „Mona Lisa" manngerð. í okkar starfi eru allir sérstakar manngerðir. Hún er eldri en stóllinn sem hún situr í, hugsaði ég og var nú farinn að finna ansi mikið fyrir drykknum. Hún er hungursneyS, eldur, jarðskjálfti og pest. Hún er ráðgáta, sem dulin er [ gátu, sem svo aftur á móti er umlukt leyndardóm, hugsaði ég, með þakklæti ( huga til Churchill, sem einhverntíma hafði sagt þessi orð um Rússland. Framhald á næstu síðu. VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.