Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 18
Brjóst hennar eru opinberun, þau gætu steypt konungum af stóli, óð- ur en þau visna upp. Líkami henn- ar var kraftaverk, skapað af stór- kostlegum meistara. Það var full- komið listaverk. Listin fyrir listina. Og hún ótti að tærast upp af sinni eigin óstríðu. — Svona voru hugs- anir mínar ruglingslegar. Eg var eiginlega með fæturna í Oxford ennþá, og ég las ummæli blað- anna um allskonar list, en hafði ekki nokkurn áhuga á list, og svo var þetta sunnudagsmorgunn í Bel- Air og ég var með „Scotch-on-the Rock" í höndunum. Eg hélt áfram að drekka og var ánægður með alla gullhamrana, sem mér voru slegnir, og dagur- inn og áfengið runnu saman í eitt. Eg skreið niður í sundlaugina við og við og það gerði hún líka, en alltaf þegar ég var að fara upp úr. Hún synti liðlega og með yndis- þokka, eins og enskar stúlkur gera, en alls ekki með þeim krafti, næst- um karlmannlegum þrótti sem tíðk- ast hjá amerísku kvenfólki. Hún var stórkostleg, ég get ekki fundið annað orð yfir þessa dá- semd, sem ég var sjónarvottur að. Hún var í stuttu máli freistingin uppmáluð. Og svo lét hún eins og hún sæi mig ekki. Eg var búinn að segja hóp áheyr- enda frá andláti afa míns, þá Iei1 ég við og sá að hún var í áköf- um samræðum við aðra konu. Ég var alveg frávita og langaði mest til að æpa. Ég held að ég hafi reynt að hlera hvað þær voru að tala um, en heyrði ekki annað en nöfn eins og Tony, Janet, Marlon og Sammy. Hún var örugglega ekki að tala um mig. Með öllum mögulegum brögðum tróð ég mér í gegnum þvöguna, þar til ég komst í nálægð hennar. Hún var þá að tala, með orðum sem venjulega eru ekki sett á prent, um einn af forstjórum M.G.M. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði óþveginn amerískan talsmáta, og ég varð dolfallinn. Það var eins og barðar væru bumbur í hausnum á mér og það snar-rann af mér. Ég var hneyksl- aður, þetta voru sannarlega orð en ekki Ijóð. Ég hlustaði betur til að vera viss um að mér hefði ekki mis- heyrzt. Nei það var ekki nokkur vafi, hún var hreinræktaður Amerí- kani. í Ameríku hafa konur nefni- lega ótakmarkað málfrelsi, og það sem mér fannst þeim vera mest í mun, var að láta skoðanir sínar í Ijós með öllum tiltækilegum og jafnvel óþvegnum orðum. Jg VIKAN 24. tbl. tilfti Líz f fyrsfa sinn Ég fór hálfpartinn hjá mér þegar ég tók eftir því að hún gaut til mín augunum í hvert sinn sem hún tók sem hressilegast uþp í sig. Þessi stóru fjólubláu augu (stærstu augu sem ég hefi nokkurn tíma séð) leiftr- uðu svo sérkennilega. Ég segi ekki að hún hafi blikkað mig, Ijóskast- arar blikka ekki, þegar þeir bora sér í gegnum næturmyrkrið. Með mínum allra bezta Oxford- framburði sagði ég: — Ég heyri að þér talið mergjaða gamla ensku. Það varð dauðaþögn. — Aldir liðu, menningin kom og fór, hetjur og hugleysingjai létu lífið í orrust- um sem háðar voru meðan þessi alheimsbirta lýsti upp hvern ein- asta galla á mér aumum. Mér fannst hvert bóluör í andlitinu verða eins og hraungígur á tunglinu. Ég lyfti hendinni til að fela þessar hryllilegu minjar frá æskuárunum. En áður en höndin var komin hálfa leið að andlitinu, sá ég að hún var ekki síður ógeðsleg en andlitið, svo að ég ákvað að gefa dauðann og djöfulinn í allt saman og deyja heldur. En meðan ég var að hugsa um aðferð til sjálfsmorðs, og var eiginlega búinr. að ákveða að drekka mig í hel, þar sem ég var kominn langleiðina, bjargaðist ég frá bráðum dauða með því að hún ávarpaði mig: — Notið þið aldrei svona orðalag á Old Vic.......? — Sumir gera það, en ekki ég. Það vill svo til að ég var alinn upp þar sem menn álitu þetta vott um málfarslega og andlega fátækt. . . . Aftur varð þögn og enn hrundu nokkur konungsríki. Hún hreytti úr sér þrem mergjuðum orðum. Ef ég man rétt þá sagði hún Nei annars, blygðunartilfinningin bann- ar mér að hafa þau eftir. Einhver hló vandræðalega og stúlkan sneri sér frá mér. Þar með var ég af- greiddur. Mér fannst ég vera ein- mana eins og helgimynd á stalli. Ég fór heim til mín, og þegar að það fréttist hvar ég hefði verið, var ég spurður hvernig hún væri. Ég svaraði að hún væri dökk, mjög dökk og að líklega þyrfti hún að raka sig. Og svo bætti ég því við að mannslíkaminn væri 80% vatn. Svo liðu timm ár, þangað til ég sá hana aftur Það var á veitinga- húsi. Ég man ekki núna hvar það var, ekki einu sinni í hvaða heims- álfu. Ég held að hún hafi veifað til mín, og ég glápti á hana, reyndar glápti ég öllu heldur á nýja eigin- manninn hennar, en hún var svo blygðunarlaus að hún Ijómaði af hamingju. Ég hafði áður hitt hann og líkað vel við hann. En nú var hann giftur þessari konu, og hafði ekki einu sinni spurt mig, hvort ég vildi vera með í kvikmyndinni „Kringum jörðina ,á 80 dögum". Ætli ég hafi ekki verið eini leik- arinn í heiminum, sem ekki var boð- in þátttaka í þeirri mynd, ásamt gulli og grænum skógum Mér líkaði ennþá vel við hann, þótt ég gæti ekki skilið hversvegna hún leit út fyrir að vera svona andstyggilega hamingjusöm. Ég man að ég tuldraði með sjálf- um mér ,bóndadurgur", og fór út úr veitingahúsinu, en gat samt kreist fram bros í áttina til þeirra, um leið og ég fór út. Arin hafa liðið, sjö eða átta. Það er sunnudagur í París. Himinninn er grár og regnið streymir niður rúð- urnar. Við erum reyndar mjög ánægð með það, vegna þess að það gerir okkur kleift að fá okkur göngutúr til Fouquets og þurfum ekki að aka í bíl. Vesalings litlu frægu hjónakornin verða þá ekki ónáðuð af blaðaljósmyndurum. Myndavélarnar þeirra eru ekkerl fyrir rigningu. Hún er glöð eins og barn yfir þessu ferðalagi okkar. Það er korters ganga til Fouquets frá hótelinu okkar. Ég er líka glaður, ég glansa bókstaflega af ánægju. — Finnst þér að ég geti farið i þessa kápu? spyr hún. — Þú ert dásamleg, segi ég. Við förum niður í lyftunni. Ég deplaði augunum framan í dyra- vörðinn, það eru einu drykkjupen- ingarnir sem ég gef með góðu. Við göngum meðfram Rue de Berri til Champs-Elysée. Svo snúum við til hægri að Sigurboganum. Köld rigningin hefir hrakið alla af götunum, — næstum alla........... Ég sé mann sem er að viðra hundinn sinn og Fíat-bíl, sem sullast eftir blautri götunni. Við erum alein í borginni. Allir virðast dauðir, nema maðurinn með hundinn og Fíatbíl 1 inn. Hinir hafa fallið í hljóð- látu og sársaukalausu stríði, sem kom með myrkrinu. — Við erum ein, — alein, — al- ein, — á óendanlegu hafinu, raula ég ánægður. En allt í einu snarstanzar Fíat- bíllinn og snýr við. Bílstjórinn stöðv- ar bílinn beint fyrir framan okkur. Hann er þrjátíu go fimm ára, bú- inn að fá hrukkur á ennið, klædd- ur í stutta regnkápu og túmjóa skó, og er með þrjár myndavélar framan á sér. Ég þekki hann frá gamalli tíð. Ég hefi séð hann á flugvöllum og járnbrautarstöðvum. Ég hef heyrt hann hreyta út úr sér ókvæðis- orðum á frönsku, ensku og þýzku. Ég þoli ekki að sjá hann. Hann stekkur á móti okkur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hefi séð hann einan. Aður hefir hann alltaf verið í þvögu af Jjósmyndurum, sem hafa slegizt og öskrað. Hann hefir kallað t konuna mína hóru og sjálfan mig gigolo. Eins og ég sagði, þoli ég hann ekki. ^ — Þegar jörðin hefir farizt og hafið og grafirnar skilað aftur sín- um dauðu, þessi pláneta okkar orð- in glóandi og við stöndum öll í röðum, til þess að gagna fyrir dóm- ara okkar, skal ég hengja mig upp á það, að það verður einn af þess- um djöfulsins ösnum sem tekur mynd af öllu saman og biður guð um að líta aðeins til vinstri, sagði ég. Orðin buna út úr mér og ég er harðánægður með þessa mælsku mína. — Hættu, í guðanna bænum Richard, hættu þessari heimsku, maldaði hún í móinn. — Vertu nú ekki með þetta dauða-þvaður þitt. Gallinn við ykkur Wales-búa er að þið haldið að allir séu frá Wales, jafnvel dauðinn.......... — Því ekki það? sagði ég. — Þetta er háttsett persóna. Heims- frægur. Við verðum að vera undir það búin að hann heimsæki okkur einn góðan veðurdag......... — Hættu, sagði hún. — Vertu ekki að þessu bulli. Þú losnar ekki við hræðsluna við dauðann á þenn- an hátt, þótt þú haldir það — Eigum við að veðja? — Góði, vertu ekki að tala um þetta. — Hversvegna ekki. Skilurðu ekki að þetta er forvitnilegasta samtals- efni sem til er, síðan fyrsti maður- inn dó. — Þú mátt ekki deyja. Ég gæti ekki afborið það, einu sinni enn. — Þú mátt heldur ekki deyja, sagði ég. Við horfðumst ( augu. Augu t hennar eru hálflokuð. Fjólublái geislinn er horfinn, augun eru næst- um svört. Þau glansa eins og asfalt undir götuljósi á regnvotri nótt. Tilfinningaalda, samsett af ólík- um tilfinningum, hræðslu, ást, stolti og sjálfsmeðaumkvun sveipast um okkur. Maðurinn fyrir framan okkur sit- ur á hækjum sér. Hann mjakast aft- ur á bak og myndavélin smellir og smellir. Ég sparka léttilega í vinstra hnéð á honum. Hann missir mynda- vélina og ég rek honum kinnhest. Hann missir jafnvægið og dettur á bakið, en sprettur strax upp aftur. Myndavélin smellir og smellir og hann bölvar á þrem tungumálum Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.