Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 21
 MILLJÖNIR KRÓNA A SfÐASTA ÁRI, OG f SUMAR ferSaskipum á vegum Ferðaskrifstofu Zoega h.f. 22 þúsurid manns komu eftir öðrum leiðum, langflestir með flugi. Eftir því sem bezt verður séð, munu tekjur landsmanna af þessum 27 þúsund ferðamönnum hafa verið 240 milljónir króna. Þar af komu 120 milljónir inn fyrir fargjöld, en sé hinum helmingnum deilt niður á mann- skapinn, þá kemur i ljós, að hver ferðamaður mun hafa eytt hér því sem næst 4.440 krónum. Þá eru taldir með farþegarnir af skipunum, sem hafa yfirleitt skamina viðdvöl og gista ekki á hótelum svo og sá sífellt aukni straumur bakþokafólks, sem miðar við það eitt að eyða ekki neinu og virð- ist stundum vera með tvær hendur tómar. Það er oft óg tíðum námsfólk, sem slær sér út far á þirðja farrými skipa og treystir á að komast áfram á þumalputtanum eins og það er kallað. Vegna ágengni þess hefur stundum verið vafasamt að gera því greiða. Satt bezt að segja, þá höfum við verið afskaplega sofandi fyrir því að beina ferðamannastraum til íslands og má þó slá því föstu, að hann gæti orðið einn stærsti tekjuliðurinn í þjóðarbúskapnum. Til þess að afsaka slóðaskapinn hefur verið sagt: Það þýðir ekkert að auglýsa ísland vegna þess að við höfum engin hótel. Og aðrir hafa sagt: Það þýðir ekkert að byggja hótel, því við fáum ekki nógu marga ferðamenn. Ótrúlegt er það, en samt satt, að þegar City-hótel var sett á laggirnar fyrir þrem árum, þá hafði ekki bætzt við nýtt hótel í Reykjavík í 29 ár. Á sama tíma hafa eins og allir vita orðið stórstígar framfarir á svo til öllum öðrum sviðum. Síðan hefur orðið skammt stórra högga í milli hvað höfuðstaðinn áhrær- ir, en doðinn og deyfðin er ennþá allsráðandi á allri landsbyggðinni. Til bráðabirgða hefur málunum verið bjargað á þann hátt, að komið hefur verið upp gististöðum í skólum landsins og hefur verið varið til þess 9 milljónum króna. í skólunum munu nú vera 750 gistirúm' og að auki 25 svefnpokapláss. Rúm 500 gistirúm munu vera í sumarhótelum. í Reykja- Þannig lítur teiknarinn á bandaríska ferðamenn, þegar þeir eru að taka myndir af okkar fræga Geysi. Neðri myndin á að sýna þýzka bakpokatúrista við þjóðveginn. Kostirnir viS fsland sem ferðamanna- land 1) Fdllegt, tignarlegt og -fjölbreytilegt landslag. 2) Heilnæmt loftslag, þó veðrið sé ekki alltaf gott. 3) Þjórfé óþekkt og peningagræðgi þjónustuaðila ekki líkt því einS mikil og sumsstaðar annarsstaðar þekkist. 4) Frekar ódýrir, nýtízkulegir og góðir skemmtistaðir. (í Reykjavík). ' 5) Betri og fegurri laxveiðiár en annarsstaðar í Evrópu (eini gallinn við þær, að íslendingar þurfa að nota þær sjálfir). Ökostirnir viS ísland sem ferSamanna- land 1) Hátt verðlag á flestum hlutum. 2) Sólarlítið, úrkoma og hryssingur. 3) Algerlega vanþróað ástand í hótelmálum landsbyggðar- innar. 4) Fjarlægð landsins frá öðrum löndum. 5) Stutt sumar, aðeins 3 — 4 mánuðir. 6) Vegir, sem ekki aðeins eru óþægilegir, heldur hafa og óhollustu í för með sér. 7) Fábrotinn matur og erfiðleikar á því að útvega góðan mat (sjá meðfylgjandi frásögn Konráðs Guðmundssonar í Hótel Sögu). VIKAN 24. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.