Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 28
UtfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N ó Á. HVAA ER ORKIN HAKS l>a» er allfaf saml lelkturlim i hénnl Yiifl. IsfriS okkar. Hún hefur falIS ðrklna hans Nía elqhvers ataSar f hlaSlnu'os helttr gíSnm verBIaunum handa þelm, sem getur fundlS Brklna. TerSlaunin eru stór kon- fektkasal, fullur af hezta honfektl, os framlelSandlnn er auSvltaS BælfætlsgcrS- In Nðl. N OA? Nafn Helmnt örkln er A hU. < BlSait er flreglS var hlaut verSIannln: Michico Sauamura, Efstasundi 42, Rvík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 24. tbi. Þegar ég hitti Liz Taylor.., Framhald af bls. 18. og ég svara honum ó fiórum. Það eru ekki margir blaðaliósmyndar- ar sem kunna mállýzku Wales-búa. Við komum til Fouquets. Konan imín var þögul en miög æst. — Hversvegna gerðirðu þetta? Hversvegna þurftirðu endilega að eyðileggja kvöldið með þessu? — Eg varð að gera eitthvað, sagði ég. — Ég var svo hræddur um að ég færi að gráta þarna á göt- unni, og ég vil helzt ekki láta karl- mann sjá mig gráta . . — Farðu og biddu hann fyrir- gefningar, segir hún. Ég fór út og kom aftur eftir stund- arkorn. — Baðstu fyrirgefningar? spurði hún. - Já. — Hvernig tók hann því? — Eins og fullkominn sientilmað- ur, sagði ég. — Hann gaf mér á kjaftinn .... Hún hló. Ég þurrkaði blóðið úr munnvik- inu og bölvaði. — Hættu! — Hvað er nú, sagði ég. — Not- ið þið aldrei svona orðbragð í Hollywood? Hún gretti sig og svaraði mér á þeirri hræðilegustu ensku mállýzku sem ég hefi heyrt: — Sumir gera það, en ekki ég. Það vill svo til að ég er alin upp þar sem menn álitu þetta vott um málfarslega og andlega fátækt. Hún hló og strauk á mér hönd- ina. Ég setti upp iðrunarsvip og hún hló aftur. Ismolarnir í drykknum mínum eru að bráðna ........ ísland er orðið ferða- mannaland Framhald af bls. 26. tim við leigubílstjóra, vegna þess að þeir eru vanir úr heimalönd- um sínum, að gjaldmælir í leigu- bílum, sýni það svart á hvítu, hvað farþega ber að greiða. Þeir vara sig ekki á því, að verðbólg- unni gengur svo greitt hér á fs- landi, að það er víst lífsins ó- mögulegt að láta leiðrétta alla gjaldmæla í leigubílum, áður en bílstjórarnir þurfa að hækka taxtann. Það gera þeir nefnilega tvisvar á ári. En ;tlendingum finnst það að vonum tortryggi- legt, þegar bílstjórarnir draga upp allskonar spjöld til að lesa ar og gjaldið hljóðar uppá allt annað en mælirinn sýnir. Þeir halda, að það sé einfaldlega ver- ið að stela af þeim. En ísland hefur líka kosti, sem gott er að hafa í minni fyr- ir alla þá, sem stuðla að hingað- komu útlendinga. Fyrst ber að telja landslagið okkar fagra og litríka, auðnina, jöklana, hraun- in og mosann; „þar akur ei blett- ar, þar skyggir ei tré“. Loftslag- ið verður að teljast heilnæmt þrátt fyrir vætuna og hryssing- inn. Með einhverjum tilkostnaði væri hægt að koma heilsulindum við jarðhitastaði eins og í Hvera- gerði, í Hengli, Krýsuvík, Laug- arvatni, við Geysi, við Mývatn og víðar. Það mætti með hugvit- samlegri auglýsingastarfsemi fá fólk til að koma hingað í heilsu- bótarskyni. Sjúklingar hafa þann kost sem ferðamenn, að þeir eru veikir allt árið og ekki bara þrjá sumarmánuði. En það er önnur saga. Annar veigamikill kostur er sá menningarbragur okkar að taka ekki þjórfé. Þetta stöðuga aura- kropp burðarmanna, þjónustu- liðs, lyftumanna og þjóna, fer ekki bara í taugarnar á fslending- um; allir eru fegnir að vera aus- ir við þjórfé. Sumsstaðar sýnist það engan endi hafa, það er ef til vill búið að borga fyrirfram fyrir alla þjónustu og það ríf- lega, en jafnt fyrir það þurfa all- ir að fá sitt og vita þeir sem til þekkja, hvað það kostar að skera þjórfé við nögl eða mótmæla því alveg. Fransmenn eru til dæmis bún- ir að stórskadda sínar túrista- tekjur með allskonar svínaríi og okri. Það hefur nýlega komið í ljós þar í landi, að þrátt fyrir aukinn fjölda aðkomumanna, urðu tekjumar sífellt minni og það einfaldlega vegna þess að ferðafólkið hafði aðeins viðkomu í Frakklandi en eyddi sínum pen- ingum fremur annarsstaðar, þar sem það fékk meira fyrir þá. Nú eru Fransmenn búnir að skera upp herör til að þjónustuaðilar plokki ekki fjaðrir af ferðafólki að óþörfu. í beinu framhaldi af þessu með þjórféð, þá mætti og geta þess að skemmtistaðirnir í Reykjavík eru einmitt eitt af því, sem óhætt er að mæla með. Það geta þeir sjálfir séð, sem kynnzt hafa stað- háttum erlendis, að það er ekki allsstaðar hægt að koma inná fallegan, nýtízku skemmtistað, borða, dansa og hlusta á góða músík án þess að það kosti stór- fé. Sá sem fer á reykvískan skemmtistað, fær það aldrei á tilfinninguna, að þar eigi að kreista út úr honum alla þá fjár- muni, sem mögulegt er. Margir ferðamenn hafa látið í ljós undr- un og aðdáun á háum standard skemmtistaða hér og það er at- riði, sem sannarlega er óhætt að vekja athygli á. Það eru ekki líkt því allir út- lendir ferðamenn, sem koma hingað til þess að sjá stórbrotið landslag. Fjöldi er hér í við- skiptaerindum eða á ráðstefnum og það eru oft menn, sem gjarna vilja kynnast skemmtistöðunum. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri og ferðamálafrömuður, hefur sagt, að við eigum að gera ísland að ráðstefnulandi. Við höfum þann kost að vera milli heimsálfanna og nú orðið getur hvorki talizt mjög langt austur né vestur. Það er alveg ótrúlegur fjöldi, sem haldinn er af fjölmennum ráð- stefnum í heiminum; það er þýð- ingarmikill partur af öllum túr- isma. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur í samkeppni við aðrar ferðaskrif- stofur hér, verið að annast út- lendinga, sem koma til landsins og ferðalög íslendinga erlendis. Á ferðamálaráðstefnu á Þingvöll- um kom í ljós, að þessi sam- keppni hefur verið illa þokkuð, en útlit er fyrir breytingu, vegna þess að við það sama tækifæri lýsti forstjóri Ferðaskrifstofu rík- isins því yfir. að hann vildi draga sig út úr þessari samkeppni og annast eingöngu kynningarstarf- semi fyrir fsland. Þessi kynning- arstarfsemi hefur fram til þessa verið fremur máttlítil og aðal- lega passív; það er, að svarað hefur verið fyrirspurnum. Það hefur verið gert að umtalsefni, að ómögulegt sé að fá litprent- aða bæklinga til að kynna fs- land eða einstaka staði. Lang- bezta kynningarstarfsemin fyrir fsland, mun nú vera fólgin í stuttum sjónvarpsmyndum, sem dreift væri ókeypis til sjónvarps- stöðva og eru að því að sagt er, kærkomið uppfyllingarefni. Sjónvarpsmenn verða víða að leita fanga og þeir hafa komið til ísands í sífellt auknum mæli. f síðasta ári komu ekki færri en 12 slíkir hópar sjónvarpstöku- manna og von er á mörgum nú í sumar. Þessar sjónvarpsmynd- ir eiga ugglaust þátt í því, að aukinn áhugi virðist vera fyrir ferðalögum til fslands; sjónvarp- ið er bezti auglýsingamiðill, sem nú er þekktur. Ferðaskrifstofa ríkisins mun nú fá 750 þúsund krónur til þess að kynna ísland erlendis. Þegar hún einbeitir sér að kynningarstarfinu, verða væntanlega bæði til bæklingar og kvikmyndir fyrir þá, sem á þurfa að halda. VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.