Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 30
Juría- smiörlíki er heilsusamlegt og bragðgott, og því tilvalið ofan á brauð m og kex. Þér þurfið að reyna Jurta- smiörlíki til að sannfærast um gæði þess. AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA h.f. eru ekki þiófcttar enda þær efiaust með því að brjóta mestan hlut- ann af þessum dýrgripum þínum. Ég var að bera gömlu bækurn- ar, sem höfðu verið fyrir utan, inn. Ég býst við að það hafi verið af þvi að ég var svo reið, að ég missti staflann ofan ó spinettuna. Speg- illinn datt um leið og þrjótíu af glerblöðunum brotnuðu af. — Sjö óra ógæfa! hrópaði ég. Gloria sagði ekki orð, en leit ó Jónatan, þýðingarmiklu augnaróði. — Þetta var nú meiri klaufaskap- urinn, sagði hann hvasst. — Hún hefir aldrei brotið neitt óður, Dee reyndi að verja mig. — Við skulum taka hann með okkur heim og gera við hann. Hún týndi öll glerblöðin upp. Ég gat ekki talað, ég var með grótstafinn í kverkunum. — Jæja, stúlkur mínar, sagði Jónatan og virtist vera þreyttur. — Hlaupið þið bara heim. Við settum spegilinn í kassa og laumuðumst út eins og hundar, með rófuna ó milli lappanna. Um leið og við fórum út, heyrð- um við Gloriu segja: —■ Jæja, þar sem ég hef nú fundið þig Jónatan, elskan, þó býðurðu mér líklega úl að borða . . . — Þessi Gloria er stórhættuleg, scgði Dee ólundarlega. —• En hann virðist ekkert hrifinn af henni, sagði ég. Vissulega horfði Jónatan ó Glor- iu í öllu sínu skarti, með mæðu- svip, en það var eins og að\hann gæti ekki varið sjólfan sig. Kvöld eftir kvcld lét hún hann bjóða sér út ó róndýra staði. — Þetta getur ekki gsngið, sagði Dee. — Nú verðum við að fara að undirbúa mömmu . . . A hverju kvöldi, þegar hún kom heim fró því að tína óvexti, réð- umst við að henni eins og maurar. Við sögðum henni að við værum ó snyrtinómskeiði í skólanum og að okkur vantaði einhvern til að æfa okkur ó. Dee þvoði og lagði ó henni hórið. (Það þýddi ekkert að tala um það við mömmu, að fara ó hórgreiðslustofu). Ég snyrti ó henni hendur og andlit. Hún lét tilleiðast að gera þetta, ef við lós- um upphótt fyrir hana ó meðan, eða réðum með henni krossgótur. — Nú verðum við að bjóða Jón- atan til kvöldverðar, sagði Dee. — Hve mikið hefur þú sparað af kaup- inu þínu? — Sjö og sex, sagði ég. — Við verðum að opna spari- byssuna. Dee vann einu sinni ótta pund í blaðagetraun, og hafði geymt það til þess að grípa til, þegar eitthvað mikilvægt væri í húfi. A mónudegi buðum við Jónatan að borða hjó okkur ó þriðjudag, og hitta mömmu okkar. Hann þóði það með þökkum. Tíu mínútum seinna kom Gloria flögrandi inn í búðina og bað hann um að koma með sér ó uppskeruballið ó þriðju- dag. Við bjuggumst við að hann af- þakkaði okkar boð, en hann gerði það ekki. Hann horfði fyrst ó Glor- iu og svo út um gluggann. Einmitt þó gekk mamma framhjó. Hún var hætt í óvaxtatínslunni og var nú komin í kartöfluflokkun. Búningur- inn sem hún notaði við það tæki- færi voru blóar gallabuxur, brjóst- sykurröndótt blússa og sólhattur. — Nei, þarna er Alísa frænka, sagði Dee upphótt við mig. Golria var ergileg við Jónatan, vegna þess að hann vildi ekki fara með henni ó ballið, og tautaði eitt- hvað um það að pabbi sinn ætlaði að koma og að hann þyrfti að tala um viðskipti við Jónatan. Við sögðum mömmu að við hefð- um boðið atvinnuveitanda okkar að borða, og hún lofaði að kaupa kjúklinga ó bóndabænum, þar sem hún vann. Við keyptum litla flösku af Cherry Brandy fyrir afganginn af peningunum. — Hvað heldurðu að Jónatan þyki gott? sagði ég. — Góður einfaldur matur, sagði Dee. — Bakaðar kartöflur, salat og þessa venjulegu eplapæ, sem ég er vön að búa til . . . Það voru minnst hundrað efni í þessari eplapæ hennar og hún var eins og hún væri búin til úr kvöldstjörnunni. Ég reyndi að hafa auga með henni, svo að hún setti ekki eitthvað annarlegt í salatið. Hún ótti það nefnilega til að setja allt mögulegt í salatið, jafnvel hrís- grjcnagraut og sveskjur, og okkur þótti það ógætt. Þriðjudags- eftirmiðdag vorum við búnar að pakka mömmu inn í andiitsmaska og allskonar krem, svo að hún leit út eins og sjúkl- ingur ó slysastofu. Við vorum bún- ar að gera eldhúsið hreint í hólf og gólf, sömuleiðis dagstofuna, rók- um Boris út og sópuðum upp öll lausu hórin af honum, að maður tali ekki um öll þau dagblöð og tímarit, bækur, ballettskó og tennis- spaða, ósamt allskonar drasli sem við fórum með upp í herbergið okkar. — Er þetta nú rétt, sagði ég, þeg- ar ég var að rogast með dagblöð fró síðustu sex mónuðum upp ó loft. — Er ekki bara betra að hann sjói okkur eins og við erum? — Alls ekki sagði Dee og hnykl- aði brúnirnar. — Fyrstu óhrifin eru mikilvægust. Svo fór hún aftur að hafa áhyggjur. — Ég býst ekki við að mamma eigi dropa af ilmvatni eftir, og Gloria svífur í skýjum af ilmvatni. A mínútunni sjö kom Jónatan og hringdi dyrabjöllunni. Við vorum búnar að gera við hana, svo að við heyrðum í henni. Mamma var í svarta fallega kjólnum, sem hún hafði notað þegar að hún var á auglýsingaskrifstofunni. — Ég skil ekki hvað er orðið af fötunum mín- um, sagði hún. — Við sendum þau öll í hreins- un, sagði Dee. Mamma var svo fín, snyrtileg og sæt, en mér var hálfórótt. — Dee, sagði ég. — Það er eitt sem við höfum ekki hugsað um . . . Dee var að stinga í kjúklingana. Hún var líka fín og snyrtileg, í kjól, en ekki síðbuxum, eins og venjulega. Það var ég líka. Við vorum líka búnar að loka Boris inni í eldiviðarskúrnum. — Hvað er það? spurði Dee. — Ef þau verða ekki hrifin hvert af öðru . .. — Vitleysa, sagði Dee og fór til að opna fyrir Jónatan. Jónatan virtist steinhissa, þegar að hann sá húsið okkar. Hann sat í armstólnum, mjög hátíðlegur og án þess að segja mikið, horfði efa- blandinn í kring um sig, á snyrti- lega og hreina stofuna og á mömmu, svona glerfína í stólnum, meðan að ég var að reyna að fá þau til að drekka sherry og Dee var að láta matinn á borðið. Eitthvað hafði farið í handaskol- um hjá okkur. Við matborðið voru mamma og Jónatan svo andstyggi- lega þögul. Hann horfði á hana og hún virtizt vera í draumi. Inn á milli reyndi ég að tala við Dee, til að fylla upp í þögnina, og undr- aðist með sjálfri mér, hvað það væri sem okkur hafði sézt yfir. Þá rann allt i einu upp fyrir mér Ijós. Við höfðum gert of mikið úr því að gera mömmu fína og þessvegna var hún svona hátíðleg. Ég hefði getað öskrað. — Spilið þér golf, herra Buck- nell? — Nei, sagði hann. — Gerið þér það? — Nei, en mér finnst að allir ættu að gera það, sem hafa tíma til þess. En bridge? — Nei, ég spila það ekki held- ur. — Jæja . . . Við töluðum um veðrið, skólann, og veðrið, nýju skolpleiðslurnar og veðrið. Þegar Dee reyndi að fara að tala um hljómlist við mömmu sagði hún: — Auðvitað hefi ég ekki mikla þekkingu á hljémlist, en það versta gQ VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.