Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 31
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik fiösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. er að ég veit ekki hvað mér þykir mest gaman að . . . Eftir matinn sótum við stíf í stól- unum og reyndum að tala saman. Eg hafði þá hryllilegu tilfinningu að mamma myndi nú bráðum stinga upp á því að við spiluðum Ludo. Það var næstum léttir þegar dyra- bjallan hringdi. Það var Gloria. Hún gerði ekki annað en að biðj- ast afsökunnar, en hún sagðist halda að Jónatan væri hjá okkur, og faðir hennar ætlaði að stoppa svo stutta stund, hvort hún mætti nú ekki ræna gesti okkar í hálf- j tíma. — Auðvitað, svaraði mamma i sama tón, en vildi hún ekki heldur ( koma inn og taka föður sinn með? — Þakka yður fyrir, en það er alltof mikið, sagði hún og dró Jón- atan með sér út í náttmyrkrið. — Hu-u, sagði mamma, þvílík skessa. — Þó að mamma sýndist blind fyrir sumu, er hún óvenjufljót að skilja. Ég hugsaði sorgmædd um óopn- aða Cherry Brandy flöskuna og Dee fór allt í einu að gráta. — Lambið mitt, hrópaði mamma, hvað er að? Ertu yfirþreytt? Mat- urinn var yndislegur, en hann er nú dálítið þungur. — Nei, snökti Dee, •— hann er engill. Það varst þú, þú varst svo stíf, hann var hræddur við þig . . . — En ég hélt að þið vilduð að ég væri svona, sagði hún, alveg undrandi. — Ég gerði mitt bezta til að vera nógu virðuleg móðir, svo að þið þyrftuð ekki að skammast ykkar fyrir mig . . . — Og nú er hann farinn, með þessu flagði. Dee hé't áfram að gráta. — Og ég er viss um að hann kemur ekki aftur . . . Jónatan kom ekki aftur. Næsta morgun var Dee búin að fá heiftarlegt kvef og ég var sár í hálsinum. Ég hringdi til Jónatans og sagði honum með hásri rödd að við gætum ekki komið til að þurka af. — Það þykir mér leiðinlegt, sagði hann, og mér heyrðist hann meina það. Það var þó alltaf eitt- hvað. — Viltu skila kveðju til mömmu þinnar og þakka henni fyr- ir þetta skemmtilega kvöld hjá ykk- , ur. — Það var gaman að þú skildir hafa ánægju af því, kvakaði ég. — Mamma ykkar er ekkert lík ' því, sem ég hafði hugsað mér. Ég hélt að hún væri allt öðru vísi, lík- ari frænkum ykkar . . . Þetta var síðasta stráið. — Ég verð að fara, ég heyri að Dee er að hósta . . . — Er hún svona slæm? — Ég held að þetta sé allt sál- rænt, sagði ég ergileg og lagði á. Ég fór með könnu af heitum sól- berjadrykk upp til Dee. Við vorum ekki búnar að fjarlægja draslið sem við hentum inn í herbergið okkar, til heiðurs fyrir Jónatan, svo að ég varð að skáskjóta mér í gegnum það. En ég var búin að kveikja upp í arninum, og það var notalegt í herberginu. Boris lá uppi ráminu hjá Dee og hlýjaði henni. Dee var að taka til í bandaskúffunni, henni leið hálfilla og hún gerði það til að hafa ofan af fyrir sér. Mamma sat með krosslagða fætur á tepp- inu fyrir framan arininn og var að gera við spegilinn, með þessum löngu og grönnu fingrum, sem gátu svo margt. Hún var í síðbuxum og kínverskri treyju. Ég skreið upp í rúmið hjá Dee, til fóta og fór að lesa upphátt, milli þess sem ég saup á drykknum. Smátt og smátt vorum við allar komnar í sólskinsskap, og þegar að við vorum að hlægja eins og brjál- aðar að einhverri setningu úr sög- unni, stóð Jónatan f dyragættinni með rósavönd í annarri hendinni og poka með ávöxtum í hinni. — Ég hringdi, sagði hann í af- sökunarróm, en það heyrði það eng- inn, svo heyrði ég mannamál og rann á hljóðið. Mig langaði til að biðja ykkur afsökunar fyrir það hvernig ég stakk af í gærkveldi. Pabbi Gloriu stakk upp á því að við keyrðum, meðan að við vorum að tala um viðskipti, og áður en okkur varði vorum við komin til Brighton. Hann vildi leggja heil- mikla peninga í fyrirtækið mitt, en ég sagði nei. Svo hélt hann áfram. — Maður verður að vera frjáls og ráða sjálfur sínum gjörðum. Og svo var það andstyggilega dónalegt að ráðast hér inn til ykkar. . . Drott- inn minn dýri, sagði hann svo. — Ég hélt að íbúðin mín væri öll á hvolfi, en ég sé að það eru bara smámunir borið saman við drasl- ið hjá ykkur. Hann horfði í kring- um sig. — Setztu niður og fáðu þér ávexti, sagði mamma og ég sá að hún hafði skipt um álit á honum. Hann settist niður á annan end- ann á teppinu, það var eini auði bletturinn í herberginu, og horfði með aðdáun á hvað mamma gerði vel við spegilinn. Það voru nokk- ur blöð sem hún gat ekki komið fyrir á speglinum og hún hafði skreytt Hróa Hattar-hattinn sinn með þeim. Hún var nú dálítið sér- VIKAN 24. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.