Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 34
1 venjulegf- mstant Gosdrykki flöskumo^ósjH l/vvaxtasj Súpur í pökkum, B reyktóbak neftóbak I [sPytur |j Snyrtivörur Te í grisjum og laust Kak Kex margar tegundir Ávexti Ostar N iðursuðuvör ur sardínur, gaffalhit ar, smjörsíld, kjöt, kjötbúðingur, svið. fiskbúðmgur og fiskbollnr Sígarettur, vindlar rakk rem, rakblöð nkr em, tannburstar -..-'■II MATVORUBÚÐIR \ metra á þremur dögum með þrjá- tíu og fimm kílóa bagga á hryggn- um. Það var oft hvasst á Korsíku og við þjáðumst ósjaldan af kulda. Föt skorti ekki, en við máttum ekki vera í öðru en þunnum herbúða- einkennisbúningum með skyrtu sem var opin í hálsinn. í tólf kílómetra fjarlægð blasti Sardinía við okkur. Mörg skip sigldu framhjá — sum þeirra norsk. Það var raunaleg sjón undir þess- um kringumstæðum. Arangursrík frönskukennsla. Við lærðum frönsku. Kennslan fór fram á mjög svo hernaðarleg- an máta, sérstaklega hvað mál- fræði viðvék. Klausuna „ég er, þú ert" o.s.frv. varð að mæla fram háttbundið og hiklaust. Þegar við sögðum je suis slógum við okkur í síðuna svo að small í. Ef við göt- uðum, kom kennarinn — franskur undirforingi — og beit okkur í fing- urinn. Að lokum voru allir okkar fingur orðnir aumir og sárir og litu út eins og pylsur. En við lærð- um þokkalega frönsku. Dag einn var ég kallaður fyrir höfuðsmanninn og heyrði þá, að fyrirhugað væri að senda mig til Marseille ásamt þremur öðrum úr hljómsveitinni. Þegar til meginlandsins kom, var okkur komið fyrir í aðalbækistöðv- um hersveitarinnar, sem eru í þriggja kílómetra fjarlægð frá Mar- seille. Við vorum nálægt áttatíu í hljómsveitinni og fórum um og lék- um á ýmsum stöðum, til dæmis í Cannes og Nice. Ég hafði það mjög sæmilegt — bjó í herbergi með tveimur korpórölum, þýzkum að þjóðerni, sem voru ágætis náungar. Oftsinnis hvöttu þeir mig til að strjúka. Sem Norðmaður hafði ég góða möguleika á að fá hjálp hjá norskum sjómönnum. Þegar ég einn dag stóð á verði við herbúðahlið- ið, nam norsk bifreið staðar fyrir utan. í honum voru ferðamenn — ég heyrði þá tala saman, en varð að standa þögull eins og sfinx. Mér var Ijóst, að ég hefði góða mögu- leika á að strjúka, svo fremi ég kæmist til Marseille, en maður varð að hafa lokið einu ári í hersveit- inni áður en ferðaleyfi þangað fengist. Danir hjálpa. Kvöld nokkurt ákvað ég að hætta á að flýja. Ég var í venjulegu kvöld- fríi frá sex til tíu og hitti tvo Frakka úr hersveitinni. Þeir ætluðu til Mar- seille; við tókum leigubíl þangað og gengum svo frá einum barnum til annars. Að lokum uppgötvaði ég nokkra danska sjómenn við eitt borðið. Ég gekk rakleitt til þeirra og spurði hvort þeir vildu hjálpa mér, og þeir sögðu að það væri sjálfsagt. Ég bað þá að taka leigu- bíl niður að skipi og ná í einhver borgaraleg klæði, og þegar þeir komu aftur, fór ég ásamt einum þeirra að húsgrunni þar skammt frá. Þar henti ég einkennisbúningn- um inn í hrærivél og snaraðist svo í fötin, sem Danirnir höfðu náð í handa mér. Svo tók ég leigubíl nið- ur að danska skipinu. Ég fór með því sem laumufarþegi til Genúa, fékk skilríki í norska konsúlatinu þar og fór svo heim. Ég er í mikilli þakkarskuld við þessa dönsku sjómenn. Þá er maður orðinn þeirri reynslu ríkari að Utlendingahersveitin er ná- kvæmlega eins hábölvuð og sagt hefur verið. I henni er samankom- inn lausingjalýður hvaðanæva að úr heiminum. Fjölmennastir eru Þjóðverjar, en einnig er þar drjúg- ur slatti af ítölum, Spánverjum og Frökkum. Frakkarnir þykjast vera Belgar, Svisslendingar eða Mónakó- menn, því samkvæmt bókstafnum má enginn innfæddur Frakki vera í hersveitinni. Fjölsky Ida mín gerði ítrekaðar tilraunir til að fá mig lausan. Eft- ir þriggja vikna vist á Korsíku var ég kallaður á skrifstofu Deuxiéme Bureau — frönsku leyniþjónustunn- ar — og þar var mér sagt að nosk hernaðaryfirvöld hefðu reynt að fá mig framseldan, því ég hafði ekki ennþá gegnt herþjónustu í norska hernum. — En, sagði höfuðsmaður- inn, — af því þarft þú engar áhyggj- ur að hafa. Við skulum áreiðanlega sjá til þess að þú verðir hér kyrr! Og það gerðu þeir. Hefði ég ekki gripið gæsina þegar hún gafst og hefðu dönsku sjómennirnir ekki viljað hjálpa mér . . . Ég hafði séð hvernig farið var með þá, sem gripnir voru á flótta. Yfirleitt hafði ég séð alveg nóg af Útlendinga- hersveitinni. Oscar Benson, liðsmaður í Út- lendingahersveitinni, er ekki leng- ur til, en aftur á móti norskur sjó- maður, sem aftur siglir um höfin blá. Maður gæti ímyndað sér að hann langaði lítið í land á Korsiku, þótt skip hans kæmi þar í höfn. ★ Hitabeltisnótt Framhald af bls. 5. yður til borgarinnar og læt sauma yður saman. Jan Foster hélt áfram að tvinna saman hol- lenzkum blótsyrðum. •—- Blæðingin hefur stöðvazt, sagði ungi aðstoðarmaðurinn. — Gott, sagði Anders og snéri sér að Kínverjunum. — Takið byssurnar og sýnið þeim þær ef nauðsyn krefur, skipaði hann fyrir á malayisku. — En engin skot. Ég vil ekki meira skytterí í nótt. Það, sem við þurfum, er aðeins að hræða þá til hlýðni aft- ur. Schröder og Brinck, þið standið vörð um benzíntankinn og látið þá ekki fíflast neitt við hann. Ég vil ekki hafa neina sprengingu hér. Þeir munu fyrst brjótast inn í birgðaskemmuna, það er ekki til neins að stöðva það, en það getur kannske róað þó. Chang, láttu hirða ræfilsgrey- VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.