Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 39
ófreskjuna. Kúlíarnir höfðu ver- ið þjálfaðir til að meðhöndla þennan hættulega vökva. Þeim hafði verið kennt að brenna nið- ur mílu eftir mílu af frumskógar- gróðri. Þeim hafði verið kennt að eyða með eldi, án þess að láta eldinn eyða sér. Það var nokkurs- konar skipulag í brjálæði þeirra. Búðir númer þrjú, þar sem öll vandræðin höfðu byrjað voru logandi, það var skipulega kveikt í þeim og þær brunnu eins og til var ætlazt. Bambusveggir og stráþök hurfu í snöggum loga, svo gnæfðu aðeins beinagrindur húsanna í gegnum reykinn, uns þær liðuðust sundur og féllu sam- an. Hundarnir, grísirnir, hænsn- in og endurnar reyndu að forða sér og örvæntingaróp þeirra bættust við hamslaus öskur kúlí- anna. Nú æddi vindurinn ofan úr hæðunum og þeytti eldinum gegnum loftið, blés í glæðurnar, beygði trén, tætti reykinn í sund- ur. Það buldi við nýr hvellur, en þetta var ekki þruma, þetta var sprenging inni í einu geymsluhúsinu, þegar olíutunn- urnar rifnuðu af hitanum og það kviknaði í olíunni í þeim og þak- ið lyftist á langri, lágri bygging- unni. Brjálæðisöskur glumdi við, kúlíarnir snéru sér undan og hlupu burt en logamir eltu þá, teygðu sig eftir þeim, þeyttu rústum og brennandi dóti á eft- ir þeim. Þeir snéru sér við, þeir rönk- uðu við sér, eins skyndilega og þeir höfðu orðið brjálaðir. Þeir hentust niður að vatninu og köst- uðu sér út í það. Anders og mönn- um hans átta hafði tekizt að loka leið eldsins til bensíntankanna en að öðru leyti stóðu þeir hjálp- arvana gagnvart þessari ægilegu eyðileggingu; nú hættu þeir nógu lengi til þess að draga andann mjög djúpt. Andlit þeirra voru útötuð, hendur þeirra voru til- finningalausar. Það rann úr sár- um augum þeirra. — Verið hér kyrrir, ég skal tala við þá, sagði Anders og gekk burt. Hann stökk yfir logana, sem læddust eftir jörðinni, næstum án þess að finna hitann. Það virtist vera farið að dúra úr eldinum aftur; vindurinn var orðinn að stormi en þessi storm- ur var rakur og kom með svalan úða frá fjöllunum. Hann snerti logana eins og risastór, blaut hönd, og þeir beygðu sig og hjöðnuðu undan þessari snert- ingu. Anders náði niður að ströndinni; vatnið var eins og fljótandi eldur; yfirborðið end- urspeglaði og margfaldaði log- ana. — Komið hingað, kallaði And- ers út yfir vatnið. — Við þurfum á öllum höndum að halda til að bjarga ykkur. Kúlíarnir stóðu upp að öxlum í vatninu. Þeir hlustuðu, þeir snéru sér við og smámsaman skreiddust þeir á land. Æðið var ÆLLT Á SAMA STAÐ HILLMAN IMP VANDAÐUR - FAL.LEGUR - STERKUR - SPARNEYTINN - ÓDÝR BÍLL Stórglæsilegt útlit, sterkur f]ölskyldubíll,sérstaklega sparneyt- inn. Stálfjöðrun á hverju hjóli. Vélin 4 strokka 42 hestafla, vatnskæld, staðsett að aftan, gólfgírskipting. Vönduð mið- stöð. Mikið farangursrými, vönduð sæti, einstaklega þægileg- ur í akstri. ViS reynsluprófun, sem unnin var af bílstjórum ó vöktum, var HILLMAN IMP ekiS stanzlaust 160.000 km., sem samsvarar því, aS bílnum hefði verið ekiS 4 sinnum umhverfis hnöttinn eða 9—10 ára akstur. Bíllinn reyndist frábær'ega vel. Hann var aðeins smurður reglulega þ.e. á 8000 km fresti og engin bilun kom fram á vél né gangverki. Bíllinn reyndist sérstaklega spar- neytinn. Það kom heldur engum á óvart, að HILLMAN IMP varð nr. 2 I flokki smábila í MONTE CARIO- AKSTURSKEPPNINNI, en af 237 bílum sem hófu aksturskeppnina, lánaðist aðeins 22 að ná marki í hinni erfiSu keppni, sem háð er í Olpunum og er 610 km vegalengd viS erfiðustu aS- stæður. Bílstjóri HILLMAN IMP bílsins, sem varð nr. 2 í mark, var Mr. David Pollard. Stúlkan Rosemary Smith, 26 ára gömul, varð nr. 4 í mark og hlaut 2. verðlaun keppninnar ( kvenna- flokki. — Hún ók Hillman Imp fólksbil. Hver vill ekki eignast fólksbíl, sem hefur reynzt jafn frábær- lega vel og sett hvert metið á fætur öðru í góðakstri? Hillman Imp er í sérflokki en kostar aðeins frá kr. 152.000, til kr. 154.800,- Til afgreiðslu strax. Sýningarbílar á staðnum. Egíll Vílhiálmsson h.f. LAUGAVEGI 118. - SÍMI 22240. Fólksbíll sem slær í gegn allsstaSar VIKAN 24. tbl. gQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.