Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 43
og þá eigum við allt undir misk- unn guðs. Jeff virtist hugsa um þetta, því það tók hana langa stund að svara, og Anders var næstum far- inn að halda, að hún hefði ekki heyrt hvað hann sagði, því storm- urinn greip hvert hljóð og and- ardrátt frá munni hans og henti því út í æðandi, streymandi og skvettandi hringiðu regnsins, sem sprændi ofan úr ósýnilegum himni. En Jeff þurfti tíma til að raða orðum sínum og — þar sem hún var dóttir Mynheer Van Halden — valdi hún orð sín gæti- lega, því þau voru mjög mikil- væg. •— Sjáðu til, Anders, sagði hún að lokum. — Mig langaði til að sjá hvernig ævi þín væri á plant- ekrunni, og það var mjög fallega gert af þér að taka mig með þér til að sýna mér það. Mér er ljóst, að það er ekki alltaf eins slæmt og það var í nótt, en ég er þakk- lát fyrir að hafa séð Lombok eins og hún getur verið verst. Þegar bezt lætur, er það tilbreytingar- laust og þreytandi líf, það er erf- itt og óþolandi, þegar allt geng- ur eftir hinni hversdagslegu á- ætlun, og hættan felst bak við hvert eitt af gúmmítrjánum þín- um — svo mikið veit ég nú. Til þess að eyða ævinni á stað eins og þessum, án skemmtana, án uppörvunar, sífellt að grisja og tappa af, brenna niður frumskóg- inn, planta niður trjóm, grisja og tappa af, þar til trén eru ör- magna og þú færir þig á annan stað — er það raunverulega allt, sem þú vilt? Og er það þess virði að hætta lífinu fyrir það, á hverj- um degi og hverri klukkustund. Ég vissi ekki að það gæti verið þannig, Anders. Ég sagði þér, að ég hefði ekkert ímyndunarafl. En nú veit ég það, og ég mun ekki láta þig vera áfram plantekru- mann og búa í Lombok. Ég stenzt ekki þá tilhugsun að fara burt og skilja þig eftir hér. Þú þarft ekki að vera í Lombok, Anders, þú þarft þess alls ekki. Faðir minn mun veita þér hvaða stöðu, sem þú vilt; hann væntir sér mikils af þér .Hann gæti flutt þig til aðalskrifstofunnar í Amsterdam, eða minnsta kosti til skrifstof- unnar í Batavíu. Það yrði gúmmí áfram, er það ekki? Þú gætir samt unnið og náð árangri í þínu eigin starfi. Og þú þyrftir ekki að borga fyrir það með þínu eig- in blóði. Ef ég bið þig, Anders, fyrir mig og fyrir þig, viltu þá hætta við Lombok? Framhald í næsta blaði. Fangaráð í flutninga- lest Framhald af bls. 15. Ryan dró strik á kortið með vísi- fingri. _ Svissf spurði Fincham tor- tryggin. með NIVEA íloft og sól — Með lest og öllu sman, sagði Ryan rólega. — Þér eruð gersamlega brjálað- ur! sagði Fincham. — Við höfum náð þessarri lest í okkar hendur og við fengum fyrir- mæli um að snúa til Milanó, þótt við hefðum átt að fara í þveröfuga átt. Allt, sem við þurfum, er svo- lítið gabb og frek|u og fjandi stór- an skammt af heppni auðvitað. ítalirnir vita ekki hvort þeir eru í stríði eða ekki; það er þröngt um Þjóðverjana og flutningaleiðum hef- ur verið lokað með hermdarverkum eða flugárásum. Öll iárnbrautar- stjórn er áretðanlega í kaldakoli. Þegar við komum til Milanó veit Ufficio Movimento alls ekki hvað við eigum að gera eða hvert við eigum að fara, nema það sem við segjum þeim sjálfir. Fyrirmælin frá Bologna eru aðeins að fara til Mil- anó. Þau kveða ekki á um hvers- vegna. Það er aðeins skipunin, sem við fengum gegnum talstöðina, sem hefur ráðið þessu öllu saman. Við getum fengið aðra slíka og í henni getum við iagt til það sem með þarf. Við vitum að hernaðarlegar fyrirskipanir frá aðalstöðvum Þjóð- verjanna í Róm eru yfirsterkari því sem borgaralegir starfsmenn ítölsku járnbrautanna segja, bara ef mað- ur er þýzkur og nógu frekur. Fyrirlitningarsvipurinn hvarf ctf andliti Finchams og hann dró stól- inn nær Ryan. — Þeir eiga von á okkur í Ver- ona, sagði hann, öllu fremur til að komast að því hvað Ryan hafði hugsað fleira, en í mótmælaskyni. — En þeir vita ekki hvenær er von á okkur, sagði Ryan. — Allt sem þeir vita, er að lestinni var frestað í Bologna og hún látin fara til Milanó. Þeir vita ekki hvenær er von á okkur til Verona. Það eru eitt hundrað og fimmtíu kílómetr- ar frá Milanó til Verona. Og eitt hundrað og sextíu til Tirano, þar sem við getum farið yfir landa- mærin. — Þér getið ekki ekið lest hvern VIKAN 24. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.