Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 44
f ilm Aukinn brifnadur vid frágang sorps REYKJALUNDU R sími um Brúarland vinnuheimilid ad Reykjalundi fiandann sem er, eins og bíl. Það er til nokkuð sem heitir óætiun og skiptingar og allur andskotinn sem hindrar. — Það er satt, herra yfirlautinant og með sömu rökum: Þegar mað- ur sér lest fara inn á ákveðið spor, gengur maður út frá því vísu, að hún sé að fara rétta leið, annars væri hún ekki á þessu spori. Vanda- málið byriar ekki fyrr en þar sem maður á að fara inn á eitt spor en fer á annað. Ef okkur heppnast það, er málinu bjargað, þangað til við komum til Tirano. — Eg ætiaði einmitt að fara að spyrja um það ofursti. — Tirano ér miög lítið þorp. Það er áreiðanlega ekki mjög margt fólk þar. Við hægjum ferðina eins og við ætlum að stanza og svo setjum við á fulla ferð aftur áður en þeim verður Ijóst hvað við höf- um í huga. — Þér hafið töluverða skipulags- gáfu, Ryan, sagði Fincham. — Eg býst við að þetta sé tilraunarinnar virði. — Gott, sagði Ryan. Þá er það s.amþykkt. Við förum til Sviss. — Eg þarf varla að minna yður á að ef við höfum það ekki af, er ekkert líklegra en okkur verði öll- um stillt upp við vegg. Kannske ættum við að segja strákunum af þessu og leyfa þeim, sem ekki vilja taka áhættuna, að hoppa af. — Alls ekki, sagði Ryan. — Við höfum talað um það atriði, einn einasti maður, sem tekinn yrði hönd- um á röngu andartaki, gæti eyði- lagt alla áætlunina. — Ég fylgi yður, þrumaði Finch- am. — Þér eruð djöfuls nauthaus, oftast nær, en í svona ævintýrum eruð þér alveg stórkostlegur. — Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa um yður, yfirlaut- inant. Þá höldum við semsagt áfram. Meðan þeir töluðu, hafði Stein heppnazt að koma Klement á fæt- ur. Andlit majórsins var eins og á allt of feitu barni og augu hans voru í móðu. Hann gat ekki staðið, þegar Stein sleppti honum. — Hann getur ekki farið út í Parma, sagði Stein. — Þá verðum við að tala við stöðvarstjórann án hans, sagði Ry- an. — Hannn talar að líkindum að- eins ítölsku og það sér faðir Cost- anzo um. Þetta er aðeins ómerki- leg brautarstöð. En haldið áfram að koma Klement á lappirnar. Við vitum aldrei hvenær við þurfum á honum að halda. — Já, sir, sagði Stein og bældi niður geispa. — Þér fáið að sofa stundarkorn, þegar við komum út fyrir Parma, sagði Ryan. — Við þurfum allir að sofa. Nú verðum við að raka okkur, Fincham. Við megum ekki vera allt of óræstislegir. Þeir gætu farið að velta þvi fyrir sér, hvers- vegna það væri. Ryan rakaði sig á undan. Rak- bolli Klements var úr silfri með áletruðu nafni hans og fyrir fram- an stóð „von" og hinum megin var glæsilegt skjaldarmerki. Þvottafat- ið hans var einnig mjög fallegt; skál úr hömruðu silfri, sem leit helzt út fyrir að vera stolin úr einhverju safni. Þegar lestin kom til Parma, skálmaði Fincham þegar í stað fram í fremsta vagninn og kom aftur með pakka af tei, sín eigin rakáhöld og tannbursta þeirra allra. Costanzo slóst í för með honum á leiðinni aftur að vagni Klements. Meðan Costanzo rakaði sig, sagði Ryan honum frá fyrirætlun þeirra um að ræna lestinni og fara með hana til Sviss. Costanzo sneri sér við og horfði með þreyttum, dimmum augum yf- ir hvitu sápulöðrinu, á Ryan. — Haldið þér að það sé hægt ofursti? spurði hann. — Ég myndi ekki reyna það ann- ars, faðir. Það verður ekki auðvelt, en við höfum möguleika. Ég þarfn- ast hjálpar yðar meir en nokkru sinni fyrr. Þér eruð sá eini um borð, sem talar bæði ítöslsku og þýzku nægilega vel. — Ég skal gera mitt bezta, of- ursti. Þegar Costanzo hafði rakað sig, vissi hann einnig hvað hann átti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.