Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 45
að segia við stöðvarstiórann á Parma. Þeir útbiuggu einnig nýja talstöðvarskipun, sem bannaði þeim að koma til Milanó fyrr en um átta- leytið um kvöldið. Costanzo átti að segja stöðvar- stjóranum, að lestin ætti að taka fleiri fanga í Milanó og þeir fang- ar myndu ekki verða komnir á stöð- ina fyrr en klukkan sjö um kvöldið. Svo átti hann að trúa manninum fyrir því að raunverulega ástæðan fyrir því væri sendingin frá hátt- settum SS liðsforingja, sem ekki yrði tilbúin fyrr en um þetta leyti. — Þetta gekk einu sinni og það getur gengið aftur, sagði Ryan. — Ofursti, þegar við skrifum nú allar okkar fyrirskipanir sjálf ir, hversvegna skipum við okkur þá ekki að fara beint til Tirano? spurði Costanzo. — Ég er hræddur um, að það yrði erfiðara viðfangs, sagði Ryan. — Ef við gerðum það myndi áætl- unin til Verona ekki lengur finn- ast hér í þessarri lest, og við meg- um ekki „týnast" fyrr en allt ann- að er útilokað. Bætið einu smá- atriði í þessi fyrirmæli, faðir. Seg- ið, að við eigum að halda líki hins dauða félaga okkar á lestinni og afhenda það yfirvöldunum í Inns- bruck. Lestarstjórinn beið eftir þeim ! Ufficio Movimento. Hann heilsaði Costanzo hlýlega, þótt aðeins væri hálftími síðan þeir skildu. Ein af hinum ensku sígarettum prestsins dinglaði úr munnviki hans. Hann hafði þegar fengið lestaráætlunina alla leið til Piacenza, þar sem var mikil járnbrautarstöð, um það bil miðja vegu til Milanó, en þegar Costanzo lagði fram talstöðvarfyr- irmælin og útskýrði málin fyrir stöðvarstjóranum, studdi lestarstjór- inn mál hans af miklum ákafa. Costanzo þurfti aðeins að draga sig til hliðar meðan lestarstjórinn og stöðvarstjórinn settu saman nýja áætlun fyrir fangalestina. Um leið og lestin var komin út fyrir Parma, opnaði Ryan dyrnar lítið eitt. Þetta var fallegur, bjartur morgunn, og ferskt loftið hreinsaði út stybbuna af víni og uppsölu Kle- ments. Eftir ryðinu að dæma var hliðar- sporið, sem lestin bakkaði inn á um tuttugu mínútum seinna, ekki leng- ur notað. Lestarstjórinn var að losa eim- reiðina frá fremsta vagninum og Costanzo var aftur á leið til vagns Klements, þegar Ryan hoppaði nið- ur á mölina. — Hver djöfullinn stendur nú til? spurði hann. — Eimreiðin fer, sagði Costanzo. — Lestarstjórinn segist ekki geta látið hana standa atvinnulausa all- an daginn. Það kemur ný eimreið frá Pincenza og sækir okkur klukk- an hálf sex. _ Þér höfðuð ekki reiknað með þessu, Ryan, sagði Fincham. _ Fincham, farið út og tilkynn- ið mönnunum á þökunum að safn- ast saman hér fyrir utan þennan vagn. Þegar Fincham var farinn, rak Ryan hausinn inn í vagninn aftur. Klement sat í rúminu með vott hand- klæði um ennið og Stein var að raka sig. — Það verður allt í lagi með hann, ofursti, sagði Stein um öxl. — En ég hef átt í ströggli með að sannfæra hann um að lífið sé þess virði að lifa því. Mennirnir á vagnþökunum söfn- uðust í kringum Fincham og Cost- anzo og spurði hver upp í annan. Þeir voru ekki eins kuldalegir í garð Ryans eins og þeir höfðu áð- ur verið, en samt sneru þeir sér að hinum tveim, fullir af forvitni. — Hermenn, sagði Ryan, þegar hann hafði leyft þeim að þvaðra svolítið og teygja úr fótunum. — Því fyrr sem við komum okkur að verki, því fyrr fá hinir að koma út úr vögnunum. Þeir þögnuðu og biðu eftir því að hann héldi áfram. — Þið hafið sýnt mikið hugrekki með því að klæðast þýzkum ein- kennisbúningum og setjast upp á þökin, sagði Ryan. — Ég mun minn- ast ykkar í skýrslu minni. Hann dreifði þeim meðfram lest- inni, hverjum einum við þann vagn, sem hann hafði vaktað. Þegar hann gaf merki opnuðu þeir dyrnar. Mennirnir ultu út úr vögnunum stirð- ir og lerkaðir eftir margra klukku- tíma dvöl í þröngum flutningaklef- unum. Þeir teygðu úr sér og drápu tittlinga móti sólinni. — Við erum átta eða n!u mílur frá Milanó, sagði Ryan. — Við verð- um hér ! dag og kumum til Milanó eftir að dimmt er orðið. Þið farið með mat og það sem þið þurfið með ykkur, yfir á túnið þarna. Þið verðið að haga ykkur eins og þið væruð ennþá fangar ! vörzlu þýzkra hermanna, sem hafa fyrirmæli um að skjóta til að hindra flótta. Þið, sem klæddir eruð þýzkum einkenn- isbúningum, komið fram sem agað- ir þýzkir hermenn. Gleymið því ekki, ekki eitt andartak. Fangarn- ir og verðirnir mega ekki tala sam- an eða sýna minnsta samband sín í milli. — Þið verðið að halda hópinn eins og þið eruð skipaðir ! vagn- ana. Þið getið kveikt eld, ef þið finnið brenni í nágrenninu, en eng- inn má fara úr sínum hóp. Faðir Costanzo fer með lítinn hóp heim að þorpinu til að fá skóflur og vatn. Sami hópur grefur siðan gryfj- ur, sem verða notaðar fyrir salerni og ruslagryfjur í dag. Þegar þið hafið jafnað ykkur skulið þið borða vel og, framar öllu öðru, hvíla ykk- ur. — Hvenær förum við héðan? spurði Bostick. — Ég meina frá lest- inni. — Við förum ekki frá henni, svar- aði Ryan. — Við tökum hana með okkur. — Tökum hana með okkur, hvert? — Til Sviss. — Til Sviss? Frh. á bls. 48. TVÖFALT EINANGRUNAR GUEI9 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CQ HF f VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.