Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 50
Fyrirhafnarlítið er að bera fram kex 1 stað þess að hafa snittur. Slíkar kex- kökur, ætlaðar til þess að hafa með drykk, fást í búðum, og hér eru nokkrar tillögur um gott ofan á þær. 1. Lifrarkæfa, hrærð út með rjóma, skreytt með fínsaxaðri gúrku. 2. Svartur kaviar, sítróna kreist yfir og smá sítrónubiti lagður ofan á. 3. Rauðbeðusalat, gert úr rauðbeðum úr dós, súrri gúrku og rifnu, fremur súru epli, majones, hrært út með svolitlum rauðbeðulegi, er haft út á. 4. Apríkosumarmelaði. 5. Ostsneið, sem skorin hefur verið með ostaskera og síðan rúllað saman, er lögð á annan endann og fylltar olívur, skornar í sneiðar, á hinn endann. 6. Biti af Camenbert osti eða öðrum sterkum osti. 7. Gráðaostur á gúrkusalati. 8. Nautasteikarrúllur með osta- og persiljusmjöri. Smurostur er hrærður út með majones og fínsaxaðri persilju blandað í, og því smurt á nautasteikur- sneiðar sem rúllað er saman. Látið kólna vel og síðan skorið í sneiðar, sem lagðar eru á kexið. 9. Súrmjólkurostur, sellerísalti stráð yfir og kúmeni. 10. Jarðhnetusmjör (peanutbutter) og ein jarðhneta lögð ofan á. 11. Chiliblanda, þ.e. chilisósa með smásaxaðri púrru, síðan er sneið af osti lögð þar ofan á og þunnar lengjur af hrárri gulrót (skornar með hefli). 12. Rauður kaviar með þunnum laukhringjum. 13. Stór gúrkusneið með gæsalifrarkæfu úr dós, sett í hrauk á sneiðina. 14. Humarsalat, ofan á saxað dill og ný gúrka, persiljulauf efst. 15. Reyniberjagelé. 16. Hökkuð gúrka i majones, rauður pipar, skorinn í smálengjur. 17. Malakoffpylsa með sveppasneið ofan á. 18. Sítrónumarmelaði. 19. Soðið saltkjötshakk, mulið saman við svolítinn rjóma eða majones, bragð- bætt með sinnepi eða rifinni piparrót. 20. Skinkukrem. Smurostur hrærður með majones og fínsaxaðri skinku bland- að saman við. Papriku stráð út á. 21. Gráðaostur og olívur. Gráðaostur hrærður með smjöri, fínsaxaðri persilju blandað í, þessu síðan sprautað á kexkökuna. Ein heil fyllt olíva sett ofan á. 22. Lítill þríhyrndur biti af mildum osti, hráir púrruhringir lagðir ofan á. 23. Pylsa á persiljusmjöri. Góð pylsa skorin langsum og lögð á kexið, sem áður hefur verið smurt með smjöri, sem saxaðri persilju hefur verið bland- að í. 24. Sinnepssmjör, soðin skinka í þunnum sneiðum, sem vafðar eru upp, manda- rínusneiðar lagðar ofan á. 25. Karrysmjör (karry blandað í smjörið), sneið af harðsoðnu eggi og sardína vafin í hring efst. 26. Saltkjötssmjör. Hökkuðu saltkjöti blandað í smjörið, smurosti með grænum ávaxtalit sprautað ofan á. 27. Fuglalifrarkæfa og svartar olívusneiðar ofan á. _________________________________________________________________________________J Kex meö kokkteilnnm af nálinni af prj. nr. 3%, fitjið upp 2 1. hvorum megin, og prj. 3 — 3V2 — 4 sm. Sléttprjón. Takið þá úr með því að prj. saman 2 og 2 1. eina umf., prj. 1 umf. og prj. þá aftur úrtökuum- ferð á sama hátt. Prj. annan vettling eins. Drengjavettlingar: Fitjið upp 48 — 52 — 52 1. með grunnlit á 2 prj. nr. 2Vi, og prj. 3 umf. stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. Takið þá prj. nr. 3Vz og prj. sléttprjón. Prj 2 umf. og síðan munsturbekk nr. 2 eftir skýringarmyndinni. Prj. áfr. með grunnitnum. Prj. fyrst 2 umf. og takið þá úr í næstu umf. með jöfnu millibili, þar til 36 — 38 — 40 . eru á prjóninum. Takið þá prj. nr. 2 Vi, og prj. 8 umf. stuðlaprj. Takið aftur prj. nr. 3V2 og prj. séttprjón, fyrst 4 umf. og byrjið þá að auka út fyrir þumaltungunni á sama hátt og á telpuvettlingunum, og prj. síð- an vettlingana áfr. á sama hátt. Telpuhúfan. Fitjið upp fremur laust 124 — 128 — 132 1. með grunnlit á prj. nr. 2V2 og prj. 12 umf. stuðla prjón, prj. síðan 1 umf. slétt frá röngu og þá 12 umf stuðlaprjón og fellið af 2 1. í byrjun 2ja síð- ustu umferðanna (saumfar). Tak- ið þá prj. nr. 3Vi (40 sm.) og prj. sléttprjón í hring, 3 umf. Prj. síðan 120 — 124 — 128 1. með munsturbekknum eftir skýr- ingarmyndinni. Takið síðan sokkaprj. nr. 3V2 og prj. með grunnit. Prj. 2 umf., og takið síð- an úr fyrir kollinum, þannig: * Prj: 1 1. sl., takið 1 1. óprj., prj. 1 1. sl. og steypið síðan óprj. 1. yfir þá prjónuðu, prj. 25 — 26 -— 27 1. sl. og prj. síðan sama 2 1. sl. * endurtakið frá * til * um- ferðina á enda. Gerið síðan þess- ar úrtökur í hverri umf. þar til 12 1. eru eftir. Klippið á þráðinn og gangið frá honum. Drengjahúfa. Fitjið upp 124 — 124 — 132 1. með grunnlit á prj. nr. 2%, og prj. 5 umf. stuðlaprjón. Tak- ið þá prj. nr. 3V2 og prj. slétt- prjón. Prj. 2 umf. og síðan munst- urbekk nr. 2 eftir skýringar- myndinni. Takið prj. nr. 2Vz, prj. 5 umf. stuðlaprjón og 1 umf. sl. frá röngu Takið þá aftur prj. nr. 3V2, og prj. næstu 6 sm. með stuðlaprjóni. Prj. þá 1 umf. sl. með ójöfnum lykkjufjölda og áfr. 2 umf. sl. í næstu umf. byrj- ar úrtaka fyrir kollinum þannig: Prj. 2 1. sl. * prj. saman 2 1. sl. prj. 13 — 13 — 14 1. *, endur- takið frá * til * umf. á enda, og endið með 15 —- 15 — 16 1. sl. Gerið þessar úrtökur 5 — 6 — 7 sinnum í 4 hv. umf. og síðan í 2. hv. umf. þar til 12 1. eru eftir. Klippið á þráðinn og gangið frá honum. Endurnýjum sængur og kodda. Fljót afgreiðsla. Höfum einnig æSardúns-, gæsadúns- og dralonsængur. Póstsendum um land allt. DÚN- & FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfó skref fró Laugavegi). Sími 18740. gQ VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.