Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 10
Allir þeir sem voru á alþingxshátíðinni á Þingvöllum 1930 minnast þess enn í dag sem einhverrar eftirminnilegustu og tilkomumestu hátíðar þessarar aldar. Hér eru nokkrir hátíðagesta og hluti tjaldborgarinnar ásamt íslenzka fánanum. Eins og sjá má af myndinni, mun margur maðurinn hafa sett upp spari-sixpensarann sinn við þetta tækifæri. 1907. Fánamálið var mjög á dagskrá og sérstaklega varð það baráttumál ungmenna- félagshreytingarinnar, scm fylkti sér um blá-hvita fánann. 29. júní var haldinn fundur um sjálfstæðismálið á Þingvöllum og þar hélt Bjarni frá Vogi ræðu fyrir blá-hvíta fánanum og löghelgaði hann. Myndin er tekin við það tækifæri. Einn stærsti og merkasti atburður aldarinnar: Lýðveldisstofnunin á Þingvöllum 17. júní 1944. Lýðveldisfáninn hefur verið dreginn að hún í siagviðrinu og mann- fjöldinn horfir lotningarfullur á. Síðari tilutí Ólafur Hansson menntaskólakennari heldur áfram að rifja upp fyrir okkur atburði síðasta mannsaldrar. f þessari grein ritar hann m.a. um áfengismál, listir, hernám og „ástand“, fslenzka lýðveldið, stjórnmál, atvinnuvegi o.fl. Enn er deilt í landinu um ófengismálin. Eftir að banninu var kom- ið á 1915 voru oft hatrammar deilur milli bannmanna og andbann- inga. 1922 er horfið frá hinu algera banni. Þá er heimilaður inn- flutningur léttra Spánarvína. Þetta er gert af því að ella neita Spán- verjar að kaupa íslenzkan saltfisk, en saltfiskmarkaðurinn á Spáni var þá Islendingum margfalt mikilvægari en hann nú er. Eftir þetta eykst heimabrugg í landinu verulega. Bruggarar eru teknir bæði í sveit og við sjó. Heimabruggið, „landinn" er oftast ekki neinar guða- veigar, en hann flýgur þó út. Lögreglumann fara um landið og leita að bruggi í hraunum og hellisskútum, og oft hafa þeir eitthvað upp úr krafsinu. Smygl á útlendu áfengi eykst einnig, stundum eru tek- in skip með heila áfengisfarma. Bindindishreyfingin er nú varla eins sterk með þjóðinni og áður hafði verið, meðan stúkurnar voru öflugustu félagssamtökin í landinu. Nú keppa margvísleg önnur félög við þær um starfskrafta félagslynds fólks. 1933 fer fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um það, hvort leyfa skuli sölu sterkra vína í landinu. Það er samþykkt með nokkrum meirihluta. 1935 hefst sala sterku vínanna. Eftir það fer að draga úr bruggi og smygli, þótt ekki hverfi það með öllu. Áhugi á íþróttum fer nú mjög vaxandi, einkum knattspyrnu, frjáls- um íþróttum og sundi. Nú fara útlend knattspyrnufélög stundum að keppa hér á landi. 1937 tekur Sundhöll Reykjavíkur til starfa, og sundlaugar eru gerðar úti um landið. Á útlendum vettvangi hlýtur íslenzki íþróttagarpurinn Jóhannes Jósefsson mikla frægð. Fleiri og fleiri íslendingar fá síma, bæði í bæjum og sveitum. 1932 tekur sjálfvirk símstöð til starfa í Reykjavík. Og nýtt tækniundur, út- varpið, heldur innreið sína. 1926 heyra íslendingar í innlendu út- varpi. Einkafélag undri stjórn Ottós B. Arnar og Lárusar Jóhannes- sonar, setur upp litla útvarpsstöð í Reykjavík. Árið 1930 tekur ríkis- útvarpið til starfa, og er Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. Menn eru í fyrstu í hálfgerðum vandræðum með íslenzkt orð yfir þetta nýja furðutæki, notuð eru orðin radió, viðboð og viðvarp. En orðið út- varp ryður sér fljótlega til rúms. Á sama ári, 1930, koma talmyndir til íslands. Miklar framfarir verða í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Sullaveik- in er að hverfa, og það dregur úr berklaveikinni, einkum eftir 1930. Miklar framkvæmdir eru f spítalamálum. Stórt berklahæli er reist f Kristnesi, og veglegur spítali á ísafirði. 1930 tekur Landsspítalinn til starfa f Reykjavík og Elliheimilið Grund á sama ári. í skólamálum eru héraðsskólarnir merkilegustu nýjungarnar. Þeir eru aðallega byggðir á stöðum, þar sem jarðhiti er, svo sem Reyk- holti, Reykjanesi við Djúp, Reykjum f Hrútafirði, Laugum og Laugar- vatni. Samvinnuskóli tekur til starfa, Verzlunarskólinn f Reykjavfk eflist, gagnfræðaskólar eru stofnaðir í flestum kaupstöðum, húsmæðra- JQ VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.