Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 14
1936. Útl í Þýzkalandi eru nazistar að eflast til valda um þetta leyti og þjóð- ernis-jafnaðarstefnan á líka sína á- hangendur á íslandi. Kölluðu þeir sig flokk þjóðernissinna og málgagn þeirra hét „ísland". í porti við ís- húsið höfðu þeir gönguæfingar undir merki sínu, hakakrossfánanum. Þvottalaugarnar i Reykjavík voru mik- ið notaðar af öllum almenningi 1 Reykjavík, allt fram á þraðja og fjórða áratug þessarar aldar. Sem sagt nokk- urskonar þvottavéi þeirra tima. Tvennir tímar í raforkumálunum: Annarsvegar rafstöð Jóhannesar Reykdal í Hafnarfirði, sú fyrsta í öllu landinu og hinsvegar nýtízku há- spennulina frá Soginu og mynd Ásmundar, „Raf- magn“. hafa staðið miklu meiri stuggur af þýzku, en brezku hernámi. Aðfaranótt 10. maí 1940 vöknuðu sumir Reykvíkingar við gný flug- véla, og herskip sáust á ytri höfninni. Ýmsir héldu í fyrstu, að Þióðveriar væru komnir, en það reyndust vera Bretar. Þeir hertóku Reykjavík og síðan ýmsa aðra staði á land- inu. Þióðveriar, sem dvöldust í landinu, voru handteknir, þeirra á meðal þýzki ræðismað- urinn, Gerlach, sem um skeið hafði verið talsverf athafnasamur á íslandi. Ríkisstjórn Islands mótmælti hernáminu, en skoraði á landsmenn að gæta stillingar. Hernámið setur fIjótlega svip sinn á Reykja- vík og fleiri staði í landinu. Hermannabragg- ar þjóta upp út um holt og móa og byrgi úr sandpokum eru víða hlaðin. Margir fara að óttast þýzkar loftárásir á ísland.Loftvarna- nefnd er skipuð í Reykjavík undir forustu Agnars Koefod-Hansens lögreglustjóra og undirloftvarnanefndir í öllum hverfum borg- arinnar. Loftvarnaæfingar eru haldnar. Aldr- ei í stríðinu kemur þó til loftárása á Reykja- vík, þó að þýzkar flugvélar sjáist stöku sinn- um yfir bænum og skotið sé á þær úr loft- varnabyssum. Þjóðverjar gera stundum minni háttar loftárásir á staði úti á landi, t.d. Seyð- isfjörð og á skip við strendur landsins, en manntjón meðal íslendinga verður lítið í þeim árásum. Hins vegar sökkva Þjóðverjar mörg- um íslenzkum skipum á hafi úti, og veldur Það miklu manntjóni. Mörgum togurum og öðrum fiskiskipum er sökkt. Goðafossi er sökkt 1944, rétt uppi við landsteina á íslandi, Dettifossi 1°45 í námunda við Bretlandseyj- ar. Draumur, sem ekki rættist. Einar Benediktsson dreymdi um það að virkja fossaflið og koma upp stóriðju á heims- mælikvarða. Þetta stöðvarhús fossfélagsins Titan komst ekki lengra an á pappfrinn. Það átti að rfsa hjá Urriða- fossi f Þjórsá og þá var gert ráð fyrir járnbraut frá Reykja- vfk og austur þangað. Um 1910. VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.