Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 16
 HÚN SVIPTI UPP LOKINU. LANGA STUND STÓÐ HÚN OG HORFÐI NIÐUR í KISTUNA, MEÐAN HVERT SMÁATRIOI INNIHALDSINS GREYPTIST í VITUND HENNAR EINS OG MYND Á LJÓSFILMU. HVERT SMÆSTA ATRIÐi VAR ÖAFMÁANLEGA SKÝRT OG MYND! ALDREI GLEYMAST. HÚN HEFÐIALDREI GETAÐ HRÆRT NOKKURN VÖÐVA Á ÞESSU AUGNABLIKI. HRYLLINGIN VAR EINS OG SVÖRT KÁPA YFIR HENNI, KÆFANDI, LAMANDI. SVO AFMYNDAÐIST ANDLIT HENNAR. HÚN SKELLTI AFTUR LOKINU OG HLJÓP UPP STIGANN EINS OG VITSKERT. STORIV Smásaga eftir McKr HÚN STAKK LYKLINUM í skrána og sneri snerlinum. Marz-vindurinn reif af henni hurðina og skellti henni í vegginn. Það þurfti afl til að loka henni móti vindinum og hún hafði ekki fyrr lokað henni, en regnið helltist niður, lamdist við rúðurnar éins og það væri að reyna að elta hana inn. Það heyrð- ist ekki til leigubílsins, þegar hann ók af stað aftur niður veginn. Hún andvarpaði af feginleik yfir að vera komin heim aftur og það mátulega. f úrkomu sem þessari flæddi ávalt yfir vegamótin. Hálftíma seinna hefði bíllinn ekki komizt leiðar sinnar um vatns- elginn og að húsinu var engin önnur leið. Það var hvergi Ijós í húsinu. Ben var þá ekki kominn heim. Um leið og hún kveikti á lampanum við sófann varð hún vör við von- brigði með sér. Alla leiðina heim — hún hafði verið í heimsókn hjá systur sinni — hafði hún ímyndað sér að hún kæmi að upp- lýstu húsi og Ben myndi sitja við arininn með dagblaðið sitt. Hún hafði hlakkað til að sjá undrunar- og gleðisvipinn á andliti hans við að fá hana heim, viku á undan áætlun. Hún vissi, hvernig kringluleitt andlit hans myndi ljóma, blikið í augunum bak við glerin. Hvernig hann myndi grípa um axlir hennar og horfa niður á andlit hennar, leita að breytingum, sem orðið hefðu á henni þennan mánuð. Síðan myndi hann kyssa hana remhingskoss á báð- ar kinnar, eins og franskur hershöfðingi, sem úthlutar heiðursmerkj- um. Svo myndi hún búa til kaffi og finna kökubita og þau myndu sitja saman við eldinn og rabba saman. En Ben var elcki heima. Hún leit á klukkuna á arinhillunni og sá að hún var nærri tíu. . . . Ef til vill ætlaði hann sér ekki að vera heima í nótt, þar eð hann átti ekki von á henni jafnvel áður en hún fór, liafði hann oft verið í borginni nætursakir, þegar viðskipti drógust of lengi til að hann næði síðustu lest. Ef hann kæmi ekki fljótlega, myndi hann alls ekki komast heim. Henni féll ekki sú hugsun. Það var að herða storminn. Hún heyrði veðurbarninginn i greinum trjánna og kveinið í vindinum við horn- in á litla húsinu. í fyrsta sinni iðraðist hún þess að hafa flutt svo langt frá borginni; áður höfðu verið nágrannar nokkur hundruð metrum neðar við veginn, en þeir voru fluttir fyrir mörgum mán- uðum og nú stóð hús þeirra autt. Hún hafði kært sig kollótta um einveruna. Það var dásamlegt að búa hér — tvö. það hafði veitt henni svo mikla unun að koma sér fyrir í húsinu — sínu eigin húsi — og sjá um heimilið, að hún hafði ekki saknað félagsskapar auk Ben. En núna, alein í storminum, sem var að leitast við að brjóta sér leið inn í húsið, fannst henni ógn- vekjandi að vera svo langt frá öðru fólki. Það bjó enginn hérna- megin við vegamótin; vegurinn að húsinu hélt áfram um akurlendi og varð að engu í þéttum skógi mílu innar. Hún hengdi hatt sinn og kápu inn í skáp og tók sér stöðu fyrir framan spegilinn til þess að festa upp nokkra hárlokka, sem vind- urinn hafði leyst. í raun og veru horfði hún ekki á fölt andlitið með uppbrett nefið, grannan, nærri barnslegan líkamann í full- orðinslegum, svörtum kjól, eða stór, brún augun, sem mættu henni í speglinum. Hún festi síðasta hárlokkinn og sneri sér frá speglinum. Hún var dálítið siginaxla. Það var eitthvað barnslegt í fari hennar, eins og lítillar telpu, sem þarfnast verndar, eitthvað óþroskað og þó aðlaðandi. Hún var rúmlega þrítug og hafði verið gift i fimmtán mánuði. Það, að hún skyldi hafa gifzt, fannst henni kraftaverk. Nú fór hún að ganga um húsið og kveikti ljós hvarvetna. Ben hafði skilið snyrtilega við það; þar sáust engin merki um karl- mannlegan sóðaskap en hann var líka mjög þrifinn maður. Henni var að verða Ijóst, að það var kalt í húsinu. Ben hafði að sjálf- sögðu skrúfað niður hitann. Hann var mjög nákvæmur í þeim sökum. Hann gat ekki þolað bruðl. Það var ekki að furða þó henni fyndist kalt. Hitastillirinn sýndi 18 stig. Hún ýtti vísinum á 23 og vélin í kjallaranum fór af stað 20 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.