Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 31
NYJUNG KLIMALUX RAKAGJAFI LOFTHREINSARI Ákjósanlegur þar sem mikil upphitun veldur þurru lofti, KUMALUX er með innbyggðri síu, og gerir því hvort tveggja, að bæta raka í loft- ið, og hreinsa úr því óhrein- indi og tóbaksreyk. Rakagjafinn er með snúru og kló, sem er stungið í tengil, og gengur nólega hljóðlaust. Mjög lítil rafmagnseyðsla. HREINNA OG HEILNÆMARA LOFT, AUKIN VELLÍÐAN. Gerið svo vel að sjó KLIMA- LUX í gangi og fó nónari upplýsingar hjó einksölum. í þriSjudagsbréfl Grcte Bendix sem birtist i Tidens Kvinder, 20. tölublaði í maí ‘65 segir svo: „Ég hefi alltaf haft vatnsílát á miðstöðvarofnunum heima, því að hús okkar er þétt eins og niðursuðudós, og loftið svo þurrt, að það veldur óþægind- um í hálsi. En ekki nóg með það. Krakkarnir eru stöðugt með kvef, og allsstaðar neist- ar af stöðurafmagni. Ég hefi séð rakagjafann KLIMALUX, sem gengur fyrir rafmagni, er með innbyggðri dælu, er sýg- ur loftið inn, og gefur það frá sér bætt raka. Rakagjafinn gef- ur frá sér uppgufun sem nem- ur 2 iítrum á dag, og eyðir á sama tíma rafmagni fyrir að- eins 3 aura (danska). Þessi rakagjafi er á óskalista yfir það sem við ætlum að kaupa jafn- skjótt og fjárhagurinn leyfir. Og það munum við áreiðanlega gera, vegna þess að maður hlýt- ur að hafa efni á að greiða fyrir heilbrigði". J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Bankastræti 11. — Skúlagötu 30. — Sími 11280. J mó, að hver bær fói síma. Það liggur stöðugur straumur fólksflutninga til Suðvesturlands, þéttbýlið við Faxaflóa eykst, Reykjavík teygir sig inn að Elliða- ám og jafnvel inn fyrir þær, og háhýsi rfsa upp í hinum nýju hverf- um. Fjölmennur nýr kaupstður, Kópavogur, vex upp milli Reykja- víkur og Flafnarfjarðar og stækkar mjög ört. Á Suðurnesjum fjölgar einnig, einkum í Keflavík og Njarð- víkum. Húsnæðisvandræði eru stundum mikil á þessu þéttbýlis- svæði, flestir eru að streitast við að eignast eigin íbúð. Efnaða fólk- ið byggir sér lúxusvillur, mismun- andi smekklegar. Þau hverfi fá hjá almenningi nöfn eins og Gullströnd- in og Snob Hill. Enn er búið í brögg- um, en braggahverfin minnka smátt og smátt og sum hverfa alveg. Rafvæðingin heldur áfram. Orku- verin við Sog eru stækkuð, og nýj- ar virkjanir eru gerðar úti um land- ið. Farið er að gera áætlanir um stórvirkjanir í Þjórsá og fleiri fall- vötnum. Notkun jarðhitans eykst. Hitaveitan í Reykjavík nær til æ fleiri hverfa, og komið er upp hita- veitum á Selfossi Hveragerði, Sauð- árkróki og Ólafsfirði. Utanríkisverzlunin beinist að nokkru leyti inn á nýjbn brautir. Enn er verzlað mikið við Bretland, Þýzkaland. Norðurlönd og Suður- Evrópu, en verzlunin eykst við Bandaríkin og löndin í Austur-Evr- ópu. Margar innlendar verzlanir flytjast í glæsilegt húsnæði, og und- ir 1960 fara kjörbúðir að þjóta upp. Bönkum fjölgar í landinu, 1953 eru Iðnaðarbankinn og Framkvæmda- bankinn stofnaðir, 1961 Verzlunar- bankinn og 1963 Samvinnubank- inn. Landsbankanum er skipt í Seðlabanka og Viðskiptabanka. Utibúum bankanna fjölgar. Alltaf eru dýrtíð og verðbólga erfiðasta viðfangasefni stjórnmálamannanna og alls almennings. Gengi krónunn- ar lækkar gagnvart erlendum gjald- eyri. Vinnudeilur eru talsverðar, einkum árin 1955 og 1963. Árið 1962 eru sett lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, og ár- ið eftir hækka laun þeirra talsvert. Miklar framkvæmdir verða í sam- göngumálum. Algerlega ný verk- tækni er nú komin til skjalanna í vegagerð, hinar stórvirku vegagerð- arvélar. Margar ár eru brúaðar. Bílum fjölgar ört, tala bíla í land- inu fer yfir 30.000 árið 1964. Mik- ið er unnið að gatnagerð í kaup- stöðum. En hin aukna umferð skap- ar mjög erfið vandamál. Stórfelld- ar framkvæmdir eru við hafnargerð víða um land, t.d. í Njarðvíkum, á Rifi, í Bolungarvík, Vestmanna- eyjum, Þorlákshöfn og miklu víð- ar. Kaupskipum landsmanna fjölg- ar. Eimskipafélag Islands kaupir marga nýja Fossa, og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga kemur sér upp miklum skipastóli, Fellunum. Önnur skipafélög eflast, Eimskipa- félag Reykjavíkur, Jöklar, Hafskip og enn fleiri. Mest kveður þó að þróun flugs- ins, bæði innanlands og til útlanda. Flugfélag íslands eflist, og 1944 eru Loftleiðir stofnaðar. Innanlands- flugið verður aðallega í höndum Flugfélagsins, en hin síðari ár koma þar ýms smærri félög til sögunn- ar. Bæði stóru flugfélögin fljúga til Evrópu, og Loftleiðir ná til sín mikl- um farþegaflutningum milli Amer- íku og Evrópu og eiga í harðri sam- keppni við erlend flugfélög, en veit- ir oftast betur. Margir flugvellir eru gerðir í landinu, sumir stórir, t.d. á Akureyri og Egilsstöðum. Flugið heillar ungu kynslóðina, og fjöldi ungra manna lærir flug. Sumir þeirra gerast flugmenn í fjarlægum heimsálfum, Afríku og Asíu. Og óskadraumur ungra stúlkna er að verða flugfreyjur. Nokkur meiri háttar flugslys verða, 1947 farast 25 menn í flugslysi í Héðinsfirði, 1951 20 manns milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur, og 1963 ferst íslenzk flugvél með 12 manns við Osló. Á árunum eftir 1960 er komið á sjálfvirku símakerfi á Suðvestur- landi og sumsstaðar norðanlands Nær því hvert heimili á landinu eignast útvarp. Vilhjálmur Þ. Glsla- son tekur við embætti útvarpsstjóra af Jónasi Þorbergssyni. Herliðið á Keflavíkurflugvelli komur sér upp sjónvarpsstöð, og fara þá ýmsir á Suðvesturlandi að fá sér sjónvarps- tæki og horfa á sjónvarp frá flug- vellinum. Miklar deilur verða um þetta sjónvarp. 1964 er ákveðið að koma á fót íslenzku sjónvarpi og undirbúningur hafinn. Blaða- og bókaútgáfa eykst gíf- urlega eftir stríðið. Fjöldi tímarita er einnig gefinn út, en sum þeirra hafa aðallega léttmeti á boðstól- um. — Halldór Kiljan Laxness held- ur áfram skáldsagnarritun sinni og fær fyrstur íslendinga bókmennta- verðlaun Nóbels (árið 1955). Steinn Steinarr deyr 1958 og Davíð Stef- ánsson 1964 Fjöldi ungra Ijóða- skálda, og ný sagna- og leikrita- skáld koma fram á sviðið. Sum ungu Ijóðskáldanna eru mjög und- ir áhrifum Steins Steinarrs. Mörg þeirra yrkja órímað, og deilur um Ijóðform eru oft háværar. í íslenzkri leiklist verða þáttaskil 1950, er Þjóðleikhúsið tekur til starfa. Gömlu tónskáldin, Sigvaldi Kaldalóns, Árni Thorsteinsson og Friðrik Bjarnason hverfa af sviðinu. Páll ísólfsson verður æ meir hinn ókrýndi kon- ungur íslenzkrar tónlistar, sum yngri tónskáldanna taka að aðhyllast el- ektróniska músik og önnur nýtízku- leg músikform. Sinfóníuhl jómsveit tekur til starfa í Reykjavík, og áhugi á músik er mikill í landinu. Kórar starfa víða, og kirkjukórar landsins eru æfðir skipulega. í málaralistinni hverfa gömlu meistararnir Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson, en Jóhannes Kjar- val starfar enn í fullu fjöri. Marg- ir hinna yngri málara aðhyllast expressionisma, súrrealisma, kúb- isma eða aðstrakt myndlist. — Nestor íslenzkra myndhöggvara, Einar Jónsson, fellur í valinn, en Ásmundur Sveinsson er sístarfandi, og yngri myndhöggvarar, Sigurjón Olafsson og fleiri, koma fram á sviðið. í byggingarlist koma einnig nýtízkulegar -:tefnur fram, meira og minna í ætt við fúnkis. Nýir athafna- samir arkitektar, Eiríkur Einarsson, Gunnlaugur Halldórsson, Sigvaldi Thordarson, Skarphéðinn Jóhannes- son og margir aðrir setja svip sinn á hin nýju hús, sem rísa upp í höf- uðstaðnum. Miklar breytingar eru gerðar á Hjarta bifreiSarinnar er hreyf- illinn, andlitiS er stýrishjóliS. Það er margt hægt a8 gera til að fegra stýris- hjólið yðar, en betur en við gerum það, er ekki hægt að gera. Og er það hagkvæmt? — Já, hagkvæmt, ódýrt og endingargott og . . . Viljið þér vita meira um þessa nýjung? — Spyrjið einfaldlega viðskipta- vini okkar, hvort sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vörubifreið, eða jafnvel áætlunar- bifreið. Allir geta sagt yður það. — Eða hringið strax í síma 21874, við gefum yður gjarnan nánari upplýsingar. VIKAN 26. tbl. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.