Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 39
myndi hún aftur sjá slíkar of- sjónir? Hin raunverulega, áþreifan- lega hætta átti sér samt enga stoð og hafði aldrei átt. Möguleikinn á því, að lögin gætu ógnað Ben, var byggður á draumi. „Mig hefur dreymt það allt. Það hlýtur að vera,“ viður- kenndi hún. „Samt var það allt svo hræðilega skýrt og ég var ekki sofandi.“ Rödd hennar brast. „Ég hélt — ó, Ben ég hélt i „Hvað hélztu, væna mín?“ Rödd hans var annarleg, í engu lík rödd Bens. Hún var köld og hvöss. Hann stóð og horfði niður á hana, hreyfingarlaus, og henni kólnaði meir við ])að en gust- inn, sem næddi inn um brot- inn gluggann. Hún reyndi að lesa i andlit hans, en ljósið frá litlu perunni var of dauft. Andlits- drættir hans voru aðeins breiðir, dökkir fletir, sem gerðu hann framandi, allt að því illúðlegan. Hún sagði, „ég....“ og rödd liennar lét undan. Hann lireyfði sig ekki enn en rödd hans varð hörkuleg. „Hvað var það, sem þú hélzt?“ Svo lireyfði hann sig. Það var aðeins til þess að taka hendurn- ar úr vösunum og teygja þær i áttina til hennar; en hún stóð augnablik og starði á það sem olli lienni lömun, en þögult óp var að myndast í hálsi hennar. Hún átti aldrei eftir að vita hvort hann hafði teygt fram handlegginn til þess að hugga hana i fangi sínu eða til þess að grípa um háls henni. Því hún sneri við og flýði, klöngrað- ist upp stigann í brjálæðisofboði. Hann kallaði: „Janet! Janet!“ Hún heyrði þungt fótalak lians fyrir aftan sig en svo hrasaði hann i neðsta stigaþrepinu, féll á annað linéð og hölvaði. Skelfingin léði henni vængi. Henni hafði ekki missýnzt. Þó hún liefði séð hann aðeins einu sinn áður, vissi hún að á litla fingri vinstri handar hafði hann haft hringinn, sama hringinn og hún hafði séð á liendi látnu kon- unnar. Blessaður vindurinn reif af henni útidyrahurðina og skellti henni við vegginn og lnin var komin út, örugg í myrkri og skjóli stormsins. ★ Hitabeltisnótt Framhald af bls. 23. urinn sig aftur og fór að þessu sinni fyrir fult og allt. — Þetta var alveg eftir Jeff, sagði Halden, ruglaður en hafði samt gaman af. — Öfundið þér ekki malayana, sem hafa ekk- ert hjarta, heldur aðeins lifur? Vandengraf virti hann fyrir sér með snöggu og áhyggjufullu augnaráði. — Ég gæti gefið yður koffín sprautuna, ef þér gætuð hugsað yður að samþykkja mig, sem staðgengil doktors Maver- ick? En Mynheer Van Halden hristi höfuðið. — Það er allt í lagi með mig. Við skulum Ijúka við taflið. Þér eigið leik, Vandengraf, vinur. Ríkissjúkrahúsið í Sebang var eitt miðhús fyrir slysaaðgerðir, umkringt sundurleitum hópi minni húsa fyrir hina innfæddu. Önnur hús, betur loftræst og með lengri millibilum stóðu reiðubúin fyrir það af hvíta fólk- inu, sem trúði doktor Grader fyrir heilsu sinni. Hver sá, sem hafði efni á, kaus þó fremur að fara til einhverra hinna stóru borga Java til að láta taka úr sér hálskirtlana, botnlangann eða þegar gallblaðran gerði vart við sig. Það var almennt álitið meðal hinna innfæddu, að menn væru fluttir til sjúkrahússins til þess eins að deyja — eða þó öllu fremur að vera drepinn með að- ferðum læknisins, sem skorti al- gjörlega töfravald þokka, fórnar- hæfileika og sambærilegar þraut- reyndar aðferðir htinna viður- kenndu guða, döjfla og illu anda, sem orsökuðu sjúkdóma og dauðsföll. Það var því dapurlegt að horfa á kúlíana frá Lombok sem voru teknir ofan af vörubílunum, og safnað saman fyrir utan skurð- stofuna. Tvær innfæddar hjúkr- unarkonur, grannvaxnar og nett- ar, í svörtum sarong með hvítt um hárið, en syf julegar og skelfd- ar af þessum óvenjulegu atburð- um, trítluðu milli þeirra og smöl- uðu þeim í smáhópum inn til doktor Graders. Áður en langt um leið var steingólfið í opinni biðstofunni þakið rauðum slett- um, sem voru mætalíkar blóði, en voru aðeins rauður betelsafi, sem spýtt var hvar sem var. Fyr- ir þá innfæddu í Austur-Indíum er ekkert meiri huggun en rúlla af betel, ásamt klump af kalsíum, vafið inn í lauf af sirihtrénu. Ef aðeins hinir særðu kúlíar hefðu getað sett um spilaborð á gólf- inu núna, hefðu þeir verið full- komlega senang, hamingjusamir og ánægðir. Læknirinn hafði verið sóttur ti heimilis Ann Foster, þangað hafði hann farið til að skoða litla Jan, sem hafði orðið skyndilega veikur. Þar sem Ann var næst- um ærð af ótta yfir ástandi litla húsbóndans og doktor Grader hafði sjálfur áhyggjur af þessu skyndilega kasti, með háum hita, hafði hann sett Ann, babu og litla drenginn, í sinn eigin carreta og farið með þau til sjúkrahússins. Án þess að vita um hatur og grunsemdir Ann í garð Sitah ráðskonu hans, hafði hann skilið þau eftir í hennar umsjá á einka- heimili sínu, meðan hann þaut af stað til að veita kúlíunum frumhjálp, til þess að koma þeim sem voru illa særðir fyrir í sjúkrarúmum, og jafnframt að gera malaríurannsóknir á blóð- sýnishorni úr Jan litla. Það var svo þögult í herberg- inu, þar sem Ann og babu dvöldu með veika barnið, að smellurinn, þegar sporðdreki drap skordýr á veggnum var hár og ógnþrung- inn. Stormurinn var horfinn og loftið, sem kom í gegnum opna gluggana, var rakaþrungið og bar með sér ilm garðsins úti fyrir. Ann hataði þessa lykt; henni fannst að hún myndi kæfa litla son hennar, auka enn á hita hans, flytja milljónir af bakteríum með sér í mettuðum gróðurhússhitan- um. Hún stóð við gluggann, enn í græna brokade kjólnum og silf- urskónum; hún hataði pálmavið- inn, trén, þessar gnægtir af hita- beltisblómum, alla þessa ómögu- legu frjósemi, grósku og fegurð, sem skaut rótum jafnvel í sjúkra- hússbakgarði. Þú plantar út í garðinn í dag og eftir ár er hann orðinn af frumskógi. Þú háttar barnið þitt ofan í rúm með heitar, rjóðar kinnar og um miðnættið er það að deyja úr hita. Litli Jan kjökraði og hreyfði sig. Hún fór til babu sem hélt f ilm Aukinn þrifnadur vid frágang sorps REYKJALUNDUR sími um Brúarland vinnuheimilidad Reykjalundi « VIKAN 26. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.