Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 40
SóJó 1-iúsgögn eru löngu orðin lands- þekkt fyrir stílfegurð og gæði. Hinir lireyfanlegu nylon plasc tappar á fótum nýju húsgagnanna eru enn ein nýjung. Nú leggst mjúkur flöt- urinn að gólfinu og því engin hætra á að dúkurinn eða teppið skemmist, hvernig sem aðstæður, eru. Með því að kaupa Sóló húsgögn hafið þér fulla vissu fvrir fvrsta flokks efni og vinnu. Munið að eldhúshúsgögnin verða að vera Sóló húsgögn STERK OG STÍLHREIN. in eða teppið skemmist, m honum í kjöltu sinni og ætlaði að taka við honum. En babu hélt hitasjúku barninu fast og hristi höfuðið með dulinni meiningu. Ann fylgdi augnaráði babu og varð stjörf af kvíða. Sitah var komin inn í herbergið, hljóð- laust, á berum fótum, hún horfði niður; aðskorinn badju hennar var opinn og sýndi gallalausar línur lítilla en reistra brjósta hennar. Hún bar bakka með flöskum og glösum og setti þau frá sér á borðið. Hún fór út úr herberginu aftur og kom með skál af bökuðum hnetum. Hún brosti feimnislega til Ann og bauð henni vistirnar með hand- hreyfingu. Hver hreyfing henn- ar var eins og brot úr fornum dansi. — Litli tuan verður heilbrigð- ur aftur, mem, sagði hún mjúk- lega og nam staðar til að líta á litla húsbóndann. Babu dró tepp- ið í flýti yfir andlit hans og lét skína í tennui sínar eins og kven- api, sem ver afkvæmi sitt. Hún sagði fáein orð, sem Ann skildi ekki, en Sitah hneigði sig aftur og fór út úr herberginu. Nokkr- um mínútum seinna fóru ný skjálftaköst um barnið, og litlu bleiku gómarnir með tönnunum sex, skulfu ákaflega. — Það er hún, hún hefur fært bölvun yfir litla tuan, muldraði babu. — Réttu mér barnið og náðu í tuan lækni undir eins, hrópaði Ann skelfd. Eftir að babu var þotin út úr herberginu settist hún niður með litla böggulinn í höndunum. Hún hafði þá undar- legu tilfinningu, að hafa lifað þetta allt saman áður og vissi allt, sem fyrir henni lá: óttann, vonina, orrustuna, bakslagið, síðasta andvarpið, djúpu þögnina, litla legsteininn: hér hvílir Jan Foster, fæddur þetta, dáinn þetta — dáinn ellefu mánaða. Hana langaði að biðja en henni fannst guð vera of langt í burtu; hann var eftir í Hollandi, í hinni hreinu hvítkölkuðu kirkju æsku hennar og hún fann engin orð í huga sínum, sem gætu kallað Hann til þessarar fjarlægu eyjar. Það var ekki doktor Grader, sem babu ýtti á undan sér, þeg- ar hún kom til baka, heldur rauð- hærður, hávaxinn og grannur maður, sem Ann fannst hún hafa séð áður, þótt hún vissi ekki hvar eða hvenær. — Ég er doktor Maverick, sagði hann. — Og þar sem ég veit hvert orð fer af skipsækn- um, skammast ég mín fyrir að viðurkenna að ég er læknirinn á Tjaldane. En þar sem hér er aðeins einn læknir á vegum stjórnarinnar, kemur sér vel að ég er hér í nótt. Grader er mjög önnum kafinn nú sem stendur við að raða saman brotnum bein- um nokkurra kúlía. Hann sendi mig til yðar til að biðja yður að hafa ekki of miklar áhyggjur af

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.