Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 41
Fyrir sumarfríiö TJÖLD innlend og erlend, nýjar gerðir, orangelituð méð blórri aukaþekju. Tjöld 2ja manna kr. 1830.—. Tjöld 4ra manna fró kr. 2325.-. SVEFNPOKAR, sem breyta mó í teppi. VINDSÆNGUR margar gerðir fró kr. 495.-. PICNICtöskur nýjar tegundir í miklu úrvali. FERÐAGASPRÍMUSAR. POTTASETT fró kr. 203.-. FERÐATÖSKUR frá kr. 147.-. að ógleymdri VEIÐISTÖNGINNI. Póstsendum Kjörgarði og Laugavegi 13. — Sími 13508. litla drengnum yðar. Þetta er ekki malaría, en það lítur út fyr- ir að það sé einhver inflúensa að ganga. Grader sagði mér, að barnið hefði aldrei fengið þessa flensu áður, og að sjálfsögðu er fyrsta kastið mjög ákaft. En ver- ið ekki hrædd við sjúkdómsein- kennin. Þetta er ekkert hættu- legt. — Ekki hættulegt, sagði Ann, beisklega. — Það er það sem all- ir læknar hafa sagt áður. Ekk- ert hættulegt og bæði börnin mín hafa dáið. Úr einhverju, sem ekki var neitt hættulegt. Babu leit af vörum Ann á var- ir Maverick, eins og hún væri að reyna að lesa þýðingu ensku orðanna, sem hún ekki skildi. Læknirinn tók barnið af Ann með klaufalegum tökum gróins piparsveins. — Fallegur, lítill karl, sagði hann í viðurkenn- ingartón og brosti niður í heitt rjótt andlitið. — Hvert ætið þér með hann? Hvað ætlið þér að gera við hann? Hversvegna gefið þér honum ekki kínin eða artebrin eða eitt- hvað? spurði Ann ofsafengin. — Róleg, róleg, litla kona, sagði Maverick. — Kínin gerir ekkert gagn. Það sem hann þarf á að halda er smáögn af salvar- san; það gerir út af við svona köst í eitt skipti fyrir öll. Það er að segja ef hann smitast ekki á ný. — Salvarsan? Ég skil ekki? Hvaða smitun? sagði Ann með titrandi tilfinningalausum vör- um. Það er að líða yfir mig, sagði hún. — Ég vil ekki að það líði yfir mig. Hún teygði sig eftir flösku af hollenzku gini á bakk- anum, gusaði svolitlu í glas og gleypti það í stórum sopum. — Það er rétt, sagði Maverick og kinnkaði kolli. — Ekkert betra en skvetta af alkahóli, þegar þér eruð að missa móttinn í kring- um hnén. En ég skal segja yð- ur, að mér sýnist þér fremur þurfa á lækni að halda en hann litli okkar hérna. Hann verður góður í einum grænum. Þetta stafar af óhreinindum. Lítill vonarregnbogi birtist á sjóndeildarhring Ann. Það var ef til vill möguleiki á því að Jan litli dæi ekki, ekki strax, ekki að þessu sinni. — Af óhreinindum? hvíslaði hún. — Já, en það verður allt í lagi. Salvarsanið sér um það. — Hvernig getur maður feng- ið þetta? — Ég býzt við að babu hans, sé með lýs og þær geta flutt þetta á milli. — Babu? spurði Ann undrandi. — Babu? Ómögulegt. Hún er svo góð, hún er svo góð við litla húsbóndann. — Já, en leitið þér henni nokk- urn tíma lúsa? __ Nei, en ég trúi þessu ekki. Þetta er ómögulegt. Doktor Maverick yppti öxlum og gekk til dyra með kjökrandi barnið í höndum sér. Hann hafði ekki mikla þolinmæði með heimskum og móðursjúkum mæðrum, sem höfðu ekki vit á því að leita að óþrifum á hinum innfæddu þjónum. En Ann hékk í ermi hans. — Ég ætla með yð- ur. Ég vil fá að halda á honum. Ég vil vera þar, þegar hann fær þetta hræðilega salvarsan. Ætlið þér að meiða hann, læknir? Ég vil ekki að hann verði meiddur, kjökraði hún. Hún hafði sjálf fengið nokkrar salvarsan spraut- ur sem vörn gegn malaríu og hún hataði aðgerðina. En þegar hún talaði um meiðsli, mundi Mave- rick eftir því að hann hafði tekið annað erfitt hlutverk að sér. Hann nam staðar í dyrunum til að flytja henni þessar slæmu fréttir eins varlega og hann gat. — Hlustið; litla frú, sagði hann. — Það er bezt fyrir yður að vera hér kyrr og fá yður annan snafs af þessu gini. Það verður allt í lagi með litla drenginn okkar á engri stund, en hafið þér frétt, að það kom til uppþots í Lom bok? Það lítur út fyrir að eigin- maður yðar hafi meiðzt og það getur verið að það þurfi á yður að halda um leið og þeir flytja hann til sjúkrahússins. Ég myndi leggja til að þér reynduð að safna saman kröftunum handa honum og gleyma barninu á meðan, sagði hann. — Ó, er hann meiddur? spurði Ann. — Illa? Maverick hikaði með svarið. Honum varð ljóst og það snerti hann illa, að árin á Tjaldane höfðu fægt af honum fínni agnúa starfsins — þá glóandi bjartsýni, hvernig hann átti að núa á sér hendurnar og ræskja sig, hvern- ig hann átti á kurteisan hátt að komast hjá því að svara beint, og hvemig hann átti að glæða von í hjörtum ættingja, foreldra og eiginkvenna. •— Sjáið nú til, sagði hann. — Það er eins gott að ég segi yður það eins og það er. Það var kúlíi, sem fékk æðiskast og rak hníf í kviðinn á eiginmanni yðar. Það er allt og sumt sem við vitum. Hvort það er mjög slæmt, sjá- um við um leið og við náum honum upp á skurðarborðið. En hnífur í kviðarholið er ekkert skemmtiatriði, undir neinum kringumstæðum. En eins og ég sagði áður, þér verðið að halda höfðinu hátt. Meðan hann talaði, þumlung- aði hann sig nær Ann, vegna þess að hann vildi vera við hend- ina, ef það liði alveg yfir hana að þessu sinni. En hún tók þess- um hrottalegu fréttum rólega. Hún æpti ekki, hún fölnaði ekki, hún fálmaði ekki einu sinni eft- ir meira gini, — Það verður allt í lagi með hann, sagði hún. — Hann er sterkur. Doktor Maverick forðaði sér með Jan litla á handleggnum. Hann hafði eitt of miklum tíma hjá henni, nú þegar Grader þarfnaðist aðstoðarmanns. Kúlía- börn með slæm brunasár voru miklu mikilvægari en þessi litli, hvíti drengur með meinlaust lúsabit. Meðan hann skálmaði í gegnum ilmandi garðinn, þar sem hvert pálmaviðarlauf glitr- aði eins og silfurblað, hristi Maverick höfuðið. Undarleg dýrategund, konur, hugsaði hann. Óskiljanleg dýrategund. Lætur eins og himinn og jörð séu að farast yfir fáeinum lúsabitum, en kemur svo fram eins og Spart- verjafrú, þegar henni er sagt að líf eiginmanns hennar sé í hættu. Skrýtna, skrýtna, skrýtna dýra- tegund. Ann var kyrr í herberginu, ut- an við sig og örmagna. Blóðið verður þynnra í hitabeltinu, það var það sem fólkið sagði við hana. Hún fann næstum þegar þetta þunna blóð lopaðist hægt og tilfinningalítið í æðum henn- ar. Hún hafði notað hverja ögn VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.