Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 47
Barniö, sem alltaif er óþekkt, Kannast ekki margir við barnið, sem alltaf lastur öllum illum látum, þegar gestir eru hjá foreldrunum? Foreldrarnir reyna að afsaka hegð- un barnsins, en vita um leið, að enginn trúir þeim, þótt þau segi að venjulega sé barnið þægt og viðráðanlegt heima fyrir. Það er mjög algengt, að börnin umhverfist við gestakomur og taki þá upp á alls konar ósiðum. Mörgum dettur í hug, að barnið hagi sér þannig vegna þess að það vilji eiga óskipta athygli foreldranna og finnist þau sinna gest- unum of mikið. Hugsanlegt er líka, að móðir- in sé önnum kafnari en venjulega og því önugri við barnið, en barnið verður þá auðvitað líka önugt og þreytt og skilur ekki hvers vegna móð- irin kemur svona fram við það. Ein skýring á þó langmestu fylgi sálfræðinga að fagna, en hvarflar sjaldan að foreldrunum. Hún er sú, aS barnið óski þess, að foreldrarnir refsi því. Þannig liggur í því, að síðari tíma upp- eldisaðferðir hafa næstum bannfært refsinguna, og má segja að það hafi verið spor í rétta átt, en aðeins of stórt. Það mátti sannarlega draga úr refsiaðferðum þeim, sem tíðkuðust á dögum afa okkar og ömmu, en hins ber að gæta, að barninu líður betur við hæfilegan aga. Þau vilja gjarnan þola sanngjarna refsingu fyrir það, sem þau vita sjálf að þau hafa brotið af sér, því að þannig losna þau við sektartilfinningu og öðlast meira öryggi. Hegði barnið sér illa og ósæmilega, þegar gestir eru á heimilinu, er það oft vegna þess, að það vill með því þvinga for- eldrana til að koma fram af þeirri festu, sem þau álíta, að foreldrarnir eigi að hafa til að bera. Þau vita sem er, að í augsýn gestanna geta foreldrarnir varla verið þekktir fyrir ann- að en sýna töluverða stjórnsemi. Barninu finnst þetta því upplagt tækifæri til að knýja það fram í fari foreldranna, sem því er jafnnauð- synlegt og ást og umhyggja, sem sagt styrk og leiðbeinandi hönd. Börnum er ekki hollt að kom- ast upp með hvað sem er, og það sem athygl- isverðara er, þau kjósa sjálf að taka afleiðing- um gerða sinna og vita hvar þau standa. Reiði og refsing foreldranna er því auðveldari en sektartilfinning og fálmkenndar tilraunir til að vita hvað sé í rauninni leyfilegt og hvað ekki. Óþægilegt er að þvo glugga þar sem mikið er af vafningsplöntum, sömuleiðis plönturnar sjálfar. Sé smíðaður trélisti eins og sýndur er á minni myndinni, og hann síðan festur innan á gluggann með hjörum, er auðvelt að taka list- ann með plöntunni frá í heilu lagi. HÚFA OG BUXUR, SAUMAÐUR ÚR FLANELS- EÐA KAKI“-EFNI. STÆRÐ: TVEGGJA-ÞRIGGJA ÁRA. Efni: Af tvíbreiðu efni, 1,40 m., þarf eina sidd um 85 sm., en af ein- breiðu 70—90 sm. þarf tvær siddir, um 1,50 sm. Búið til sniðin með þvi að strika ferninga á pappír, 5x5 sm. hvern. Framliald á bls 45. VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.