Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 2
Þó að sfa sé setf á sfgarett- una má ekki förna bragðinu Reynið þvi L&M í FULLRIIILVÖRU Þjrhist hvcr öðrrnn fremri Meðan bœndaþjóðfélagið var og hét, þá gátu raenn stært sig af hrossum af Svaðastaðakyni og hrútum af séraguðmundar- kyni, en með þessum nútíma þjóðfélagsháttum er svo óendan- lega margt, sem hægt er að nota til að uppliefja sjálfan sig á stall og rakka aðra niður. Sam- keppnin á öllum sviðum hefur gert það að verkum, að það er einskonar „national pastime", alþjóðarviðfangsefni — að finna rök fyrir því, hvað maður sjálf- ur standi starfsbræðrum sinum ofar, eða þeir neðar. í því skyni er allt notað, sem tönn á festir. Verkfræðingar „viðurkenna“ ekki tæknifræðinga af því þeir hafa ekki akademiska menntun, enda þótt margviðurkennd þörf sé fyrir tæknimenntaða menn. Arkitektar fitja uppá trýnið, þegar byggingatæknifræðingur teiknar hús. Bjánaleg togstreita er háð um það, hvaða skólar erlendis séu öðrum fremri og danskmenntað- ir eru að burðast við að viður- kenna ekki Amerikumenntaða þó þeir hafi takmarkaða hug- mynd um námið þar vestra. En það er samkvæmt gamalli ís- lenzkri skoðun, að inenntagyðj- an sé búsett og heimilisföst i Kaupmannahöfn. Þeir sem hafa stúderað við Menntaskólann í Reykjavík, eru sannfærðir um, að þeirra stúd- entspróf sé miklu betra en það, sem tekið er upp úr Verzlunar- skólanum. Auglýsingateiknarar láta í það skina, að þessi og þessi sé „utan við félagið“, sem á að jafngilda þvi, að allt sem sá góði maður lætur frá sér fara, sé hálfgert ómark, enda þótt það kunni að vera gott. Einhverjar beztu ljósmyndir, sem Vikan hefur fengið til birtingar, voru frá ljósmyndara, sem er „bara amatör“ eftir þvi sem hinir segja. Meðal listainanna er mikilli orku eytt til að reyna að sýna fram á eitt og annað, sem orðið gæti keppinautunum til álits- hnekkis. Þá eru aukaatriðin venjulega látin skipta máli eins og til dæmis það, hvort viðkom- andi er hernámsandstæðingur, sjónvarpsandstæðingur, hvar hann hefur lært og hvort hann gerir eitthvað jafnframt list- sköpun sinni, en forðazt að miða við það sem máli skiptir: Listræna getu viðkomanda og þann árangur sem liann nær. GS.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.