Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 10
GervitungliO Early Bird Fyrir nokkru gerðist merkur atburður í gervitungla og geim- rannsóknamálum Bandaríkjanna og reyndar alheimsins. Á loft var skotið gervitungli, sem hlaut nafnið Early Bird. Aðdragandi hafði verið nokkur að þessu skoti og átti vísindamaðurinn Arthur C. Clarke mestan veg og vanda þar af. Early Bird var skotið með kröftugri eldflaug út í himin- geiminn og var ákvörðunarstað- úrinn 22.300 mUur fyrir ofan miðbaug. Þar endaði ferðin og starfið hófst. Það starf er í því fólgið að aðstoða við sjónvarps og símasendingar um víða ver- öld. Tilraunin þótti takast með afbrigðum vel, og urðu fjölmarg- ir þjóðhöfðngjar til þess að óska Bandaríkjamönnnum til ham- ingju. Og nú snýst Early Bird uppi yfir miðbaug og fylgir snún- ingshraða jarðar, þannig að hann er ávallt á sama stað yfir jörðu. Auðvitað voru talsverðir tækni- legir örðugleikar á að koma hon- um alla þessa leið. Hefði eld- flauginni, sem flutti hann, ver- ið skotið beint upp og stanzað síð- an. En nú er Kennedy-höfði ekki staðsettur á miðbaug og frá öðr- um stað var vart hægt að skjóta. Úr þessum vanda réðu þó færir menn, svo vel að ekki skeikaði metra í staðarákvörðun. Þegar upp var svo komið, hélt Early Bird sér á braut með gaskrafti. En Early Bird var ekki fyrsta tilraunin. Áður höfðu verið send- ir upp þrír bræður hans, þeir Syncom I., H. og HI. En Early Bird var meistaraverkið. Á eftir honum hafa svo verið sendir fleiri fuglar eða munu verða sendir. En hvert er þá hlutverkið, sem fuglinn á að inna af hendi? Það er all margþætt og flókið. Fyrst og fremst á hann að taka við sjónvarpssendingum og endur- senda þær til fjarlægra staða. Þannig getum við fslendingar set- ið við okkar sjónvörp og fylgzt með íþróttakeppni á Nýja Sjá- landi o.s.frv. I öðru lagi er hon- um ætlað að taka við símaþjón- ustu milli landa, þannig að við getum jafn auðveldlega hringt frá Reykjavík til New York og við hringjum frá Reykjavík til Akureyrar og í framtíðinni verð- ur kostnaðurinn sennilega svip- aður. f þessu eru aðalstörf fugls- ins falin. Vitanlega getur hann ekki einn annað öllum heimin- um, til þess nær geisli hans ekki nógu langt, en með tilkomu fleiri af hans tegund verður sennilega hægt að koma því í framkvæmd. Geislinn nær yfir einn þriðja hluta af yfirborði jarðar, þannig að þrír fuglar ættu að geta ann- azt starfið til að byrja með. Hin- ir allra bjartsýnustu í hópi vís- indamanna hugsa sér margbrotið kerfi gervitungla, sem næði Iangt inn i einkalíf manna. T.d. ætti hver íbúi jarðarinnar að hafa sitt eigið símanúmer og eiga lit- inn transistorsíma, svo að hver sem vildi gæti náð í hann, þegar á lægi. Einn hugvitsmaður telur, að með þessu dragi úr áhrifum stórborgarinnar. Hann segir, að borgirnar séu aðeins til þess að auka kunningsskap milli manna og afnema einmanakennd. Á slíku verði engin þörf, þegar fuglamir koma á loft. Þá geta menn opnað fyrir sjónvarpið sitt og spjallað við kunningjana þótt þeir séu staddir uppi í óbyggðum. Enn aðrir halda því fram, að hver maður geti fengið sjón- varps- og útvarpséfni við sitt hæfi. T.d. verði hægt að hafa dag- skrár, sem byggjast eingöngu upp á skák eða jafnvel grískum leikritum. En það eru ekki allir eins ánægðir með framtíðina. Verður þetta ekki aðeins til þess að auka ysinn og hávaðann í kring- um okkur? Verður þetta ekki notað í áróðursskyni af stórveld- unum eins og útvarp og sjónvarp í dag? Verða ekki settar upp sjó- ræningjastöðvar, eins og þær sem frægar em orðnar af útvarps stöðvum? Yfirgnæfa ekki allar stöðvamar hver aðra, svo að ekk- ert heyrist eða sjáist? Úr þessu á framtíðin eftir að skera. Eftir nokkur ár eða áratugi fáum við að sjá árangurinn af tilraunun- um, hvort sem þær verða þá til góðs eða ilte. Þvfllk meðferð Claudia Cardinale stendur í ströngu í nýju myndinni sem hún leikur í, „Blindfold“, sem þýðir Bundið fyrir augun, eða eitthvað þvílíkt. Rock Hudson er mótleik- ari ungfrúarinnar og í einu atrið- inu reynir hann að kæla ítalska skaphitann með því að sprauta yfir hana kvoðu úr slökkvitæki. Við stórefum, að honum takist það. BÍTLAMENNING Segi svo hver sem vill, að bítlar séu ekki listrænir! Þessir ungu, hárprúðu menn eru sænskir að uppruna og nafnið, sem þeir hafa gefið gaddavírshljómsveitinni sinni, er ekkert slorlegt: „Hamlet and the Shakespeares". Auðvitað er Hamlet söngvari með „band- inu“. Hann er annar í röðinni frá hægri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.