Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 11
Flugfiskar Undir himni og ofan á var einu sinni sagt. Nú heitir það undir vatni og ofan á. í Bandaríkjun- um hefur hópur hámenntaðra verkfræðinga og vísindamanna unnið undanfarið að smíði fyrsta fjúgandi kafbátsins. Og nú er ár- angurinn kominn fram í dags- ins Ijós. Að baki liggur margra ára starf tilrauna og athugana á tæknilegum atriðum. „Flugfisk- urinn“ hefur ekki ennþá farið í reynsluferð, en öll tæknileg vandamál varðandi hann hafa verið leyst. Þegar hann er á flugi, er hann drifinn áfram af þremur túrbínu- hreyflum, tveimur ofan á vængj- unum og einum aftarlega á skrokknum. Flughraðinn mun eiga að vera 150 — 250 km. á klst. Þegar komið er undir yfir- borðið, sjá tveir rafmótorar um að knýja hann áfram með svo- kölluðum vatnskrafti. Vængirn- ir veita nokkra mótstöðu í vatn- inu, svo að ferðin verður lítil, sennilega ekki nema 9 km. á klst. Áhöfnin á þessum vopnaða flug- fiski verður skipuð tveim mönn- um. Menn hafa spurt, hvað flotinn, sem sá um smíði hans, ætli sér með hann. Það skýrir sig að nokkru leyti sjálft, það á að nota hann við kafbátaveiðar. Með flugfiski er létt að ráða niður- Iögum óvinakafbáta. Ef þeir eru uppi á yfirborðinu til að „anda“, er vandalítið að sjá þá í radar, og séu þeir neðansjávar, getur flugfiskurinn sjálfur leitað þá uppi með aðstoð Ijósmiðunar og komið þeim fyrir kattarnef. SÍDAH SÍDAST Fliótandí rannsóknarstöð Fiskveiðar eru veigamikill þátt- ur í atvinnulífi Rússa, og nú hafa þeir stigið stórt skref inn í fram- tíðina með smíði skips, sem ger- ir meir en aðeins að veiða fiskinn en rannsakar hann og athug- ar á alla handa máta. Skipið heit- ir Academian Knipovich og hef- ur um borð bæði fullkomnar rannsóknarstöðvar og fiskverk- smiðjur. Þar eru 13 rannsóknar- stofur, öflug frystitæki, niður- suðuverksmiðja o.s.frv. Vísindamennirnir um borð eru útbúnir sérstökum tækjum til neðansjávarrannsókna, svo sem neðansjávarsjónvarpi, myndavél- um og einnig hafa þeir sterka litlampa. Þessir lampar eru not- aðir til að athuga viðbrögð fisks- ins við ljósi. Þeir lokka fisk- inn að skipinu og þar er hann veiddur í netpoka. Allt sem við- kemur fiskinum er prófað, hvern- ig hann bragðast, allar tegundir, hvernig bezt er að matreiða hann og efnafræðilegar samsetningar. Engu er hent, því að um borð eru útbúnaður til að framleiða lím úr roðinu, lýsi, og einnig eru þar djúpfrystitæki til varanlegri geymslu. Sem sagt alger nýting aflans. Það er nokkuð, sem við íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar. Picasso í vígahug. Hér æfir hann með syni sínum, en þaS er móðir- in, sem hann vill fó aS spreyta sig á. Burtu með bókina segir Plcasso Þau hittust fyrst ó kaffihúsi ó vinstri bakka Signu í París í maí 1943. Hann, Pablo Picasso, heims- frægur málari, 62 ára og hún, Francoise Gilot, 21 árs óþekkt lista- kona. Picasso gekk yfir aS borS- inu til hennar meS kirsuberjaskál, og þar meS var ísinn brotinn. Stuttu seinna flutti hún búferlum heim til hans og varS hans hægri hönd, eiginkona, fyrirsæta og bókstaflega allt, sem hægt er aS krefjast af einni konu. Hún fæddi honum tvö börn, Claude og Paloma. Tíu ár- um seinna brast hana úthaldiS. Hún hélt úr hlaSi í leigubíl meS börn og búslóS, en sá gamli stóS eftir og hrópaSi MERDEI, sem myndi útleggjast á íslenzku: FarSu til fi..... En frúin var ekki búin aS segja sitt síSasta orS. Hún settist niSur og skrifaSi bók um samlíf þeirra Picassos, og auSvitaS varS hún alls staSar í efsta sæti á metsölulistun- um. Bókina skrifaSi hún í samráSi viS amerískan blaSamann, svo aS þetta yrði ekki aSeins persónuleg hefnd hennar, heldur einnig list- rænt ágrip af sögu meistarans. Frú- in er allsendis ófeimin í skrifum sínum og sýnir ekki neina nær- gætni eSa meSaumkun. Þó bregð- ur fyrir Ijósum punktum um þenn- an undarlega persónuleika, sem vart á sinn líka í heiminum. Ekki er hægt aS segja, aS bókin sé gróf, en hún er uppfull af mergj- uSum bröndurum og frásagnarmát- inn er lifandi og skemmtilegur. En Picasso er ekki alveg dús viS bók- ina. Hann hefur úthrópaS, aS hún skyggnist á miSur heiSarlegan hátt inn ( einkalíf sitt, sannleikurinn sé oft sniSgenginn og margt sé hreinn uppspuni. Meira aS segja hefur hann staSiS í málaferlum til aS banna sölu hennar í Frakklandi. LögfræSingur hans sagSi: Hver maS- ur á aS fá aS hafa leyndarmál einkalífs síns í friSi, ekki sízt þegar þaS er annar eins maSur og Pic- asso. Picasso krafSist algerrar undir- gefni af hálfu konu sinnar, skrifar Francoise. Hann varS ávallt aS vera sigurvegarinn. Hún segir frá því, hvernig hann eitt sinn rak logandi sígarettu framan í hana. En hún lét ekki undan, þaS var hann sjálf- ur, sem varS aS draga sig til baka meS pyndingarnar. AtburSir, álikir þessum, voru ekki fátíSir meSan á hjónabandi þeirra stóS. Réttvísin i Frakklandi felldi um síSir þann úrskurS, aS ekki væri hægt aS álíta, aS bókin væri niSur- lægjandi fyrir meistarann. VerSur því útgáfa hennar ieyfS. Sjálf seg- ir Francoise í viStali viS franskt blaS, meS tilliti til níSmálverka, sem Picasso hefur gert af henni: — Hann notar pensil en ég penna. Ekki er hægt aS líkja því saman. Og út- gefendur hennar í Frakklandi segja: — Þeir hlutar bókarinnar, sem fjalla um samlif þeirra, eru skrifaSir á þann hátt, aS hvergi er hallaS á neinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.